fimmtudagur, júní 30, 2005

Ágjöf

Ég þarf nauðsynlega að komast í frí pronto. Ég veit ekkert hvað ég á að gera af mér í þessu fríi, en ég veit bara að ég ÞARF að komast í það. Í vinnunni er þráðurinn svo stuttur að flest börnin kalla mig pirraði kallinn. Senur sem ég lýsi hér á eftir eru dæmi um hvað þessi vinna er að taka á taugarnar. Þannig var að við vorum með 20 börn upp í grafarvogi að klifra í klifurturninum hjá gufunesbæ, sem ég komst upp á báðum hliðum by the way. Við höfðum tekið strætó upp eftir og tókum skiptimiða fyrir allan hópinn. Við ætluðum síðan að fara í sund sem var smá spöl í burtu. Við fórum út á stoppistöð og ég stoppaði leið 14 til að díla við bílstjórann á meðan að barnahópurinn beið úti. Svona fór þetta fram: Ég "Fyrirgefðu, ég var að spá hvort að við gætum notað þennan útrunna skiptimiða til að komast hérna rétt upp götuna í sund". Hann "Má ég sjá, þetta er útrunnið". Ég "já, ég veit". Hann "Þetta rann út fyrir rúmlega klukkutíma". Ég " ég veit, þetta er ekkert mál". Hann " ég veit að þetta er ekkert mál, en það eina sem ég er hissa yfir er að hálffullorðin maður skuli vera að sníkja sér fría ferð með strætó". Eins og þið getið ímyndað ykkur þá fór þetta nett í taugarnar á mér. Ég elska svona fólk, sem brann út þegar Duran Duran átti síðast stóran smell og rígheldur í einu valdastöðuna sem það mun nokkur tímann geta haldið í. En fuck him. Fór síðan út á bát í dag, hann Jónas feita, og lærði þar nýtt orð. Ágjöf. Það er sjórinn sem svettist framan í mann þegar maður er út á sjó. Ég fékk sem sagt nóg af ágjöf í dag.
Slaters sailers.

þriðjudagur, júní 28, 2005

Valur 3 - 0 KR he he he

Vaknaði af værum blundi áðan þegar kona hringdi og bað um að fá að skoða íbúðina. Íbúðin hefur verið á sölu svo lengi án þess að nokkur hafi komið að skoða að ég var alveg hættur að spá í þetta. Ég fór aðeins að líta í kringum mig og áttaði mig á því að ég þarf alveg að gera heilan helling áður en nokkur heilvita maður vill kaupa hana. Það verður án efa skrýtið að flytja af Njálsgötunni, maður á svo margar góðar minningar tengdar þessari íbúð. En maður getur nú ekki farið að bjóða loðna upp á þessi húsakynni. Silfurskottur og rottur í öðru hverju horni. En nóg um það. Djöfull fannst mér Bubbi, með sinn stóra kjaft og egó, klúðra þessari umræðu um vinnuaðferðir blaðamanna á stöð 2 í gær. Hann hafði alla mína samúð þangað til að kom að þessu viðtali. Þurfti hann endilega að byrja á þessu skítkasti. Að kalla þá drulludela og skíthæla. Þá um leið var umræðan kominn á það level sem þessir blaðamenn þekkja og þar eru þeir á heimavelli. Eiríkur Jóns gat strax farið að leika hneykslaða fórnarlambið. Maður veit náttúrulega ekkert hverjum maður á að trúa í þessu máli, honum eða þessari konu úr garðabænum. Hann segist vera með allt á teipi. Hver veit? Mig langar að óska Valsmönnum til hamingju með glæstan sigur á KR í gær. Alltaf ljúft að sjá þá tapa stórt. Það er ekki hægt að segja að þróttarar hafi verið að standa sig jafn vel og Valur í gær....hmmmmmm. Jæja nú virðist Örn að vera að koma heim í lok júlí eða byrjun ágúst. Græt það ekki nei ég græt það ekki. Verst að maður getur ekki verið í fríi á þessum tíma. Still gonna be fucking great.

