sunnudagur, október 17, 2004

Búinn að vera hin finasta helgi. Á föstudaginn fór ég ásamt Unu og Þóru og sá hin ofurmagnaða Mugison í Iðnó. Ótrúlegur performer þar á ferð og vil ég hvetja alla að kíkja á hann eða athuga plötuna hans Lonly mountain(held ég að hún heiti?). Stóð þarna einn á sviðinu með tölvu og forláta gítar. Magnaður söngvari og ekki skemmdi að flestir áhorfendurnir voru frá Ísafirði og sungu því með hástöfum.
Á laugardaginn tók ég þátt í júdómótinu. Þar var ég mest megnis á rassgatinu og átti ekki mikin séns í þessar hetjur sem þarna voru á ferð. Það gerðist ansi skondið atvik í seinustu glímunni minni, þar sem að mótherji minn reif nánast af mér buxurnar. Stöðva þurfti glímuna og ég fékk lánaða brók frá ekki ómerkari manni en Bjarna Skúlasyni ofurhetju og júdómanni með meiru.
Síðan var hljómsveitaræfing og bjórdrykkja í tilefni ósigranna fyrr um daginn. Fínt djamm, partý hjá vinkonu Sigga og Hauks Classen, síðan Dillon, Sirkus og 22. Magnaður andskoti.
Jæja bið að heilsa í bili.

1 Comments:

Blogger arna said...

sammála með lonely mountain. hún er mjög góð. þarf ekki að spyrja að því með ísfirðingana sko.. ;)

1:24 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home