Gerði heiðarlega tilraun til sukklífernis í gær, en vegna þreytu og sljóleika ákvað ég að kutta dæmið short og fara snemma heim. Fór í hið fínasta partý til Hauks og eru myndir þaðan komnar inn. Ég henti líka inn fyrstu myndunum í myndaseríunni um meðgönguna, baunamömmu til mikillar gleði. Hún hefur formlega beðið mig um að ljósmynda allt ferlið í smáatriðum. Ég er að hugsa um að redda mér videocameru til að stilla upp í fæðingunni til að ná öllum herlegheitunum eða bara að gera litla heimildarmynd þar sem ég tek upp allt sem gerist mánuðina fyrir fæðinguna. Ég tel mig vita að það er það sem baunamamma vill. Maður verður að standa sig þegar manni er falið verkefni af þessu tagi. En best að fara að gera e-ð af viti og ég vil nota tækifærið og óska öllum sjómönnum nær og fjær til hamingju með daginn.
Slaters.
1 Comments:
Yeah right!
vala
Skrifa ummæli
<< Home