sunnudagur, júní 26, 2005

Búmerang

Tók djamm báða dagana og er heilsan eftir því í dag. Þetta var helgi hinna miklu glappaskota og bömmerinn í botni. Bömmer sem fer seint eða aldrei. Maður verður víst að lifa með ákvörðunum sínum og sætta sig við það sem er búið og gert. Enn og aftur syng ég hástöfum " i wish that i could turn back the time". Hitti Arnór júdókappa á röltinu í bænum áðan og við fórum og fengum okkur spjall og átu. Skrýtið þegar maður hittir fólk sem er í alveg sömu stöðu og ég og þar af leiðandi er eins og við getum talað endalaust vegna þess að allt er svo svipað. Þegar ég hitti hann á djamminu á föstudaginn og spurði hann hvort að hann væri hress þá sagði hann nei. Vegna þess að í hans augum er hressleiki Hemmi Gunn á Tælandi umvafinn litlum drengjum....Alveg geðveikt HRESS. Fínt svar og speki. Ég er ekki alveg að ná því hvað tíminn líður hratt, mér finnst stundum eins og sumarið sé að verða búið áður en það byrjaði. Ég meina það er næstum kominn júlí! Kominn upp hugmynd um að bruna á hornstrandir að keppa í fótbolta næstu helgi, verð aðeins að hugsa málið. Gæti verið stemmari. Ætla að kaupa mér kjúlla í matinn og borða hann með höndunum.
Slaters Winos.

föstudagur, júní 24, 2005

Pjúff hvað þetta er búinn að vera rosalegur dagur. Fór með barnahóp upp í öskjuhlíð sem var snilld. Búinn að gleyma hvað hlíðin sú hefur upp á margt spennandi að bjóða. Sé fyrir mér að ég og loðni eigum eftir að eyða ófáum góðviðrisdögum þar. Verð samt að segja frá því hvað þessar vegaframkvæmdir hneyksluðu mig áðan. Var að halda heim úr hlíðinni með krökkunum og við löbbuðum yfir nýju brúnna og ætluðum að fara yfir hringbrautina hjá Landspítalanum. Á þessum kafla frá krossgötunum við Snorrabraut og alveg að hljómskálagarðinum eru engin umferðarljós eða gangbraut. Þannig að ég þurfti að gjöra svo vel að brjóta lögin og missa nokkur stig hjá umferðarráði með því hlaupa með börnin yfir eina mestu umferðargötu bæjarins. Eftir þessa ferð er ég með fasta áhyggjuhrukku í andlitinu. Ótrúlegt hvað það fer margt í gegnum hausinn á manni þegar að maður er að passa börn í svona aðstæðum. Shhís ef e-ð myndi nú koma fyrir. Það er ekki eins og þetta sé e-ð lítið sem maður á að gæta. Ég get ekki ímyndað mér hvernig það er að þurfa að segja foreldri frá því að barn hafi slasast í minni umsjá. Úff, ég vona að ég verði ekki í þeirra aðstöðu. Ég er svo búinn að vera með mygluna í allan dag og heldur áfram eftir því sem líður á daginn. Mér líður eins og róna sem svaf undir tré í nótt og drakk spýra í morgunmat. Best að henda sér í sturtu til að vakna nú aðeins fyrir kvöldið. Er með lítinn púka í pössun í dag og á morgun. Gaman að æfa sig á honum fyrir foreldrahlutverkið, nema hvað að þessi er dáldið loðnari en flest börn.

