sunnudagur, júní 26, 2005

Búmerang

Tók djamm báða dagana og er heilsan eftir því í dag. Þetta var helgi hinna miklu glappaskota og bömmerinn í botni. Bömmer sem fer seint eða aldrei. Maður verður víst að lifa með ákvörðunum sínum og sætta sig við það sem er búið og gert. Enn og aftur syng ég hástöfum " i wish that i could turn back the time". Hitti Arnór júdókappa á röltinu í bænum áðan og við fórum og fengum okkur spjall og átu. Skrýtið þegar maður hittir fólk sem er í alveg sömu stöðu og ég og þar af leiðandi er eins og við getum talað endalaust vegna þess að allt er svo svipað. Þegar ég hitti hann á djamminu á föstudaginn og spurði hann hvort að hann væri hress þá sagði hann nei. Vegna þess að í hans augum er hressleiki Hemmi Gunn á Tælandi umvafinn litlum drengjum....Alveg geðveikt HRESS. Fínt svar og speki. Ég er ekki alveg að ná því hvað tíminn líður hratt, mér finnst stundum eins og sumarið sé að verða búið áður en það byrjaði. Ég meina það er næstum kominn júlí! Kominn upp hugmynd um að bruna á hornstrandir að keppa í fótbolta næstu helgi, verð aðeins að hugsa málið. Gæti verið stemmari. Ætla að kaupa mér kjúlla í matinn og borða hann með höndunum.
Slaters Winos.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home