þriðjudagur, nóvember 27, 2007

Verkaskipting á íslenskum heimilum og heimskupör

Nú er verkefna – og próftörn í fullum gangi í skólanum. Maður seilast áfram í þessu og reynir að hugsa of langt fram í tímann. Bara eitt próf í einu. Ég verð að viðurkenna að stundum staldra ég við og trúi varla að þetta ætli að hafast hjá mér. En svo virðist nú bara ætla að vera. Annað sem ég hélt að myndi aldrei klárast er baðherbergið hjá okkur. En kraftaverkin þau gerast enn. Ef allt gengur eftir gætum við tannburstað okkur í baðvaskinum fyrir helgi. Það verður ágætis tilbreyting að geta horft inn á bað og sjá ekki sementklessur eða holur inn í veggnum. Þetta er auðvitað búið að taka okkur eitt og hálft ár. Kiddi er að hjálpa okkur á síðustu metrunum og honum fannst ekkert óeðlilegt að þetta hafi tekið svona langan tíma. Hann sagði að í sinni vinnu sem smiður væri normið að fjögurra fermetra baðhergi tæki 2 – 3 ár. Við erum undir því. Þetta er auðvitað nákvæmisvinna, það þarf að leggja flísar. Þessu er ekkert bara hent upp á einu ári. Það kallast fljótfærni og óvönduð vinnubrögð.

En í náminu hef ég nú lokið einum kúrs af 7. Sá kúrs var próflaus og áttum við að skila ritgerð sem gildir 100 %. Ég og Jóhanna frá Neskaupstað gerðum saman rannsókn á verkaskiptingu foreldra inn á íslenskum heimilum. Við sendum út spurningalista til allra foreldra í leikskóla einum í borginni og unnum svo út frá því. Áhugi minn á viðfangsefninu kviknaði fyrst og fremst inn á mínu eigin heimili. Málið er það að ég fæ aldrei að velja föt á Matthildi. Ég geri það oft, en áður en ég veit af er búið að setja hana í ný föt. Ég skal viðurkenna að ég hef ekki mikið sense fyrir litatónum og hvað fer saman og hvað ekki. En mig langaði svo að vita hvort að þetta væri svoleiðis annars staðar. Niðurstöðurnar voru þær að konur sáu nánast alveg um að velja föt á börnin, þvo þvott og að elda mat og þær eyddu meiri tíma á heimilinu. Feðurnir sem sagt unnu meira en mæðurnar. Það eina sem feðurnir gerðu meira af en mæður var að sjá um fjármál heimilisins. Þó að konur sæu í meirihluta um heimilið þá var merkilegt hvað foreldrar skiptu mikið með sér verkum. Það var í flestum tilvikum stærsta svarhlutfallið.

Hjá okkur Valgerði ástandið nokkuð óvenjulegt. Ég sé nú um flest sem tengist þrifum, þvotti, uppvaski, viðhaldi á húsinu, slá blettinn, þvo bílinn, kaupa í matinn, elda matinn, skúra gólfin, matseld, ryksuga, þurrka af, búa um rúmið, þurrka af, gera við bílinn og svo auðvitað þess á milli er maður að setja flísar á baðið.

Í gær áttum við Valgerður eitt svona golden moment sem bara við lendum í. Málið er að eldavélin okkar er eiginlega alveg glötuð. Hún er eldgömul og hún virkar bara upp á vissu marki. En okkur bauðst að fá aðra eldavél sem var mjög vel með farin og í miklu betra standi en skranið okkar. Pabbi kom á sendiferðabíl til að hjálpa okkur með þetta og við byrjuðum á því að fara með gömlu vélina á haugana. Við vorum ekkert að tvínóna við þetta og grýttum henni ofan í gám þar sem hún brotnaði í spað. Eftir það fórum við út í Sandgerði að ná í gripinn. Ég tók nú eftir því þegar ég leit á nýju vélina að hún var töluvert stærri en sú gamla. En ég vildi nú ekkert vera að hugsa út í það og við drifum okkur með hana heim. Svo þegar við komum heim þá að sjálfsögðu passaði þessi eldavél ekki inn í innréttinguna. Þannig að núna stendur hún á miðju gólfi og við borðum 1944 eða upphitaðar pylsur í örbylgju. Maður bara spyr. Hvar er fyrirhyggjan?