fimmtudagur, júní 23, 2005

Grænu augun þín

Á reglulegum tímapunktum í mínu lífi hef ég tekið ástfóstri við ákveðna tónlistarmenn. Ég er að tala um að gleypa allt sem þeir hafa gert og kynna mér allt um þá. Ég held að þetta sé ákveðin leið hjá mér til að komast yfir erfiðleikatímabil. Ég hlusta mikið á tónlist og hún er mitt líf og yndi, en ég er ekki alltaf jafn móttækilegur fyrir henni. Á stundum sem þessum er ég sérstaklega móttækilegur og því gaman gaman að kynnast e-u nýju. Ég man þegar ég bjó í Denmark árið 1999 þá uppgvötaði ég Jeff Buckley og mér fannst eins og hann væri að semja bara fyrir mig, því allt passaði svo vel. Núna er það sama upp á teningnum með Coldplay. Ég hef alltaf haft dálæti af þeim, en aldrei gleypt þá í mig. Það skemmtilegasta við að gera það er að finna gimsteina sem leynast inn á milli og náðu ekki sömu spilun og útvarpsvænu lögin. Hjá Buckley var það Satisfied mind, Forget her og I woke up in a strange place. Um daginn fann ég svo algjöran gimstein með Coldplay sem heitir Green eyes. Uppbyggingin á laginu er eins og á svona frekar miðlungslagi en í millikaflanum fer allt á flug og ég blotna á stöðum sem ég get ekki skrifað um hér. Ætli það sé ekki samnefnari fyrir frábæra tónlist að fólk hlustar á lögin og finni e-a samkennd með þeim. Hvort sem það sé í textanum eða í fögru tónaflóðinu. Ég geri alls ekki nóg af því kynnast nýrri tónlist og tek því þessu tímabili fagnandi. Í nótt ræðst það síðan hvort að mínir menn í Pistons nái að snúa á söguna og klára San Antonio. Ætli það verði ekki andvaka í nótt til að verða vitni að þessum sögulega viðburði. Á eftir á svo að vera fótbolti en flestir eru e-ð latir. Vonum bara að e-r góðhjartaður vilji lána mér bílinn sinn.

miðvikudagur, júní 22, 2005

Hornby

Fyrir mörgum árum kolféll ég fyrir tveimur rithöfundum. Þeir heita Douglas Coupland og Nick Hornby. Ég hef ekkert lesið eftir hvorugan í lengri tíma og er enn í sárum eftir að hafa lánað gömlum vinnufélaga mínum allar bækur sem ég átti eftir þessa höfunda og aldrei fengið aftur. Ég sakna þess sérstaklega að lesa Hornby, sem gaf út til að mynda About a Boy og High fidelity, myndir gerðar eftir báðum bókum, báðar ágætar og sérstaklega About a Boy. Mér fannst mikil mistök að láta H.F. ekki gerast á Englandi með mann eins og Colin Firth í aðalhlutverki. Hann hefði verið fullkominn, en John Cusack er náttúrulega goðsögn og slapp vel frá þessu. Í blaðinu í dag er verið að tala um nýja bók frá Hornby sem er víst að gera allt vitlaust og er það fimmta bók hans. Sem þýðir að ég á eftir að lesa tvær bækur eftir hann. Synd og skömm1. Sem minnir mig líka á og ég verð að viðurkenna aumingjahátt minn í þessu máli, að ég á eftir að lesa allar Harry potter bækurnar : ( og á eftir að sjá allar myndirnar. Synd og skömm2. Ég las umföllun Bigga maus um Coldplay diskinn í dag. Mér finnst hann ekki beint vera upp á marga fiska sem gagnrýnandi hann B. m. Ég man þegar ég las einu sinni gagnrýni hans um 12 memories eftir Travis þar sem hann sagði að það væri alveg nýtt að heyra Fran Healy söngvara Travis væla í textum sínum! What? hefur hann ekkert hlustað á Travis? Why does it always rain on me? og Luv. Hello! En allavega þá get ég svo innilega ekki verið sammála honum um þennan Coldplay disk. Ok þó að þeir séu kannski ekki að taka e-ð huge stökk sem hljómsveit og hafa ekki þróað tónlistarstefnu sína eins og þeir vildu sjálfir þá skiptir það ekki máli. Þetta er mjög góð plata og ekkert í líkingu við Phil Collins!! Give me a break. Reyndu nú bara að læra að syngja áður en þú ferð að tjá þig um tónlist, þarna poster boy bóhem íslendinga. Og að þetta væri ný tegund af lyftutónlist, djöfulsins bull, ok það er hægt að skilja það á marga vegu, en ég fílaði þetta comment ekki (svona á þetta víst að vera). Þessi dómur lyktar eins og útferð fyrir mér, stinky and loaded with danger.
Slaters Johnson.

