Hugljómun
Tvær færslur sama daginn, ég veit, ég á ekkert líf. En ég verð að deila með ykkur hugljómun þeirri sem ég fékk í sundi. Sat í gufu og inn löbbuðu tveir strákar með stinna rassa og tónaðan fígúr. Ég hugsaði með mér, ég sný mér bara alfarið að karlmönnum! Nei það sem í raun gerðist var að þarna voru á ferð spasstískur strákur og fylgdarmaður hans. Og ég hugsaði, ég fer að gera þetta aftur. Ég var einu sinni fyrir langa löngu með hann Gabríel vin minn í stuðning fyrir Rauða krossinn. Ég byrja aftur á e-u svoleiðis. Hvað gerir manni betra en að rétta öðrum hjálparhönd. Spurning að hætta að hugsa stöðugt um eigið rassgat og fara að gefa svolítið af sér. En talandi um eigið rassgat þá náði ég loksins takmarkinu sem ég setti mér í 21. september. Þá ritaði ég svo að ég skyldi verða 85 kg. fyrir lok október. Núna er sem sagt miðjur/miður/júnímið júní (hvernig sem maður segir það og skrifar) og takmarkinu náð. 84.5 kg takk fyrir. Leyndarmálið er Reykingar og svefnkúrinn, sem ég hef verið að þróa og ætla mér að skrifa bók um. Sem sagt þegar löngun kemur í mat þá á maður að kveikja sér í sígarettu og fara beint upp í rúm að sofa. Maður borðar ekki á meðan maður sefur! Ekki sniðugt? Star Wars í kvöld. Löngu tímabært.
Slaters Jocksos.
P.s. verð að bæta aðeins við. Flestir sem þekkja mig vita að ég er einn sá svalasti í bænum. Það sannaðist hérna rétt áðan þegar ég sat og var að surfa um netið í þægilega hægindastólnum mínum. Allt í einu heyrðist hávær smellur og áður en ég vissi lá ég á maganum bak við rúm. Stóllinn minn góði brotnaði sem sagt og ég flaug með honum í afturábak kollhnís og endaði með óráði bak við rúm. SVALUR!!
2 Comments:
Svalur! engin spurning :)
Hawk
Ég veit, ó ég veit.
Skrifa ummæli
<< Home