föstudagur, október 08, 2004

Það sem fer í hringi

Nú er enn og aftur komið í ljós hvað Óli litli getur verið vitlaus. Búinn að vera að tala um, seinustu tvo mánuði, við alla sem ég hitti, hvað það sé lítið að gera í skólanum og þetta sé nú allt saman bara frekar létt!!! En eins og segir í kvæðinu, það sem fer í hringi, kemur í hringi.....sem þýðir að nú er ég komin í leiðindamál í skólanum og þarf að læra eins og crazy ass m%/&$(fucker næstu vikurnar. Það er svo auðvelt að geyma hluti og liggja frekar í leti, en síðan þegar maður loksins drullast til að gera e-ð þá skilur maður ekki af hverju maður var að geyma þá in da first place! Æi er þetta ekki bara gott á mann. Jæja best að fara að læra!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home