fimmtudagur, júní 16, 2005

Smellti mér í fyrrakvöld á Mr. and Mrs. Smith. Ágætis flikka sem byrjar vel en endar eiginlega í e-u kjaftæði. Að sjálfsögðu eru þau svo ómyndarleg saman að það var erfitt að horfa á skjáinn án þess að gubba. En hverjum er ekki sama, barnið mitt verður miklu sætari en þau bæði. Gaman að sjá að Detroit eru að koma til og unnu einn leik á móti San antonio. Spurning hvort að það verði ekki andvökunótt í nótt þegar leikur 4 verður háður. Í dag var það svo önnur mæðraskoðun. Allt á góðri leið fyrir utan að baunamamma á ekki sjö dagana sæla hvað varðar fæðingartengd óþægindi. Ég reyni að senda henni regluleg baráttuhugskeyti. Heyrðum hjartsláttinn í loðna sem hljómaði undurfagur. Nú standa málin þannig að með hverjum deginum er þetta að verða raunverulegra og raunverulegra. Ég held að ég sé í raun ekkert búinn að átta mig almennilega á þessu öllu saman. Þetta hellist örugglega yfir mann þegar ég fer að fá öll tæki og tól sem fylgir þessu inn á heimilið. Rúm, barnastóla, föt, skiptiborð o.s.frv. Maður verður að setja sig í gírinn fyrir þetta allt saman. Babyproofa íbúðina og losa sig við allt klámið. Að lokum hef ég svo mikið verið að velta fyrir mér eðli kvenna og leyndardómum þeirra. Topp 5 atriði sem ég mun seint skilja í fari kvenna (þetta eru aðeins pælingar, endilega leiðréttið ef þetta er vitleysa):

  • Flestar konur segjast vilja traustan og góðan mann, en að partur af þeim vill vonda gaurinn sem aldrei er hægt að treysta á og kemur fram við þær eins og skít?
  • Konur hata að vera mismunað eftir kyni, sbr. að segja að konan eigi heima í eldhúsinu. Samt sem áður treysta fæstar konur karlmönnum fyrir heimilisþrifum?
  • Mörgum konum finnst Sex and the city vera þáttur sem lýsir raunverulegum aðstæðum og gefur góð ráð þegar kemur að samskiptum við hitt kynið??? (What the hell is that about, svipað og karlmenn horfðu á King of queens í sama tilgangi).
  • Lets face it. Flestar konur stjórna samböndunum sínum og ganga mjög langt til að halda því þannig?
  • Síðast en ekki síst og ég vona að með árunum muni ég læra að þetta sé ekki satt, en sá grunur hefur læðst að mér í gegnum tíðina að mjög mjög margar konur heillist aðallega af peningum og enn þá meiri peningum.
    Slaters Ladys and Gents.

5 Comments:

Blogger arna said...

æ óli.. þú átt svo margt ólært.

11:04 e.h.  
Blogger Óli said...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

12:10 f.h.  
Blogger Óli said...

Æ ég veit, ég er svo mikið barn. Ég á svo langt í land þangað til að ég kemst á rétt þroskalevel. Púff en ég reyni eins og ég get. Vonandi næ ég því sem fyrst. O það er svo erfitt að vera svona ólærður.

12:22 f.h.  
Blogger arna said...

þetta var ekkert illa meint.
ég er bara ekki sammála sumum af þessum fullyrðingum þínum.

2:40 f.h.  
Blogger Óli said...

Ekkert mál. En þetta voru nú aðeins pælingar opnar til umræðu. Annars hefði ég ekki sett spurningarmerki fyrir aftan ; )

3:10 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home