föstudagur, nóvember 02, 2007

Ég sá fyrir mér...

...svalir, kannski garð, stóra geymslu og vistarverur ofanjarðar. Ég sá fyrir mér herbergi fyrir bæði börnin og útsýni. Ég sá fyrir mér barnvænt hverfi sem við gætum búið í næstu árin. Ég sá þetta allt fyrir mér og meira. En það verður sennilega ekki þar sem að íslenskar lánastofnanir gera ráð fyrir að sambýlisfólk með tvö börn eyði laununum sínum á eftirfarandi hátt. Fyrir utan afborganir af íbúðarlánunum sjálfum by the way:

* 122 600 kr í framfærslu.
* 32 187 kr í bifreiðarkostnað.
* 55 000 kr í kostnað vegna húsnæðis(ekki afborganir, hússjóður og þess háttar!).

Sem sagt um 200 000 kr í kostnað og framfærslu fyrir utan öll lán. Hmmm er þetta ekki svolítið ýktar tölur. En ætli maður verði ekki að vera sáttur við það sem maður hefur. Það verður án efa þröngt á þingi ef við búum hér áfram, en við verðum bara að láta það ganga upp. Kann ekki e-r góð ráð til að leika á kerfið í greiðslumati?

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hmmm .. ég veit furðulegt kerfi, ég kann samt allskonar ráð, allt er mögulegt í dag;)
Vala er með msn-ið mitt:)
(ehhh. . já ætti kanski að útskýra hver ég er. . hehe. . var á vöku á sama tíma og þið, með litla mús sem átti að koma á sama tíma og Matta ykkar, var nú reyndar ekki að flýta sér alveg jafn mikið og Matta svo við vorum þarna í kanski ca. viku saman)

9:06 e.h.  
Blogger Óli said...

Takk fyrir kommentið Snædís. Ég bið Völu um að hafa samband og hlera öll góðu ráðin ; )

1:46 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home