þriðjudagur, júní 21, 2005

Þungskýjað

Það er stundum eins og veðrið hafi áhrif á skapgerðina í mér. Í dag hefur til dæmis verið þungskýjað og kalt. Þar af leiðandi hef ég verið eins og vofa í allan dag. Það er eins og orkutankurinn sé bara tómur. Ég sofnaði næstum því í leshorninu á borgarbókasafninu áðan með krökkunum. Frekar slæmt fordæmi þar á ferð og ekki til eftirbreytni hvað varðar ábyrgð og umsjá með þessum barnahóp. Ekki gáfulegt ef e-ð hefði komið upp á. "Óli, hvar varst þú á meðan barnið datt?", "Ég var bara sofandi út í horni!". Ég og bangsi vorum í gær að reyna að feta okkur í gegnum þennan frumskóg sem eru tryggingarlögin í sambandi við allt fæðingarferlið. Það er ekki eins og það sé verið að auðvelda þetta allt fyrir manni. Af hverju geta þeir ekki bara skrifað þetta á einfaldan hátt en ekki þessari búrókratísku íslensku. Ég skil allavega hvorki upp né niður í þessu öllu. En við klórum okkur í gegnum þetta á endanum. Ég hef nú bara mestar áhyggjur af bakinu á bangsa, ekki sniðugt að þurfa að vera rúmliggjandi síðustu mánuðina. Jæja í kvöld ræðst það síðan hvort að helvítis San Antonio taki dolluna eða mínir menn í Pistons keyri þá í gólfið og pungi út annan leik. Ég veit að sumir myndu gleðjast ansi mikið ef S. A. myndu grísast til að vinna þetta í kvöld. En ef ég þarf að horfa á Robert Horry skora aðra sigurkörfu fyrir utan þriggja þá neyðist ég til að drekka mitt eigið hland. Bara til að losna við ógeðistilfinninguna sem því áhorfi fylgir.
Jæja Slaters hooters and homies.

sunnudagur, júní 19, 2005

Hugljómun

Tvær færslur sama daginn, ég veit, ég á ekkert líf. En ég verð að deila með ykkur hugljómun þeirri sem ég fékk í sundi. Sat í gufu og inn löbbuðu tveir strákar með stinna rassa og tónaðan fígúr. Ég hugsaði með mér, ég sný mér bara alfarið að karlmönnum! Nei það sem í raun gerðist var að þarna voru á ferð spasstískur strákur og fylgdarmaður hans. Og ég hugsaði, ég fer að gera þetta aftur. Ég var einu sinni fyrir langa löngu með hann Gabríel vin minn í stuðning fyrir Rauða krossinn. Ég byrja aftur á e-u svoleiðis. Hvað gerir manni betra en að rétta öðrum hjálparhönd. Spurning að hætta að hugsa stöðugt um eigið rassgat og fara að gefa svolítið af sér. En talandi um eigið rassgat þá náði ég loksins takmarkinu sem ég setti mér í 21. september. Þá ritaði ég svo að ég skyldi verða 85 kg. fyrir lok október. Núna er sem sagt miðjur/miður/júnímið júní (hvernig sem maður segir það og skrifar) og takmarkinu náð. 84.5 kg takk fyrir. Leyndarmálið er Reykingar og svefnkúrinn, sem ég hef verið að þróa og ætla mér að skrifa bók um. Sem sagt þegar löngun kemur í mat þá á maður að kveikja sér í sígarettu og fara beint upp í rúm að sofa. Maður borðar ekki á meðan maður sefur! Ekki sniðugt? Star Wars í kvöld. Löngu tímabært.
Slaters Jocksos.

P.s. verð að bæta aðeins við. Flestir sem þekkja mig vita að ég er einn sá svalasti í bænum. Það sannaðist hérna rétt áðan þegar ég sat og var að surfa um netið í þægilega hægindastólnum mínum. Allt í einu heyrðist hávær smellur og áður en ég vissi lá ég á maganum bak við rúm. Stóllinn minn góði brotnaði sem sagt og ég flaug með honum í afturábak kollhnís og endaði með óráði bak við rúm. SVALUR!!

