Þungskýjað
Það er stundum eins og veðrið hafi áhrif á skapgerðina í mér. Í dag hefur til dæmis verið þungskýjað og kalt. Þar af leiðandi hef ég verið eins og vofa í allan dag. Það er eins og orkutankurinn sé bara tómur. Ég sofnaði næstum því í leshorninu á borgarbókasafninu áðan með krökkunum. Frekar slæmt fordæmi þar á ferð og ekki til eftirbreytni hvað varðar ábyrgð og umsjá með þessum barnahóp. Ekki gáfulegt ef e-ð hefði komið upp á. "Óli, hvar varst þú á meðan barnið datt?", "Ég var bara sofandi út í horni!". Ég og bangsi vorum í gær að reyna að feta okkur í gegnum þennan frumskóg sem eru tryggingarlögin í sambandi við allt fæðingarferlið. Það er ekki eins og það sé verið að auðvelda þetta allt fyrir manni. Af hverju geta þeir ekki bara skrifað þetta á einfaldan hátt en ekki þessari búrókratísku íslensku. Ég skil allavega hvorki upp né niður í þessu öllu. En við klórum okkur í gegnum þetta á endanum. Ég hef nú bara mestar áhyggjur af bakinu á bangsa, ekki sniðugt að þurfa að vera rúmliggjandi síðustu mánuðina. Jæja í kvöld ræðst það síðan hvort að helvítis San Antonio taki dolluna eða mínir menn í Pistons keyri þá í gólfið og pungi út annan leik. Ég veit að sumir myndu gleðjast ansi mikið ef S. A. myndu grísast til að vinna þetta í kvöld. En ef ég þarf að horfa á Robert Horry skora aðra sigurkörfu fyrir utan þriggja þá neyðist ég til að drekka mitt eigið hland. Bara til að losna við ógeðistilfinninguna sem því áhorfi fylgir.
Jæja Slaters hooters and homies.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home