þriðjudagur, júní 28, 2005

Valur 3 - 0 KR he he he

Vaknaði af værum blundi áðan þegar kona hringdi og bað um að fá að skoða íbúðina. Íbúðin hefur verið á sölu svo lengi án þess að nokkur hafi komið að skoða að ég var alveg hættur að spá í þetta. Ég fór aðeins að líta í kringum mig og áttaði mig á því að ég þarf alveg að gera heilan helling áður en nokkur heilvita maður vill kaupa hana. Það verður án efa skrýtið að flytja af Njálsgötunni, maður á svo margar góðar minningar tengdar þessari íbúð. En maður getur nú ekki farið að bjóða loðna upp á þessi húsakynni. Silfurskottur og rottur í öðru hverju horni. En nóg um það. Djöfull fannst mér Bubbi, með sinn stóra kjaft og egó, klúðra þessari umræðu um vinnuaðferðir blaðamanna á stöð 2 í gær. Hann hafði alla mína samúð þangað til að kom að þessu viðtali. Þurfti hann endilega að byrja á þessu skítkasti. Að kalla þá drulludela og skíthæla. Þá um leið var umræðan kominn á það level sem þessir blaðamenn þekkja og þar eru þeir á heimavelli. Eiríkur Jóns gat strax farið að leika hneykslaða fórnarlambið. Maður veit náttúrulega ekkert hverjum maður á að trúa í þessu máli, honum eða þessari konu úr garðabænum. Hann segist vera með allt á teipi. Hver veit? Mig langar að óska Valsmönnum til hamingju með glæstan sigur á KR í gær. Alltaf ljúft að sjá þá tapa stórt. Það er ekki hægt að segja að þróttarar hafi verið að standa sig jafn vel og Valur í gær....hmmmmmm. Jæja nú virðist Örn að vera að koma heim í lok júlí eða byrjun ágúst. Græt það ekki nei ég græt það ekki. Verst að maður getur ekki verið í fríi á þessum tíma. Still gonna be fucking great.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home