Mér finnst rigningin góð

Byrjaði þennan fína dag á því að blessa himininn fyrir regnið og gekk í hressandi votviðrinu í vesturbæinn í morgunvöfflur hjá Unu og Þresti. Helvíti fínt að blotna aðeins í morgunsárið. Lenti samt í mjög furðulegu situation áðan. Ég get nefnilega ekki spilað Coldplay lögin í mp3 spilaranum og þurfti því að ná í lögin á öðru formi til að hlusta á þau í morgungöngunni. Ég gerði það og setti Talk og A message inn. Þegar ég hlustaði síðan á Talk þá var það nánast sama lagið nema í öðruvísi útgáfu. Hvað er málið, voru þeir að gefa út tvær útgáfur af sama laginu? Nánast sami texti og sama grípandi gítarstef en lagið allt öðruvísi sett upp! Ég er alveg baffled. Fór í gær með Unnsa á Batman. Fín mynd en þreyta og hitastækja í bíóinu gerði mér ekki kleift að njóta myndarinnar. Síðan fór þetta náttúrulega út í e-a hetjuvitleysu í endann. En fín mynd samt.
Og ég vill nú ekki gleyma því að óska öllum konum nær og fjær til hamingju með daginn. Njótið vel.

laugardagur, júní 18, 2005

Tók rólegheitardjamm í gær. Endaði á Sveittó eða Hressó eða hvað sem þetta heitir. Thompson fór á kostum með skófludansinn sem lifir lengi. Ég held ég sé búinn að komast að því að ég kunni ekki að vera í fríi. Getur verið að maður sé vinnualki. Ég nenni ekki að hanga heima hjá mér eða vera í fríi að gera ekki neitt. Veröldin væri önnur ef maður ætti bíl sjáðu til. Kannski að ég kaupi mér þríhjól og fari hringinn um landið í sumarfríinu mínu. Ég, þríhjólið og þjóðvegur 1. Ekki slæm hugmynd. Hvet alla til að hlusta á lagið Talk af X og Y. Tær snibbilíus. Einnig lagið A Message sem Chris Martin var sennilega að semja sérstaklega fyrir mig. Ég hlýt að vera versti nágranni íslandssögunnar. Greyið Fríða á efri hæðinni vinnur í garðinum á hverjum degi að mála veggi og slá gras og eina sem ég áorka er að sitja á nærbuxunum í tölvunni og kinka til hennar kolli. "Æ þú gleymdir bletta þarna til vinstri".

föstudagur, júní 17, 2005

Ef það er e-ð sem getur skotið mann í kaf þá eru það dagar sem þessir. Pjúff sjaldan gert önnur eins mistök og að labba niður í bæ í góðviðrinu. Syng hástöfum þessa stundina "I wish that i could turn back the time". Á svona dögum virðist valið standa á milli þess að hanga í tölvunni eða labba í sjóinn og fá sér sundsprett út í óendanleikann. Og svo er alveg til það sem heitir of mikil sól, stundum vildi ég að það væri hávetur með kulda og myrkri. Einhvernveginn finnst mér það stundum notalegra. Ég myndi borga allt sem ég á þessa stundina fyrir að fá Örn heim aftur. En anyways gleðilegan þjóðhátíðardag og vonandi hafa allir skemmt sér vel.

fimmtudagur, júní 16, 2005

Smellti mér í fyrrakvöld á Mr. and Mrs. Smith. Ágætis flikka sem byrjar vel en endar eiginlega í e-u kjaftæði. Að sjálfsögðu eru þau svo ómyndarleg saman að það var erfitt að horfa á skjáinn án þess að gubba. En hverjum er ekki sama, barnið mitt verður miklu sætari en þau bæði. Gaman að sjá að Detroit eru að koma til og unnu einn leik á móti San antonio. Spurning hvort að það verði ekki andvökunótt í nótt þegar leikur 4 verður háður. Í dag var það svo önnur mæðraskoðun. Allt á góðri leið fyrir utan að baunamamma á ekki sjö dagana sæla hvað varðar fæðingartengd óþægindi. Ég reyni að senda henni regluleg baráttuhugskeyti. Heyrðum hjartsláttinn í loðna sem hljómaði undurfagur. Nú standa málin þannig að með hverjum deginum er þetta að verða raunverulegra og raunverulegra. Ég held að ég sé í raun ekkert búinn að átta mig almennilega á þessu öllu saman. Þetta hellist örugglega yfir mann þegar ég fer að fá öll tæki og tól sem fylgir þessu inn á heimilið. Rúm, barnastóla, föt, skiptiborð o.s.frv. Maður verður að setja sig í gírinn fyrir þetta allt saman. Babyproofa íbúðina og losa sig við allt klámið. Að lokum hef ég svo mikið verið að velta fyrir mér eðli kvenna og leyndardómum þeirra. Topp 5 atriði sem ég mun seint skilja í fari kvenna (þetta eru aðeins pælingar, endilega leiðréttið ef þetta er vitleysa):

