miðvikudagur, október 06, 2004

Hr. sundlaugarvörður

Fékk algjört flashback aftur í barnaskóla í dag. Var í sundi í morgun og hitti þar gamlan góðvin og bekkjarfélaga hann Volla. Hann var þarna í sundi með félögum sínum úr leiklistarskólanum og þeir voru e-ð að fíflast. Þegar ég var að fara upp úr þá stökk volli ofaní laugina af brettinu, sem var lokað. Vörðurinn gerði sér lítið fyrir og rak hann upp úr! Þannig að þegar Walter, eins og hann heitir nú, kom inn í sturtuna flissandi yfir þessu, var bara alveg eins og vera kominn aftur árið 1992. Spá í verðinum að reka hann upp úr, klukkan var 9 um morguninn og enginn í lauginni. Sumir taka starfið sitt of alvarlega.

Jæja nú er ég farin að biðja fyrir lausn á kennaradeilunni á hverjum degi. Ég er kominn með ógeð á þessu ástandi. Engin börn og tóm óhamingja.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Vá hvað ég er sammála þér með þetta blessaða verkfall, ekkert að gera og 3 börn á mann í vinnunni !!! En er ekki ágætt og nota þessa rólegu tíð og læra hmmmm..... hvernig gengur það annars ??
Kveðja María

8:22 e.h.  
Blogger Eva said...

Sundlaugavörðurinn í Sundhöllinni er algjert pervert, hann er sko ekkert að horfa oní sundlaugina... hann er líklegast meiri svona rassvörður ;)

6:17 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home