Sumarfjör
Hélt sumarfjörspartý nr. 1 í gær og mætti það mikilli gleði og ofdrykkju þeirra sem mættu. Það var nóg um að vera og hlutirnir skeggræddir til hins ýtrasta. Nýja hetjan mín hann Siggi ívar fræddi mig allt um það hvernig er að vera einstæður faðir. Ég er víst búinn að lofa mér í félag ábyrgra feðra, sem hetjan er í forsvari fyrir. Gullmoli kvöldsins var " Sama hvað gerist og sama hvað allt verður fucked up þá strokast það allt út þegar maður lítur á barnið í fyrsta sinn." Ég get ekki annað en fundið til mikillar huggunar í þessum orðum og get ekki beðið eftir örlagadeginum mikla þegar að __________ kemur í heiminn. Annað sem bar á góma var hin sívinsæla umræða um pungaplokk og snyrtimennsku karlmanna. Búinn að skella inn myndum frá festen. Í dag tók ég æfingu í helgarpabbanum með litla besta bróðir. Ég held að það sé ekki vanþörf á að taka svona æfingar af og til. Spurningaflóðið var nánast yfirgnæfandi mikið og fýluköstin nokkur. Eitt kastið varði í klukkutíma vegna þess að hann fékk ekki leikfangið sem hann vildi úr barnaboxinu á McDonalds. Þurfti að burðast með hann á öxlinni grátandi um alla Kringluna, það var starað illum augum.
3 Comments:
mun betra...
munbetra
L
Ég skil þetta bara ekki ?!?!?! Öll þessi partý og mér aldrei boðið :-(
María ;-)
Skrifa ummæli
<< Home