Ég verð að viðurkenna að...
....ég átti mína fyrstu gæðastund með syni mínum í kvöld. Ég veit ég veit...hann er rúmlega mánaðargamall og þetta er sú fyrsta! En málið er, og ég vona að Nói fyrirgefi mér þessi skrif, að hann er svo rólegur að það heyrist ekkert í honum. Hann sefur mjög mikið, svo er hann vakandi og starir þögull á okkur hin og svo drekkur hann brjóstamjólk. Kannski var Matthildur líka svona (fyrir utan að hún var á pela) en ég var allavega alltaf á nálum í kringum hana. Ætli maður sé bara allt öðruvísi með annað barn heldur en fyrsta barn?
(Takið eftir hvað hárið á honum er rautt á þessari mynd)
En í kvöld þá fór Valgerður upp í skóla að vinna verkefni og ég var settur in charge of bebes. Matthildur er orðinn væn og hlýðin stúlka sem gerir allt sem pabbi segir og elskar að hafa lítinn bróður á heimilinu (sense it!) Við skulum bara segja að Matta sé kominn á aldurskeið sem ég ætla að skammstaf T.T. (þið megið ráða í það sem þið viljið - Matthildur ég elska þig!).
Kvöldið fór þannig fram að annaðhvort hélt ég á Nóa og horfði á Matthildi reyna stage dive af stofuborðinu, vegna þess að "ekki gera" þýðir víst "já meira, haltu svona áfram - þó ég sé að öskra þá vil ég að þú gerir þetta". Eða þá að ég lagðist með Matthildi og hlustaði á Nóa, sem aldrei þessu vant, umlaði til mín í rúminu sínu um að ég tæki hann upp.
Á endanum gerði ég það sem allir góðir uppalendur gera, og sérstaklega þeir sem stefna að háskólagráðu í þeim geira. Ég slökkti öll ljós í stofunni og kveikti á Toy story 2. Virkar alltaf. Stuttu síðar var Matthildur sofnuð og við tók gæðastundin okkar Nóa. Næstu þrjá tímana gerði ég ekkert rétt. Ég gat ekki látið hann ropa, hann vildi ekki sofa og þegar ég reyndi að hita pela þá var hann ýmist of heitur eða kaldur. Nói grét á mig og öskraði en loksins þegar ég náði að gefa honum að borða og láta hann ropa, þá lá hann í fanginu á mér og starði á mig með þessum stóru augum og sagði "pabbi þú ert bestur" (Nei ok hann sagði það reyndar ekki). Hann sofnaði vært og ég gat andað léttar.
"Hér er Matthildur í kólumbískri stemmningu"
6 Comments:
Vá þetta hljómar eins og ein af þessum kvöldstundum sem hægt er að lesa um í bókum þar sem verið er að gera grín að foreldrahlutverkinu;) Þú skrifar bara bráðum svona bók Óli! Vonandi gengur betur næst:)
Hún er nú þegar í skrifum. Þetta var samt ekkert grín! ; )
hahahahaha, hvernig heldurðu að það sé að vera með tvo á T.T aldrinum!!??
kveðja tvibbamúttan
hva veit hún ekki að þetta á að snortast í nefið en ekki borðast...?
Ösp: I can not imagine!
Tinna: Columbian style. Þá er þetta bara étið!
canada goose
kyrie irving shoes
pandora jewelry
kyrie shoes
yeezys
yeezy 350 v2
yeezy shoes
kobe shoes
jordans
moncler jackets
Skrifa ummæli
<< Home