föstudagur, nóvember 23, 2007

Kallapössun, Klovn og undirskriftarlistar

Ahhh ég elska nýja Word svo mikið. Nú er ég að prófa í fyrsta sinn að blogga í gegnum Word. Þannig getur maður nýtt sér alla möguleikana sem Word býður upp á (ritvinnslan í Blogger.com býður ekki upp á marga möguleika) og skellt þessu svo bara á netið. Í tilefni þess ætla ég að nýta mér þessa möguleika til hins ýtrasta.

Áðan í fréttum var frétt sem fékk mig til að sjá ljósið. Reyndar sá ég ljósið fyrir hönd eigenda kringlunnar og smáralindar og jafnvel líka þeirra sem eiga spöngina eða suðurver. Ljósið var í formi fréttar um verslunarmiðstöð á Spáni sem er með spes herbergi fyrir eiginmenn og kærasta sem ekki nenna að versla J Þetta herbergi inniheldur hlussu sófasett og stór sjónvarpstæki sem sýna íþróttir allan daginn. Ég skora hér með á fyrrnefnda eigendur að opna svona herbergi og minnka hlutfall hjónaskilnaða á Íslandi um nokkur prósentustig. Sérstaklega svona rétt fyrir jólin.

Ég verð nú aðeins að draga í land eftir danahatursfærsluna. (elska Word) frá því í gær. Það er auðvitað margt gott sem kemur frá dönum. Gnúsi er örugglega frábær C Annað danskt sem er frábært eru þættir sem nýbyrjað er að sýna á Rúv. Þeir heita Klovn og eru sýndir á fimmtudögum. Aðalpersónan er algjör vitleysingur sem er hálfgert barn í mannslíkama. Á ákveðin hátt má alveg líkja þessum þætti við King of queens eða Everybody loves Raymond. Svona hópur af gaurum sem klúðra alltaf öllu og konurnar skamma þá. Munurinn felst þó án efa í efnistökum. Til dæmis í þættinum í kvöld þá hittust þeir heima hjá einum í bjórþambi. Umræðan leiddi þá að eiturlyfjum og þeim datt í hug að prófa að kaupa sér heróín og sprauta sig allir. Allt fór á versta veg þegar að einn féll í yfirlið og eiginkonan á heimilinu kom heim snemma. Ég sé Raymond ekki alveg fyrir mér í þessari aðstöðu.

Í gangi er undirskriftarlisti á netinu til að hvetja yfirvöld í USA að láta Mark David Chapman ekki lausan úr fangelsi á næsta ári. Fyrir þá sem ekki kannast við nafnið þá er þetta maðurinn sem skaut John Lennon til bana þann 8. desember árið 1980. Ég vil hvetja alla til að skrá sig hér

Fyrir þá sem elska John Lennon þá er ekkert betra en að hækka vel í tölvunni, standa upp úr stólnum, grípa næstu manneskju og halda þéttingsfast um hana. Svo er bara að loka augunum og hlustan á mestu ballöðu níunda áratugarins (athugið að lagið gæti verið smá tíma að hlaða sér inn. Og athugið að þetta kemur John Lennon ekkert við).

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ohhh klovn er æði....ég mæli með að þú fylgist með alltaf....þættirnir eru hver öðrum betri...hataði þá fyrst í þrjósku minni þegar gnúsinn vildi alltaf horfa á þá en luva þá í dag... en danir geta verið óþolandi og þá helst í formi bankastarfsmanna og internets"sénía" en kiss á famelíuna

10:46 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Skemmtilegar færslur hjá þér þessa dagana ólafur, já og reyndar yfirleitt.

-Nema þegar þú ferð að tala um bölvaðan fótboltann, þá breytist skyndilega leturgerðin á skjánum og orðin renna saman, mér verður flökurt og vakna svo alsber á gólfinu með þeyttan rjóma í eyrunum.

En þetta gæti hugsanlega einskorðast við mig svo ekki fá of mikið samviskubit yfir boltabullinu.

Keep on rocking! Legg samt til að þú takir litavalmöguleikann af áhaldastikunni í Word, þetta tól virðist vera full freistandi fyrir þig, enda rauðhærður!

KT

4:18 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Sæll Ólafur minn

Er maðurinn ekki búinn að sitja inní í 27 ár inoff iss inoff æ sei.

Garðar

11:07 e.h.  
Blogger Óli said...

Bibba: Ég horfi án efa á alla þættina. Skila kveðju sömuleiðis.

KT: Ég hef tekið eftir minnkandi kommentum á fótboltafærslum. Ég efast um að þú sért einn um þetta. Ég get engann veginn látið litavalmöguleikana óáreitta.

Garðar: Ég segi bara eins og Joey í friends sagði, eða Jósef Stalin eins og hann kallaði sig eitt sinn "Don´t do the crime, if you can´t do the time"

1:17 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home