Hringir
Ef lífið fer í hringi eins og sumir vilja meina, þá hefur einn stór hringur lokast um þessar mundir. Ég hugsa bara um orð Birgittu "stórir hringir og hjartað hamast". Ákveðin léttir það. Einhvertímann verður maður að get it together og hvað er betri tími en núna. Sólin á lofti og bjartsýnin skín úr hverju andliti. Það er ekki annað hægt en að hætta öllu kjaftæði og njóta þess að vera til. Er að hlusta á nýjasta Coldplay sem hljómar nú barasta alveg smart.
Ég gleymdi alveg að gera áramótaheit en þar sem það er mittár bráðum þá ætla ég að gera mittársheit. Ég enda þetta á mittársheitunum mínum. Það sem eftir lifir af þessu ári ætla ég að:
- Eignast mitt fyrsta barn, sem verður glæsileg/ur prins/essa með rauða eldspúandi lokka, skrýtnar tær, mjög kaldhæðin húmor, rokkgítarhetja eða atvinnumaður í knattspyrnu (óákveðið), gullfallegt útlit, latur en áræðin námsmaður, djúsari sem kannski eða kannski ekki er með strípihneigð, listrænn með eindæmum og síðast en ekki síst loðinn (bara ef það kemur frá mér).
- Kaupa mér nýja íbúð. Undirbúa heimili mitt fyrir komu loðboltans með því að kaupa stærri og betri íbúð með auka barnaherbergi/tómstundaherbergi, æ nei auðvitað, stofan verður tómstundaherbergið.
- Kaupa mér bíl. Helst einhvern öruggan og umhverfisvænan fjölskyldubíl fyrir helgarpabbarúntinn um götur bæjarins.
- Fara til tannlæknis. Maður kann aldrei nógu vel að meta það að hafa komið í heiminn með fínt eintak af tanngarði. Ét sælgæti endalaust og fer til tannsa þegar að hártíska hefur farið í heilan hring (lesist 10 ára fresti).
- Taka fleiri myndir. Alltaf gaman að eiga myndir af öllum sem maður þekkir því maður veit aldrei hvenær þeir hætta að tala við mann eða deyja (djók, þið vitið hvað ég meina).
- Taka sjálfan mig í gegn hvað varðar mína STÆRSTU galla í geiminum. Þeir eru til umræðu í dægurlögunum Jealous guy, If you leave me now og síðast en ekki síst Litlir sætir strákar.
- Elda meira heima. Það þýðir náttúrulega ekkert að kaupa bara pizzur og 10 11 salat handa loðna. Maður verður að læra að framreiða fisk og kartöflur, hamsatólg, kjötbollur, hafragraut og heimabakaða snúða.
- Gefa út disk með eigin lögum.
- Gefa öllum sem ég þekki diskinn í jólagjöf.
- Koma með diskinn í öll boð og setja hann óumbeðinn í spilarann.
- Taka gítarinn með í öll boð og spila unplugged útgáfur af lögunum þegar diskurinn er búinn.
- Eiga ekki samleið með þeim sem gera eftirfarandi: geta ekki viðurkennt að O.C. séu geðveikir þættir, segja hetjusögur af sjálfum sér, nota aðrar manneskjur eins og þeim hentar, hlusta ekki á diskinn, eru tækifærissinnar, segja e-ð ljótt um barnið mitt eða gera e-ð á hlut þess (þetta á náttúrulega við alla tíð), eru falskir (alveg versti ókostur hverrar manneskju), segja e-ð ljótt um diskinn (á einnig við um alla tíð) og lokum öllum svertingjum (þeir eru nú meiri fíflin, kunna ekki að keyra - alveg eins og konur).
Jæja klukkan er núna 2 og ég er kominn officially með da ruglan. Slaters fatsos.
4 Comments:
gott plan..
ég myndi samt taka tvær síðustu línurnar úr síðasta heitinu. bara svona fyrir þína eigin æru..
svo vil ég benda þér á bls. 7 í "blaðinu" í dag.
takk fyrir mig.
Síðustu línurnar voru klárlega ekki til þess að taka alvarlega. Fín grein í blaðinu í dag, en ekki nóg til að breyta skoðun minni á þessum málum.
Það er deginum ljósara að þú ert crazy! En það er líka það sem er svo gott við þig.
KT
Crazy?? Hvað meinaru??
Skrifa ummæli
<< Home