  • Flestar konur segjast vilja traustan og góðan mann, en að partur af þeim vill vonda gaurinn sem aldrei er hægt að treysta á og kemur fram við þær eins og skít?
  • Konur hata að vera mismunað eftir kyni, sbr. að segja að konan eigi heima í eldhúsinu. Samt sem áður treysta fæstar konur karlmönnum fyrir heimilisþrifum?
  • Mörgum konum finnst Sex and the city vera þáttur sem lýsir raunverulegum aðstæðum og gefur góð ráð þegar kemur að samskiptum við hitt kynið??? (What the hell is that about, svipað og karlmenn horfðu á King of queens í sama tilgangi).
  • Lets face it. Flestar konur stjórna samböndunum sínum og ganga mjög langt til að halda því þannig?
  • Síðast en ekki síst og ég vona að með árunum muni ég læra að þetta sé ekki satt, en sá grunur hefur læðst að mér í gegnum tíðina að mjög mjög margar konur heillist aðallega af peningum og enn þá meiri peningum.
    Slaters Ladys and Gents.

þriðjudagur, júní 14, 2005

Hringir

Ef lífið fer í hringi eins og sumir vilja meina, þá hefur einn stór hringur lokast um þessar mundir. Ég hugsa bara um orð Birgittu "stórir hringir og hjartað hamast". Ákveðin léttir það. Einhvertímann verður maður að get it together og hvað er betri tími en núna. Sólin á lofti og bjartsýnin skín úr hverju andliti. Það er ekki annað hægt en að hætta öllu kjaftæði og njóta þess að vera til. Er að hlusta á nýjasta Coldplay sem hljómar nú barasta alveg smart.

Ég gleymdi alveg að gera áramótaheit en þar sem það er mittár bráðum þá ætla ég að gera mittársheit. Ég enda þetta á mittársheitunum mínum. Það sem eftir lifir af þessu ári ætla ég að:

  • Eignast mitt fyrsta barn, sem verður glæsileg/ur prins/essa með rauða eldspúandi lokka, skrýtnar tær, mjög kaldhæðin húmor, rokkgítarhetja eða atvinnumaður í knattspyrnu (óákveðið), gullfallegt útlit, latur en áræðin námsmaður, djúsari sem kannski eða kannski ekki er með strípihneigð, listrænn með eindæmum og síðast en ekki síst loðinn (bara ef það kemur frá mér).
  • Kaupa mér nýja íbúð. Undirbúa heimili mitt fyrir komu loðboltans með því að kaupa stærri og betri íbúð með auka barnaherbergi/tómstundaherbergi, æ nei auðvitað, stofan verður tómstundaherbergið.
  • Kaupa mér bíl. Helst einhvern öruggan og umhverfisvænan fjölskyldubíl fyrir helgarpabbarúntinn um götur bæjarins.
  • Fara til tannlæknis. Maður kann aldrei nógu vel að meta það að hafa komið í heiminn með fínt eintak af tanngarði. Ét sælgæti endalaust og fer til tannsa þegar að hártíska hefur farið í heilan hring (lesist 10 ára fresti).
  • Taka fleiri myndir. Alltaf gaman að eiga myndir af öllum sem maður þekkir því maður veit aldrei hvenær þeir hætta að tala við mann eða deyja (djók, þið vitið hvað ég meina).
  • Taka sjálfan mig í gegn hvað varðar mína STÆRSTU galla í geiminum. Þeir eru til umræðu í dægurlögunum Jealous guy, If you leave me now og síðast en ekki síst Litlir sætir strákar.
  • Elda meira heima. Það þýðir náttúrulega ekkert að kaupa bara pizzur og 10 11 salat handa loðna. Maður verður að læra að framreiða fisk og kartöflur, hamsatólg, kjötbollur, hafragraut og heimabakaða snúða.
  • Gefa út disk með eigin lögum.
  • Gefa öllum sem ég þekki diskinn í jólagjöf.
  • Koma með diskinn í öll boð og setja hann óumbeðinn í spilarann.
  • Taka gítarinn með í öll boð og spila unplugged útgáfur af lögunum þegar diskurinn er búinn.
  • Eiga ekki samleið með þeim sem gera eftirfarandi: geta ekki viðurkennt að O.C. séu geðveikir þættir, segja hetjusögur af sjálfum sér, nota aðrar manneskjur eins og þeim hentar, hlusta ekki á diskinn, eru tækifærissinnar, segja e-ð ljótt um barnið mitt eða gera e-ð á hlut þess (þetta á náttúrulega við alla tíð), eru falskir (alveg versti ókostur hverrar manneskju), segja e-ð ljótt um diskinn (á einnig við um alla tíð) og lokum öllum svertingjum (þeir eru nú meiri fíflin, kunna ekki að keyra - alveg eins og konur).

