Pjúff hvað þetta er búinn að vera rosalegur dagur. Fór með barnahóp upp í öskjuhlíð sem var snilld. Búinn að gleyma hvað hlíðin sú hefur upp á margt spennandi að bjóða. Sé fyrir mér að ég og loðni eigum eftir að eyða ófáum góðviðrisdögum þar. Verð samt að segja frá því hvað þessar vegaframkvæmdir hneyksluðu mig áðan. Var að halda heim úr hlíðinni með krökkunum og við löbbuðum yfir nýju brúnna og ætluðum að fara yfir hringbrautina hjá Landspítalanum. Á þessum kafla frá krossgötunum við Snorrabraut og alveg að hljómskálagarðinum eru engin umferðarljós eða gangbraut. Þannig að ég þurfti að gjöra svo vel að brjóta lögin og missa nokkur stig hjá umferðarráði með því hlaupa með börnin yfir eina mestu umferðargötu bæjarins. Eftir þessa ferð er ég með fasta áhyggjuhrukku í andlitinu. Ótrúlegt hvað það fer margt í gegnum hausinn á manni þegar að maður er að passa börn í svona aðstæðum. Shhís ef e-ð myndi nú koma fyrir. Það er ekki eins og þetta sé e-ð lítið sem maður á að gæta. Ég get ekki ímyndað mér hvernig það er að þurfa að segja foreldri frá því að barn hafi slasast í minni umsjá. Úff, ég vona að ég verði ekki í þeirra aðstöðu. Ég er svo búinn að vera með mygluna í allan dag og heldur áfram eftir því sem líður á daginn. Mér líður eins og róna sem svaf undir tré í nótt og drakk spýra í morgunmat. Best að henda sér í sturtu til að vakna nú aðeins fyrir kvöldið. Er með lítinn púka í pössun í dag og á morgun. Gaman að æfa sig á honum fyrir foreldrahlutverkið, nema hvað að þessi er dáldið loðnari en flest börn.
Bólafur Bloggar
Fjölskyldan, börnin, konan og allt þar fyrir utan.
Myndir
Frabaera folkid
Stubbarnir
Nauðsynjar
My Space
Click Here
Previous Posts
föstudagur, júní 24, 2005
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home