1984
Allt að verða vitlaust út af höfundarétti og lögregluaðgerðum tengdum því. Margir sem hafa verið að nota DC++ eru að missa sig í paranoiu. Fólk talar um að löggan sé á leiðinni og allir þurfi að skrúfa hörðu diskana sínu úr og koma þeim á öruggan stað. Ok Róum okkur niður. Notendur á DC eru um 5000 á góðum degi, á að fara að segja manni að löggan ætli að busta alla sem eru skráðir þar. Held ekki. Líklegast er að þeir taki þá sem eru að dreifa efni til annarra en ekki þá sem downloada til einkanota. Hver veit? Kannski eru þeir að fylgjast með mér núna? Kannski eru þeir að fylgjast með mér í gegnum skjáinn? Ætti ég að gretta mig framan í skjáinn? Ætli ég verði þá með þeim fyrstu sem verða teknir?
Helviti eru Cardigans góðir, var að downloada(!!!! HA Ha Ha) plötu sem heitir long gone before daylight. Mæli með að tjékka á henni.
Ég skil ekki alveg þessar aðgerðir hjá löggunni. Að mínu viti er þetta er hopeless barrátta. Ef þeir taka DC úr sambandi, þá róast allt niður í nokkra mánuði og síðan byrja bara e-r aðrir. Það er ekkert hægt að stoppa þetta. Og hvar er allur skaðinn? Það er ekki eins og t.d. fikniefnasala með augljósum neikvæðum áhrifum. Kannski eru útgáfufyrirtækin að tapa smá peningum en hverjum er ekki sama um þau...þau eru bara að fá áratuga misnotkun á tónlistarmönnum í bakið. Ok listamenn tapa peningum, en hver vill græða of mikinn pening á tónlist og enda eins og Micheal Jackson. Frekar að njóta þess að fleira fólk er að hlusta á tónlistina og þar af leiðandi fleiri gestir á tónleikum. Ég myndi nú bara vera glaður ef ég væri að gefa út tónlist og allir væru að downloada mínum lögum. Þá er allavega e-r að hlusta. Þetta er djöfulsins peningadjöfullinn að stýra þessum aðgerðum. Niður með löggjafavaldið!
1 Comments:
Heyr heyr
Skrifa ummæli
<< Home