Jæja klukkan er núna 2 og ég er kominn officially með da ruglan. Slaters fatsos.

sunnudagur, júní 12, 2005

Banaði næstum því manni í gær í fyrsta sinn á ævinni. Var að keyra á hringbrautinni fram hjá landspítalanum og var með annan bíl hægra megin við mig. Síðan þegar við nálguðumst gangbrautina þá birtist allt í einu maður á gangi yfir götuna sem gleymt hafði að ýta á takkann. Ég sýndi snör viðbrögð og nelgdi niður með lífs og sálarkröftum. Þessi ólukkulega maður leit ekki einu sinni til hliðar og var greinilega ekki mikið að velta fyrir sér hversu nálægt því hann var að hverfa yfir móðuna miklu. Allt í lagi að vera í eigin heimi, en come on. Ég keyrði með hjartað í buxunum eftir þetta. Hver veit hvað hefði gerst ef það hefði verið kona í bílstjórasætinu, ég vona að ólukkumaðurinn þakki fyrir það. Ég ætla að enda þetta á topp fimm verstu hlutum sem hægt er að gera á sunnudegi.

  1. Fara í veislur. Ég hata veislur, fermingar, hátíðarafmæli, svona týpískar chit chat kökuveislur þar sem allar samræður byrja á " Bíddu hvað ert þú að gera núna, ertu í námi eða?"
  2. Læra. Mér finnst bara ágætt að ég þekki sjálfan mig það vel að ég veit að ég mun aldrei verða master eða doktor í neinu. Ég hef ekki aga til að læra, ég er trúi varla að ég muni ná einhverskonar gráðu í Khí svona miðað við hvað ég legg í þetta. Letiblóð.
  3. Fara í Kringluna eða Smáralind. Þetta á reyndar aðeins meira við laugardaga. Hápunktur vikunnar hjá sumum en hægur dauðdagi hjá mér.
  4. Hanga inni og gera ekkert. Hvað er leiðinlegra en að sóa deginum fyrir framan tölvuna eða stevie the tv. Hérna á ég sérsktaklega við sumrin. Þessa dagana væri ég stundum til í að selja mig gömlu konunum í Sóltúninu til að eiga fyrir bíl og geta keyrt e-ð út úr borginni um helgar.
  5. Taka til. Og þá sérstaklega eftir partý. Shit hvað það er leiðinlegt. Bjórslettur út um allar trissur. Alltaf e-ð brotið og ónýtt. En það eina jákvæða er að maður getur æft sig í uppvaskinu þar sem ég hef meðfæddan hæfileika í því.

