Leikskóli vs. frístunaheimili
Nú er ég búinn að vera að vinna á leikskóla í 6 vikur í vettvangsnáminu. Ég var alveg búinn að gleyma hvað það er gaman að vinna á leikskóla. Það er líka gaman að vinna á frístundaheimili en það er öðruvísi. Ég ákvað að bera þetta saman.
Leikskóli
- Er í eigin húsnæði og oftast margra ára starfssaga.
- Stefnan hefur verið mótuð og fólk veit í flestum tilvikum hvað ætlast er til af því.
- Margar 100% stöður sem þýðir að ábyrgðin fellur á marga.
- Auðvelt að vekja áhuga starfsfólks á starfinu.
- Maður kynnist börnunum betur þar sem þau eru með heilsdagsvistun og færri börn eru talin á hvern starfsmann (8 börn á starfsmann, held ég).
- Virðing borin fyrir starfinu og almennt talað um sem fyrsta skólastigið.
- Allt dót endist vel, jafnvel í áratugi. Ástæða: eigið húsnæði.
- Reynir oft mikið á starfsfólk að vera skapandi í starfi, draga úr áreiti eins og hávaða og að taka á agavandamálum.
- Mannekla algengt vandamál og maður finnur mjög mikið fyrir því í vinnu á leikskóla. Heill dagur þar sem vantar starfsfólk getur dregið úr manni allan kraft.
- Oftast mjög góður starfsandi og gaman á kaffistofunni.
- Það er bara gaman að vinna á leikskóla. Allir sem eru komnir yfir 15 ára ættu að prófa að vinna í nokkra mánuði á leikskóla. Maður er fljótur að gleyma hvað það er gaman að leika sér. Hressandi, nærir andann og er ein besta æfing í mannlegum samskiptum sem hægt er að fá.
- Vinna á leikskóla veitir manni alveg einstaka tilfinningu sem erfitt er að útskýra. Utankomandi fólk einblínir of mikið á ókostina í starfinu, þeir hætta að skipta máli ef það er gaman í vinnunni.
- Ókostir eru léleg laun og lítið svigrúm til að skreppa frá og annað slíkt.
Frístundaheimili
- Meira frelsi, allavega fyrir þá sem eru í 100% stöðu. Undirbúningur (engin börn) frá 9 – 13 og almennt starfsfólk kemur klukkan 13:30.
- Ekki í eigin húsnæði (í flestum tilvikum). Erfiðara að þróa starfið og vinna skipulagt starf með börnunum. Helsti galli á starfi frístundaheimila.
- Fáir 100% starfsmenn og hinir mesta lagi 50%.
- Mjög mikil mannekla og starfsmannavelta.
- Auðveldara en í leikskóla að díla við manneklu en allt faglegt starf líður mikið fyrir það.
- Erfiðara að skapa góðan móral og vekja áhuga á starfinu þegar fólk hefur svona stuttan tíma saman.
- En fólk er mjög jákvætt og tilbúið að leggja mikið á sig til að gera starfið gott.
- Gaman að vinna hjá ÍTR. Almennt er gott að vinna hjá borginni og allt sem heitir réttur starfsmanna er 100% í lagi.
- Engin fagstétt kominn (tómstundafræði Khí eða pædegá frá dk) og lítill hluti starfsfólks fagmenntaður.
- Höfum ekki frelsi til að nota húsnæði að vild. Skerðir starfið mjög mikið og er í raun aðalhindrun þess að starfið þróist áfram.
- Á móti kemur að lítil reynsla er komin á frístundaheimilin, því er gaman að taka þátt í að móta starfið og skapa grundvöll fyrir framtíðarstarfsemi. Mikill hugur í fólki.
- Má segja að frístundaheimilin séu í svipaðri baráttu og leikskólar voru í fyrir mörgum árum. Allir vilja losna við "geymslu eða gæslu" stimpilinn.
- Frelsi í starfsaðferðum er mikið og í höndum umsjónarmanna. Gaman að prófa nýja hluti og nýjar hugmyndir.
- Persónulega mikil reynsla fyrir mig að vera í svona yfirmannastarfi. Það mætti segja að þetta starf sé sambærilegt og svona millistig á milli deildarstjóra og leikskólastjóra í leikskóla. Umsjónarmenn eru á gólfinu en sjá um allt sem viðkemur starfseminni. Fjármál, ráðningar starfsmanna, fundi, upplýsingar til foreldra, dagskrá o.s.frv.
- Ágæt laun miðað við uppeldisgeirann.