Tók rólegheitardjamm í gær. Endaði á Sveittó eða Hressó eða hvað sem þetta heitir. Thompson fór á kostum með skófludansinn sem lifir lengi. Ég held ég sé búinn að komast að því að ég kunni ekki að vera í fríi. Getur verið að maður sé vinnualki. Ég nenni ekki að hanga heima hjá mér eða vera í fríi að gera ekki neitt. Veröldin væri önnur ef maður ætti bíl sjáðu til. Kannski að ég kaupi mér þríhjól og fari hringinn um landið í sumarfríinu mínu. Ég, þríhjólið og þjóðvegur 1. Ekki slæm hugmynd. Hvet alla til að hlusta á lagið Talk af X og Y. Tær snibbilíus. Einnig lagið A Message sem Chris Martin var sennilega að semja sérstaklega fyrir mig. Ég hlýt að vera versti nágranni íslandssögunnar. Greyið Fríða á efri hæðinni vinnur í garðinum á hverjum degi að mála veggi og slá gras og eina sem ég áorka er að sitja á nærbuxunum í tölvunni og kinka til hennar kolli. "Æ þú gleymdir bletta þarna til vinstri".
Bólafur Bloggar
Fjölskyldan, börnin, konan og allt þar fyrir utan.
Myndir
Frabaera folkid
Stubbarnir
Nauðsynjar
My Space
Click Here
Previous Posts
- Ef það er e-ð sem getur skotið mann í kaf þá eru þ...
- Smellti mér í fyrrakvöld á Mr. and Mrs. Smith. Ágæ...
- Hringir
- Banaði næstum því manni í gær í fyrsta sinn á ævin...
- Sumarfjör
- Sit með mygluna nýkominn heim eftir að fyrsti dagu...
- Gerði heiðarlega tilraun til sukklífernis í gær, e...
- Er búinn að vera að vinna í allan dag við afmælish...
- Nú fer þessum vetri senn að ljúka og sólin komin m...
- Andvaka
laugardagur, júní 18, 2005
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home