fimmtudagur, október 28, 2004

Here´s Johnny!

Ég held að Austurbæjarskóli hljóti nú að vera með drungalegri byggingum. Ég er oft að vinna frameftir einn í húsinu og þarf kannski að labba frá skrifstofunni sem er niðrí kjallara alla leið upp í ris. Þá er búið að slökkva í öllu húsinu, eina ljósið kemur úr portinu fyrir utan og frá tunglinu. Maður labbar upp stigana og horfir um leið inn á langa gangana. Alltaf þegar ég geri það þá bíð ég eftir að tvíburarnir í Shining birtist allt í einu á hinum endanum - "Óli....Óli....come play with us" með þetta ógeðslega glott á sér og blóðbylgjuna í framhaldinu. Jæks.
Byrjaði í gær með nýjan vefbrowser sem heitir firefox og er bara helvíti fínn. Það er hægt að nálgast hann inn á www.b2.is .
Jæja nú er ég búinn að fá auglýsinguna í hendurnar og fer nú sennilega bráðum að henda henni hérna inn. Jæja ég og tvíburarnir biðjum að heilsa í bili.

1 Comments:

Blogger arna said...

kannast við þetta. á mokka eru margir sem heimsækja mann eftir að jarðnesku gestirinir hafa farið..
oft ekki gaman :/

12:11 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home