Ágjöf
Ég þarf nauðsynlega að komast í frí pronto. Ég veit ekkert hvað ég á að gera af mér í þessu fríi, en ég veit bara að ég ÞARF að komast í það. Í vinnunni er þráðurinn svo stuttur að flest börnin kalla mig pirraði kallinn. Senur sem ég lýsi hér á eftir eru dæmi um hvað þessi vinna er að taka á taugarnar. Þannig var að við vorum með 20 börn upp í grafarvogi að klifra í klifurturninum hjá gufunesbæ, sem ég komst upp á báðum hliðum by the way. Við höfðum tekið strætó upp eftir og tókum skiptimiða fyrir allan hópinn. Við ætluðum síðan að fara í sund sem var smá spöl í burtu. Við fórum út á stoppistöð og ég stoppaði leið 14 til að díla við bílstjórann á meðan að barnahópurinn beið úti. Svona fór þetta fram: Ég "Fyrirgefðu, ég var að spá hvort að við gætum notað þennan útrunna skiptimiða til að komast hérna rétt upp götuna í sund". Hann "Má ég sjá, þetta er útrunnið". Ég "já, ég veit". Hann "Þetta rann út fyrir rúmlega klukkutíma". Ég " ég veit, þetta er ekkert mál". Hann " ég veit að þetta er ekkert mál, en það eina sem ég er hissa yfir er að hálffullorðin maður skuli vera að sníkja sér fría ferð með strætó". Eins og þið getið ímyndað ykkur þá fór þetta nett í taugarnar á mér. Ég elska svona fólk, sem brann út þegar Duran Duran átti síðast stóran smell og rígheldur í einu valdastöðuna sem það mun nokkur tímann geta haldið í. En fuck him. Fór síðan út á bát í dag, hann Jónas feita, og lærði þar nýtt orð. Ágjöf. Það er sjórinn sem svettist framan í mann þegar maður er út á sjó. Ég fékk sem sagt nóg af ágjöf í dag.
Slaters sailers.