 

12 Comments:

Blogger grojbalav said...

"Ég sé nú um flest sem tengist þrifum, þvotti, uppvaski, viðhaldi á húsinu, slá blettinn, þvo bílinn, kaupa í matinn, elda matinn, skúra gólfin, matseld, ryksuga, þurrka af, búa um rúmið, þurrka af, gera við bílinn og svo auðvitað þess á milli er maður að setja flísar á baðið".

Ehh...viltu skilnað lúðinn þinn?

-Martha Stewart Crocker

10:55 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ó nei! Hvað er annað hægt að segja

Ösp

10:51 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þið eruð best ... með eldavélina á miðju gólfi ..
hahahahah :)

11:33 f.h.  
Blogger a.tinstar said...

hva dó vélin eftir lasanjað? jamm ég sé það fyrir mér að leyfa lilju ekki að velja föt á ...eee....draugabarnið okkar.hahahahhaa.....

12:39 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Sælir

Eldsvélin er flott svona útá miðju gólfi!

En annars er þetta líka svona á mínu heimili, ég geri bókstaflega allt (eða hvað).

Garðar

2:56 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hahahahaha... týpískt þið. Það verður bara að sansa eyju á gólfinu:)

5:52 e.h.  
Blogger Ásta said...

Þó að mér finnist þú vera óvenju velheppnað eintak af manni Óli minn, þá á ég bágt með að trúa þessari verkaskiptingu þinni;-) Ef hún er rétt, þá hef ég fengið slæm hlutskipti! hehe
Gott múv með eldavélina:D

7:25 e.h.  
Blogger Óli said...

Martha stewart: Neeeeii, ekki skilnað. Ég vill að þú gerir e-ð á heimilinu.


Ösp: ó nei ég tek svo mikið til að ég þarf hvíld eða ó nei engin eldavél. Líklegast bæði ekki satt?

Nafnlaus(linda?): Við erum allavega ágæt ; )

Tinna: Gefðu Lilju séns. Ef hún er eins og ég þá er hún bara aðeins á undan í tískunni. Fólk skilur okkur ekki.

Garðar: Ég veit að þetta er svona hjá þér. Við erum tveir af fáum sem þurfa að þola þetta.

Jóhanna: Já ég gæti sansað eina slíka. Gæti klárað fyrir ferminguna hennar Matthildar, svona miðað við hraðan á öllum öðrum framkvæmdum. BTW segðu Ingþóri að ég sé með pakka handa honum fyrir jólin.

Ásta: Þetta er dagsatt. En takk samt ; )

1:22 f.h.  
Blogger grojbalav said...

Ólafur, ég gef þér þá fullt leyfi á að taka úr vélinni sem bíður þín í þvottahúsinu. Svo gerði ég líka lista á töflunni frammi til að minna þig á nokkra hluti í viðbót sem bíða. Ég er farin í frí;)

Ástarkveðjur. Vala aka. Martha.

1:39 f.h.  
Blogger grojbalav said...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

1:46 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ohhh ég er mest forvitin yfir því að vita hvað síðasta komment innhélt til að því væri eitt!!! bibban sem ætlar að fara skoða fallegu börnin á myndasíðunni

10:12 f.h.  
Blogger Óli said...

Það var svo sjúklega dónalegt að ég tók það út. Nei djók, síðasta kommentið kom bara óvart tvisvar.
Bið að heilsa Margréti og Filipusi.

1:48 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home