föstudagur, október 29, 2004

Fór til baklæknis í gær. Hann var að benda mér á ýmsa hluti varðandi mína mjög svo tjónuðu mjöðm og hvaða áhrif hún hefur á bakið á mér. Ég fór að spyrja hann út í gervimjaðmarliði sem ég þarf að fá einn góðan veðurdag. Hann sagði mér að þegar til þess kæmi myndi ég vera eins og nýr maður, þeir myndu rétta mig allan til og gera mig góðan. "Frábært" sagði ég, en þá stoppaði hann mig "en það endist oftast bara í 10- 15 ár og ekki æskilegt að skipta oft um". "En hvenær er eðlilegt að fara í svona aðgerð" spurði ég þá. "Ekki fyrr en þú getur ekki sofið fyrir verkjum" Játsa - skemmtilegt.
En gleðitíðindi í dag, verkfalli lokið og hallelúja. Loksins kemst allt í fastar skorður aftur. En þetta er náttúrulega bara frestun, það gæti byrjað aftur eftir 2 vikur tæpar. Skál fyrir því!

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

ALLA ævi..!

1:29 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home