Að læra
Ég veit ekki hvernig er með annað fólk sem situr á skólabekk, ætli það sé jafn bilað og ég þegar kemur að lærdómi?
Ég hef tekið meira og meira eftir því núna upp á síðkastið að ég er illa sýktur af frestunarsýkinni. Það kemur sér afar illa þar sem að ég er að upplifa eina mestu lærdómstörn sem sögur fara af. Ég er í sjö fögum og í þessu vettvangsnámi (...nú veit ég að fólk eins og Ásta, Haukur og Örn hugsa glottandi "you have no idea!"), en svo er ég í vinnunni og með litlu sætu börnin tvö.
En allavega, þessi frestunarsýki lýsir sér þannig að ég er alltaf að skipuleggja. Alltaf að plana fram í tímann hvaða verkefni ég á að gera næst og hvenær ég ætla að vinna þau. Svo þegar kemur að þeim dögum þar sem ég á að vera að vinna verkefnin, þá skoða ég frekar planið og hugsa " já þetta verkefni er eftir mánuð en ég ætti að vera að vinna hitt verkefnið núna, ok þetta reddast". Og svo geri ég ekkert.
Þegar líður svo að því að ég er að falla á tíma og VERÐ að byrja. Þá geri ég allt tilbúið fyrir lærdómssession en FYRST tek ég til í allri íbúðinni. Svona til að skapa rétta andrúmsloftið. Að lokum geri ég flest verkefnin deginum áður ég á að skila þeim og tek einn "all nighter", eins og sumir kannast við. Af þessu leiðir að í hausnum á mér situr eftir afar lítil þekking. Um daginn þegar ég var að velta þessu fyrir mér þá helltist yfir mig mikill ótti. Ég er að klára háskólanám í e-u sem ég kann sama sem ekkert í!
Það sem ég hef líka verið að hugsa mikið er, hvað er ég eiginlega að gera í þessu námi? Ætli margir hugsi það líka þegar þeir eru að nálgast endalokin? Svona stuttu áður en þú ferð að titla þig eftir því námi sem þú ert í. Suma daga langar mig að skella mér í tölvunarfræði eða viðskiptafræði. Bara svona nám sem gefur þér vel launaða vinnu og vinnustaði þar sem umræðan á kaffistofunni snýst um e-ð annað en dömubindi eða helvítis aumingja eiginmenn sem aldrei gera neitt rétt(smá ýkt).
En auðvitað klára maður þetta nám. Persónulega er háskólanám eitt af þessum markmiðum sem ég sætti mig ekki við að sleppa. Mér fannst ákveðnum áfanga náð í kvöld þegar ég skráði mig í lokaverkefnið fyrir næstu önn. Maður er farinn að sjá fyrir endann á þessu. Nú þarf ég á lækningu að halda. (frestunarsýkin...þú veist).
Annað skemmtilegt sem gerðist í kvöld var að nýja tölvan mín er orðin functional með öllum nýjustu og nauðsynlegu forritum. Dell inspiron 1720 heitir gripurinn and i love her. 17" skjár og alles. Vista stýrikerfið er bara nokkuð flott og mér finnst mjög gott að vinna með það. Þó verð ég að segja að ég hef tekið eftir nokkrum hugmyndum sem þeir hafa blákalt stolið frá öðrum aðilum. T.d. er flokkunarkerfið á myndum alveg eins og í makkanum og tabbed browser er líka nýtt en það hefur held ég alltaf verið í operu. Eins finnst mér sumir fítusar vera alveg glataðir. Það er e-ð sem heitir Windows media center sem er algjört drasl. Pælingin er sú að allt media tengt sé á einum stað og þetta er allt mjög flott, En það virkar bara ekki neitt. Það er bara hægt að skoða myndir, tónlist eða bíómyndir sem eru inn í my documents. Það er ekki hægt að browsa út fyrir það. Eins spilar þetta ekki myndir ef það skilur ekki formattið. Svo er e-ð brennsluforrit innbyggt sem virkar ekkert. Aljört drasl. Ég nota frekar e-ð sem heitir Roxio creator home en það fylgdi með. Virkar mjög vel. And i love her.
Að lokum vil ég taka ofan fyrir umsjónarmanni Torrent.is sem kom í Kastljósið í kvöld og skeit upp á bak. Góð rök sem hann kom með...hmmm nei.
2 Comments:
2 börn og vinna er nóg fyrir flesta;)
Mér finnst standardinn á því sem ég er að gera líka vera búinn að lækka síðan ég varð mamma. Núna les maður í akkordi daginn fyrir próf og þarf að skilja talsvert efni eftir, af því að barnið er búið að vera með eyrnabólgur meirhluta mánaðarins og vill aldrei fara að sofa á kvöldin! Ég hef setið í hurðagættinni með lampa og skólabók og lesið á sama tíma og ég er að syngja vögguvísur;) Mér fannst ég samt hafa alveg nóg að gera þegar ég var í barnseignarfríi! Nú sef ég bara minna...
Gangi þér vel með törnina!;-)
Gott að ég er ekki einn um þetta. Takk fyrir og gangi þér líka vel ; )
Skrifa ummæli
<< Home