laugardagur, júní 18, 2005

Tók rólegheitardjamm í gær. Endaði á Sveittó eða Hressó eða hvað sem þetta heitir. Thompson fór á kostum með skófludansinn sem lifir lengi. Ég held ég sé búinn að komast að því að ég kunni ekki að vera í fríi. Getur verið að maður sé vinnualki. Ég nenni ekki að hanga heima hjá mér eða vera í fríi að gera ekki neitt. Veröldin væri önnur ef maður ætti bíl sjáðu til. Kannski að ég kaupi mér þríhjól og fari hringinn um landið í sumarfríinu mínu. Ég, þríhjólið og þjóðvegur 1. Ekki slæm hugmynd. Hvet alla til að hlusta á lagið Talk af X og Y. Tær snibbilíus. Einnig lagið A Message sem Chris Martin var sennilega að semja sérstaklega fyrir mig. Ég hlýt að vera versti nágranni íslandssögunnar. Greyið Fríða á efri hæðinni vinnur í garðinum á hverjum degi að mála veggi og slá gras og eina sem ég áorka er að sitja á nærbuxunum í tölvunni og kinka til hennar kolli. "Æ þú gleymdir bletta þarna til vinstri".

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home