þriðjudagur, október 05, 2004

Dagurinn byrjaði líka svona svaka vel í dag, fór í sund og beint á vigtina....bara 86.5 kg. Þetta er nebblilega allt að koma. Fór svo í vinnuna í dag og fékk mér morgunmat. Þar settist ég hjá manni og byrjaði að spjalla við hann. Í þessum samræðum sem og mörgum öðrum, kom i ljós hvað ég tala óskýrt. Samræðurnar voru svona: Ég " hvað heitir aftur kokkurinn í skólanum ?" Maður " hann heitir Argon" - Ég " er hann veikur í dag?" - Maður " nei, hann er frá Albaníu". Ég nennti ekki að leiðrétta misskilninginn. Síðan í sömu andrá kom inn einn af skrýtna fólkinu sem vinnur með mér og snýtti sér eins hátt of hann gat um leið og ég kyngdi súrmjólkinni!! Ok ég verð aðeins að tala um þetta. Hvað er með fólk sem snýtir sér við matarborðið? What the fuck is that about? Þetta er ógeðslegt. Halló, fólk vill ekki vita neitt um vessa sem koma út úr manni þegar verið er að borða.....eða bara hvar sem er....farðu á fokking klósettið og gerðu þetta þar....Lýðskrum!

Mæli með að horfa myndina A mighty Wind sem er frá sömu súrkálshausunum og gerðu Best in show. Hin frábæri leikari Fred Willard fer þar með smá hlutverk, en stelur senunni þegar hann kemur með hugmyndir um hvernig tónleikahald hljómsveitarinnar ætti að fara fram. Tjékkið á honum hér http://www.imdb.com/name/nm0929609/.


1 Comments:

Blogger arna said...

ohh ég elska best in show. og þessi gaur er einmitt frábær í henni :D

11:33 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home