Jæja, Slaters Babys

laugardagur, júní 11, 2005

Sumarfjör

Hélt sumarfjörspartý nr. 1 í gær og mætti það mikilli gleði og ofdrykkju þeirra sem mættu. Það var nóg um að vera og hlutirnir skeggræddir til hins ýtrasta. Nýja hetjan mín hann Siggi ívar fræddi mig allt um það hvernig er að vera einstæður faðir. Ég er víst búinn að lofa mér í félag ábyrgra feðra, sem hetjan er í forsvari fyrir. Gullmoli kvöldsins var " Sama hvað gerist og sama hvað allt verður fucked up þá strokast það allt út þegar maður lítur á barnið í fyrsta sinn." Ég get ekki annað en fundið til mikillar huggunar í þessum orðum og get ekki beðið eftir örlagadeginum mikla þegar að __________ kemur í heiminn. Annað sem bar á góma var hin sívinsæla umræða um pungaplokk og snyrtimennsku karlmanna. Búinn að skella inn myndum frá festen. Í dag tók ég æfingu í helgarpabbanum með litla besta bróðir. Ég held að það sé ekki vanþörf á að taka svona æfingar af og til. Spurningaflóðið var nánast yfirgnæfandi mikið og fýluköstin nokkur. Eitt kastið varði í klukkutíma vegna þess að hann fékk ekki leikfangið sem hann vildi úr barnaboxinu á McDonalds. Þurfti að burðast með hann á öxlinni grátandi um alla Kringluna, það var starað illum augum.

þriðjudagur, júní 07, 2005

Sit með mygluna nýkominn heim eftir að fyrsti dagurinn á sumarnámskeiðinu hófst í dag. Þurfti að staulast á lappir klukkan 7 í morgun. "I have to drag my ass upp at 6 every morning. Yea i am doing the drive in down at the new Mcdonalds". Klassísk setning fyrir suma, fyrir aðra - ekkert. Sá Contender í gær. Jafnvel að maður sé orðinn hooked frá fyrsta þætti. Sly og Sugar Ray að gera góða hluti. Ég get ekki skrifað meir vegna heiladauða. Slaters.

sunnudagur, júní 05, 2005

Gerði heiðarlega tilraun til sukklífernis í gær, en vegna þreytu og sljóleika ákvað ég að kutta dæmið short og fara snemma heim. Fór í hið fínasta partý til Hauks og eru myndir þaðan komnar inn. Ég henti líka inn fyrstu myndunum í myndaseríunni um meðgönguna, baunamömmu til mikillar gleði. Hún hefur formlega beðið mig um að ljósmynda allt ferlið í smáatriðum. Ég er að hugsa um að redda mér videocameru til að stilla upp í fæðingunni til að ná öllum herlegheitunum eða bara að gera litla heimildarmynd þar sem ég tek upp allt sem gerist mánuðina fyrir fæðinguna. Ég tel mig vita að það er það sem baunamamma vill. Maður verður að standa sig þegar manni er falið verkefni af þessu tagi. En best að fara að gera e-ð af viti og ég vil nota tækifærið og óska öllum sjómönnum nær og fjær til hamingju með daginn.
Slaters.

laugardagur, júní 04, 2005

Er búinn að vera að vinna í allan dag við afmælishátíð Austurbæjarskóla. Lítið steiktur í framan eftir daginn og ekki bætti úr skák að ég þurfti að bíða eftir að vörubílstjóri kæmi og tæki öll tækin sem urðu eftir. Ég sat þarna og beið eftir honum með tæknimanni frá borginni sem var málhaltur mjög og umræðusvið hans náði eingöngu yfir snúrur. Hann talaði og talaði þó að enginn væri að hlusta um hvernig ætti að rúlla upp snúrum og hvernig ætti að meðhöndla bassab0x. " Það..það verður að að beygja sig a a a vel í í hnjánum þegar að a a maður heldur heldur á....... Eins og þið getið ímyndað ykkur þá var þetta algört blast. Eina sem ég hugsaði um var heit sturta og kaldur bjór. Núna er maður kominn heim og þá er ekki eftir neinu að bíða.

miðvikudagur, júní 01, 2005

Nú fer þessum vetri senn að ljúka og sólin komin með blóm í haga. Í næstu viku hefjast síðan sumarnámskeið sem ég á að sjá um. Best að setja sig í startholurnar fyrir það sem fyrst. Annars er voða lítið að frétta, hef gert lítið annað en að sitja á rassinum og borða ís. Ég auglýsi hér með eftir fólki sem vill koma að skoða íbúðina mína, það hefur ENGINN komið að skoða! En mér liggur svo sem ekkert á. Jæja bið að heilsa í bili, Slaters.