sunnudagur, júní 19, 2005

Mér finnst rigningin góð

Byrjaði þennan fína dag á því að blessa himininn fyrir regnið og gekk í hressandi votviðrinu í vesturbæinn í morgunvöfflur hjá Unu og Þresti. Helvíti fínt að blotna aðeins í morgunsárið. Lenti samt í mjög furðulegu situation áðan. Ég get nefnilega ekki spilað Coldplay lögin í mp3 spilaranum og þurfti því að ná í lögin á öðru formi til að hlusta á þau í morgungöngunni. Ég gerði það og setti Talk og A message inn. Þegar ég hlustaði síðan á Talk þá var það nánast sama lagið nema í öðruvísi útgáfu. Hvað er málið, voru þeir að gefa út tvær útgáfur af sama laginu? Nánast sami texti og sama grípandi gítarstef en lagið allt öðruvísi sett upp! Ég er alveg baffled. Fór í gær með Unnsa á Batman. Fín mynd en þreyta og hitastækja í bíóinu gerði mér ekki kleift að njóta myndarinnar. Síðan fór þetta náttúrulega út í e-a hetjuvitleysu í endann. En fín mynd samt.
Og ég vill nú ekki gleyma því að óska öllum konum nær og fjær til hamingju með daginn. Njótið vel.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home