þriðjudagur, október 26, 2004

Miðbæjarrotta

Ég var að fá senda auglýsinguna frá Eskimo en að sjálfsögðu virkaði hún ekki, en týpískt. En það þýðir víst ekki að gráta Björn bónda heldur safna......já einmitt. Fór á hverfisfund fyrir svæði 101 með Þórólfi borgarstjóra og Ingibjörgu fyrrverandi. Þórólfur er minn maður, hann er svo yndislega ópólítískur að hann var að segja sögur af sjálfum sér pissandi á götur Reykjavíkur þegar hann var 14 ára. En það var alveg merkilegt að sitja þarna með reiðum íbúum miðbæjarins oig hlusta á þá kvarta yfir slæmri umgengni um helgar, hávaða frá röðinni á hverfisbarnum og ofhröðum akstri í hverfinu. Ég sat þarna og varð alveg fyrir smá áhrifum en á heildina var ég sennilega sá eini á svæðinu sem fannst næturlíf Reykjavíkur vera í góðum málum og ekkert þurfi að breyta. Flestir sem voru þarna búa á götunni sem að Hverfisbarinn, Celtic, Grand rokk og Bar 11 eru á........Hello! Ok ég skil rökin að þau vilji búa þarna, eiga ekki að þurfa að flytja vegna skemmtistaðana og að allir eigi nú að geta hagað sér almennilega. Það var smá svona "allt var miklu betra þegar ég var yngri" fílíngur. Ég stóð upp og sagði þeim að troða þessu upp í rassgatið á sér, nei ok ég gerði það ekki, en ef þú býrð í miðbænum máttu alveg búast við skrílslátum, drasli um helgar og róna í stofunni sofandi í sófanum þegar maður kemur heim eftir langan vinnudag dauðþreyttur biðjandi til guðs um blund.

2 Comments:

Blogger arna said...

virkaði ekki.. hvað þýðir það? færðu þá ekki borgað?

11:29 e.h.  
Blogger Óli said...

Jú jú....eða ég vona það allavega. En þetta virkaði á endanum og nú er ég komin með auglýsinguna í tölvuna.

10:19 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home