fimmtudagur, júní 23, 2005

Grænu augun þín

Á reglulegum tímapunktum í mínu lífi hef ég tekið ástfóstri við ákveðna tónlistarmenn. Ég er að tala um að gleypa allt sem þeir hafa gert og kynna mér allt um þá. Ég held að þetta sé ákveðin leið hjá mér til að komast yfir erfiðleikatímabil. Ég hlusta mikið á tónlist og hún er mitt líf og yndi, en ég er ekki alltaf jafn móttækilegur fyrir henni. Á stundum sem þessum er ég sérstaklega móttækilegur og því gaman gaman að kynnast e-u nýju. Ég man þegar ég bjó í Denmark árið 1999 þá uppgvötaði ég Jeff Buckley og mér fannst eins og hann væri að semja bara fyrir mig, því allt passaði svo vel. Núna er það sama upp á teningnum með Coldplay. Ég hef alltaf haft dálæti af þeim, en aldrei gleypt þá í mig. Það skemmtilegasta við að gera það er að finna gimsteina sem leynast inn á milli og náðu ekki sömu spilun og útvarpsvænu lögin. Hjá Buckley var það Satisfied mind, Forget her og I woke up in a strange place. Um daginn fann ég svo algjöran gimstein með Coldplay sem heitir Green eyes. Uppbyggingin á laginu er eins og á svona frekar miðlungslagi en í millikaflanum fer allt á flug og ég blotna á stöðum sem ég get ekki skrifað um hér. Ætli það sé ekki samnefnari fyrir frábæra tónlist að fólk hlustar á lögin og finni e-a samkennd með þeim. Hvort sem það sé í textanum eða í fögru tónaflóðinu. Ég geri alls ekki nóg af því kynnast nýrri tónlist og tek því þessu tímabili fagnandi. Í nótt ræðst það síðan hvort að mínir menn í Pistons nái að snúa á söguna og klára San Antonio. Ætli það verði ekki andvaka í nótt til að verða vitni að þessum sögulega viðburði. Á eftir á svo að vera fótbolti en flestir eru e-ð latir. Vonum bara að e-r góðhjartaður vilji lána mér bílinn sinn.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home