föstudagur, október 01, 2004

Ghost

Jæja búinn að eiga ágætis spjall við Unu í kvöld. Hún hefur flutt sig um set frá menningarborginni London yfir í heimsborgina Reykjavík. Hún er meira að segja bara nágranni minn og býr hér á Bergþorugötunni. Ég sem átti að vera að gera verkefni í skólanum en það verður að klárast á morgun. Æi það er svo gaman að fresta hlutum.....það veitir manni þessa innilegu fölsku vellíðunartilfinningu. Ég er farin að halda að ibúðin mín sem andsetin. Andsetin af the lazyghost. Alltaf á leið heim úr vinnunni þá ákveð ég allt sem ég ætla að gera þegar ég kem heim, en um leið og ég stíg fæti inn þá bara gerist ekkert. Ég sogast bara að tölvunni, gítarnum eða sjónvarpinu. Þetta tel ég allt vera yfirnáttúrulega atburði sem ekki sé hægt að útskýra öðruvísi en með herðatrjám og segulmælum. Hvar eru Ghostbusters þegar maður þarf á þeim að halda?

Tvö dæmi um kverkartak sjálfstæðismanna á íslensku samfélagi nýverið. Tinna Gunnlaugs ráðin leikhússtjóri þrátt fyrir, að margra mati, umsóknir annarra hæfari einstaklinga og síðan Jón steinar ráðin hæstardómari vegna þrýstings úr öllum áttum. Er ekki best að skrá sig í flokkin sem fyrst.....þ.e.a.s. ef maður ætlar sér upp stigann.


P.S. ég verð að benda ykkur á þessa ótrúlegu síðu sem ég rakst á áðan. www.kallarnir.is. Ég gat ekki hætt að lesa þessa vitleysu, en ef þú ert frá Selfossi, þá segi ég bara það var ekkert! Endilega tjékkið á hvað þeir segja um brúnku þarna í tan og muscle til hliðar..SSSHHHHIIITTT.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home