Ég held að ég sé búinn að finna helvíti á jörðu. Það er í laugardalslauginni, nánar tiltekið í gufunni þar. Ég sat þar áðan og reyndi að láta fara vel um mig. En það er erfitt þar sem maður getur ekki andað. Málið er líka að því lengur sem þú situr þarna, því erfiðara er að labba út. Maður brennir sig í hverju skrefi á leiðinni að dyrunum og að sjálfsögðu sest maður alltaf innst. Ég held að ég geti ekki ímyndað mér verri pyntingu en að vera læstur þarna inni. En djöfull finnst mér höllin miklu betri sundstaður. Allt miklu minna og notalegra. Þar er líka gufan 10 skref frá klefanum og potturinn 3 skref frá gufunni. Gufan er líka miklu þægilegri þar.
Maður er nú bara næstum því farin að vorkenna Þorgerði Katríni. Greyið hvað hún er e-ð að misstíga sig í þessu ráðherrastarfi. En fall er fararheill.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home