föstudagur, júní 17, 2005

Ef það er e-ð sem getur skotið mann í kaf þá eru það dagar sem þessir. Pjúff sjaldan gert önnur eins mistök og að labba niður í bæ í góðviðrinu. Syng hástöfum þessa stundina "I wish that i could turn back the time". Á svona dögum virðist valið standa á milli þess að hanga í tölvunni eða labba í sjóinn og fá sér sundsprett út í óendanleikann. Og svo er alveg til það sem heitir of mikil sól, stundum vildi ég að það væri hávetur með kulda og myrkri. Einhvernveginn finnst mér það stundum notalegra. Ég myndi borga allt sem ég á þessa stundina fyrir að fá Örn heim aftur. En anyways gleðilegan þjóðhátíðardag og vonandi hafa allir skemmt sér vel.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home