sunnudagur, júní 12, 2005

Banaði næstum því manni í gær í fyrsta sinn á ævinni. Var að keyra á hringbrautinni fram hjá landspítalanum og var með annan bíl hægra megin við mig. Síðan þegar við nálguðumst gangbrautina þá birtist allt í einu maður á gangi yfir götuna sem gleymt hafði að ýta á takkann. Ég sýndi snör viðbrögð og nelgdi niður með lífs og sálarkröftum. Þessi ólukkulega maður leit ekki einu sinni til hliðar og var greinilega ekki mikið að velta fyrir sér hversu nálægt því hann var að hverfa yfir móðuna miklu. Allt í lagi að vera í eigin heimi, en come on. Ég keyrði með hjartað í buxunum eftir þetta. Hver veit hvað hefði gerst ef það hefði verið kona í bílstjórasætinu, ég vona að ólukkumaðurinn þakki fyrir það. Ég ætla að enda þetta á topp fimm verstu hlutum sem hægt er að gera á sunnudegi.

  1. Fara í veislur. Ég hata veislur, fermingar, hátíðarafmæli, svona týpískar chit chat kökuveislur þar sem allar samræður byrja á " Bíddu hvað ert þú að gera núna, ertu í námi eða?"
  2. Læra. Mér finnst bara ágætt að ég þekki sjálfan mig það vel að ég veit að ég mun aldrei verða master eða doktor í neinu. Ég hef ekki aga til að læra, ég er trúi varla að ég muni ná einhverskonar gráðu í Khí svona miðað við hvað ég legg í þetta. Letiblóð.
  3. Fara í Kringluna eða Smáralind. Þetta á reyndar aðeins meira við laugardaga. Hápunktur vikunnar hjá sumum en hægur dauðdagi hjá mér.
  4. Hanga inni og gera ekkert. Hvað er leiðinlegra en að sóa deginum fyrir framan tölvuna eða stevie the tv. Hérna á ég sérsktaklega við sumrin. Þessa dagana væri ég stundum til í að selja mig gömlu konunum í Sóltúninu til að eiga fyrir bíl og geta keyrt e-ð út úr borginni um helgar.
  5. Taka til. Og þá sérstaklega eftir partý. Shit hvað það er leiðinlegt. Bjórslettur út um allar trissur. Alltaf e-ð brotið og ónýtt. En það eina jákvæða er að maður getur æft sig í uppvaskinu þar sem ég hef meðfæddan hæfileika í því.

Jæja, Slaters Babys

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

"Hver veit hvað hefði gerst ef það hefði verið kona í bílstjórasætinu"

hvað í ósköpunum áttu við með þessu ólafur brynjar?

6:07 e.h.  
Blogger Óli said...

Hvað? Ertu að segja að konur séu góðir bílstjórar upp til hópa? LOL. Ég skal viðurkenna að konur eru góðar að elda og að vaska upp, en það er augljóst að karlmenn eiga bílstjórasætið.

7:46 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

karlrembakarlrembakarlremba!!!
góðar að vaska upp! hnuss..
hvernig er það svona augljóst að þeir eiga bílstjórasætið? staðreyndin er sú að það er í lang-langflestum tilfellum karlmenn sem valda slysum í umferðinni.

8:00 e.h.  
Blogger Óli said...

Já það er vegna þess að í lang lang flestum tilvikum keyrir karlinn. Og svo eru 17 - 24 ára strákar náttúrulega flestir geðveikir.

8:08 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home