Hornby
Fyrir mörgum árum kolféll ég fyrir tveimur rithöfundum. Þeir heita Douglas Coupland og Nick Hornby. Ég hef ekkert lesið eftir hvorugan í lengri tíma og er enn í sárum eftir að hafa lánað gömlum vinnufélaga mínum allar bækur sem ég átti eftir þessa höfunda og aldrei fengið aftur. Ég sakna þess sérstaklega að lesa Hornby, sem gaf út til að mynda About a Boy og High fidelity, myndir gerðar eftir báðum bókum, báðar ágætar og sérstaklega About a Boy. Mér fannst mikil mistök að láta H.F. ekki gerast á Englandi með mann eins og Colin Firth í aðalhlutverki. Hann hefði verið fullkominn, en John Cusack er náttúrulega goðsögn og slapp vel frá þessu. Í blaðinu í dag er verið að tala um nýja bók frá Hornby sem er víst að gera allt vitlaust og er það fimmta bók hans. Sem þýðir að ég á eftir að lesa tvær bækur eftir hann. Synd og skömm1. Sem minnir mig líka á og ég verð að viðurkenna aumingjahátt minn í þessu máli, að ég á eftir að lesa allar Harry potter bækurnar : ( og á eftir að sjá allar myndirnar. Synd og skömm2. Ég las umföllun Bigga maus um Coldplay diskinn í dag. Mér finnst hann ekki beint vera upp á marga fiska sem gagnrýnandi hann B. m. Ég man þegar ég las einu sinni gagnrýni hans um 12 memories eftir Travis þar sem hann sagði að það væri alveg nýtt að heyra Fran Healy söngvara Travis væla í textum sínum! What? hefur hann ekkert hlustað á Travis? Why does it always rain on me? og Luv. Hello! En allavega þá get ég svo innilega ekki verið sammála honum um þennan Coldplay disk. Ok þó að þeir séu kannski ekki að taka e-ð huge stökk sem hljómsveit og hafa ekki þróað tónlistarstefnu sína eins og þeir vildu sjálfir þá skiptir það ekki máli. Þetta er mjög góð plata og ekkert í líkingu við Phil Collins!! Give me a break. Reyndu nú bara að læra að syngja áður en þú ferð að tjá þig um tónlist, þarna poster boy bóhem íslendinga. Og að þetta væri ný tegund af lyftutónlist, djöfulsins bull, ok það er hægt að skilja það á marga vegu, en ég fílaði þetta comment ekki (svona á þetta víst að vera). Þessi dómur lyktar eins og útferð fyrir mér, stinky and loaded with danger.
Slaters Johnson.
2 Comments:
MÉR fílaði þetta ekki?? ég ætla rétt að vona að svona talirðu ekki við blessuð börnin.. ;)
en þú veist auðvitað að biggímaus er ógsla frægur skilru.. þúst hann er með silvíu nótt skilru..
Shit, my bad. Eins og ég segi ég er búinn að vera eins og vofa þessa dagana. Mér fílaði...nice one brother.
Skrifa ummæli
<< Home