fimmtudagur, október 21, 2004

Svakalega er langt síðan maður hefur skrifað e-ð af viti. En núna er svo gaman hjá mér. Ég var að kaupa mér þetta forláta þráðlausa lyklaborð og mús. Haldiði að þa sé nú lúxus. En það er búið að vera alveg snælduvitlaust að gera í vinnunni og í skólanum. Öll verkefnin er að koma á þessum tíma í skólanum og á laugardaginn á ég að halda fyrirlestur í vinnunni um leiki barna. Ég er stressaður. Í skólanum erum við búin að vera með svaka tónleika og á morgun er leikrit. Þetta er nú meiri kreatívin sem er í gangi þessa stundina. Jæja ég ætla að fara að sleikja nýja lyklaborðið mitt og þreifa betur á músinni.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home