Ég og hinir pabbarnir.
í dag fór ég í verslunarleiðangur með Matthildi. Smá gæðatími gefur gull í mund. Ég þurfti að fara í Smáralind fyrir Völu og svo að versla í matinn í Bónus. Við keyrðum upp í Smáralind beint frá leikskólanum og spjölluðum mikið á leiðinni. Á þessum tíma er hún vanalega orðin þreytt og svöng eftir langan dag. Við rúlluðum rólega áfram í síðdegistraffíkinni og enduðum að lokum á áfangastað. Að fara með Möttu á þessum tíma dags í verslunarleiðangur er ekki góð hugmynd. En ég er verðandi leikskólakennari og fagmanneskja í uppeldi barna(with a hint of sarcasm).
Inn í Smáralind fórum við stuttar vegalengdir í einu. Fyrst í leiktækin fyrir framan ríkið, biðum þar í 1 mínútu og gekk svo hröðum skrefum í bankann þar sem hún lék sér við leikborðið. Frá distraction til distraction, þeim má aldrei leiðast, þá er maður búinn að tapa. En síðan hófst erfiðið. Nú þurfti ég að vekja áhuga hennar á símum (vodafone) annars vega og búsáhöldum hins vegar (söstrene gröne). Ég hefði alveg eins getað sleppt vodafone, en hún reif niður e-ð sýningareintak og hljóp svo út úr búðinni eins og fætur toguðu. Öskrandi eftir ganginum þannig að fólk horfði á mig og hugsaði e-ð vafasamt. Systurnar grænu gekk betur en ég þurfti að kaupa flennistóran málningastriga fyrir Völu. Matta hljóp á undan mér eftir þröngum göngunum í búðinni þannig að ég þurfti nánast að ryðja fólki úr vegi eða að minnsta kosti dangla í það með striganum. Á meðan ég beið á kassanum eftir að borga var hún að troða sér á bakvið uppstillingu í glugganum. Ég gat ekki annað en staðið á öndinni og vonað það besta. Þegar þessu var loksins lokið verðlaunaði ég hana með því að kaupa eina ferð í leiktækinu fyrir framan ríkið. En nokkrum sekúndum eftir að ég sleppti peningnum og ýtti á START þá sagði hún "Búin" og fór úr.
Svo komumst við út í bíl en hvað gerist þá. Striginn passaði auðvitað ekki inn í bílinn. Vei. Nú voru góð ráð dýr, annaðhvort tek ég Möttu úr stólnum og fer aftur inn eða ég KEM þessum striga inn í bílinn. Á endanum tókst mér að troða striganum aftan í bílinn þannig að hann bognaði allur og beyglaðist. Valgerður dæmdi hann ónýtan við heimkomu, en það var ekkert annað í stöðunni. I was not going back in there.
Eins og þetta ævintýri hafi ekki verið nóg. Aldrei. Nú tók við verslunarferð í Bónus í Smáratorgi - búðin þar sem útlendingarnir versla. Þegar við komum þangað inn var Matta orðin verulega svöng og pirruð. Ég varð að kaupa hana með e-u en fyrst þurfti ég að fara í grænmetiskælinn. Nú er mjög erfitt að útskýra fyrir tveggja ára barni um hugtakið peningar og viðskipti. "Má fá papriku" "Nei ástin mín við þurfum að borga fyrir hana fyrst" "Papriku!" "Við verðum að borga" Göngum nokkur skref áfram. "Tómat", "við verðum líka að borga fyrir hann", "Tómat" and so on and so on.
Ég tók líka eftir því í Bónus að pabbar eru alveg sérþjóðflokkur út af fyrir sig. Maður gat alveg spottað meðlimi í flokknum út um alla búð. Menn sem eru með þriggja daga skeggrót og með bauga undir augum sökum yfirvinnu og svefnleysis. Flestir erum við með úfið hár (þeir heppnu) eða hverfandi hárvöxt sem er samt úfinn. Margir eru að reyna að þrauka búðarferðina af án þess að missa stjórn á sér og hlaupa út. Börnin suða um fleiri hluti en buddan leyfir og "nei" er orðið prógrammað svar við öllu. "Bíl", "Nei", "Ís", "Nei", nammi..playmo..tölvuleiki..nei..nei..nei. En þetta er auðvitað bara ýkjur.
Þegar við komum svo heim settum við þau systkynin í bað saman í fyrsta sinn. Eins og sést á myndunum þá fór vel á með þeim. Ég er farinn að sofa.
4 Comments:
Lol. skemmtilegur lestur! Og skemmtilega alvarlegur á svip alltaf hann Nói;)
Er brósi að verða þéttari en sys??
hehe, en þetta með smáralindina OMG, ég er fyrir löngu búin að læra að þetta gengur ekki, en Dóri er ekki búin að gefast upp og fer stundum með allann skarann þangað og hefur það nú oftar en ekki endað með ósköpum, núna síðast réðst Brynjar á ca 4 ára gamalt barn sem var fyrir honum í einu tækinu, mikið var ég fegin að hafa verið heima;)
Ösp is feeling your pain again.
Hehehe, omg, kannast við þetta!! En þú varst nú með eitt stikki, vogaðu þér ekki með bæði :S Lalli hélt við værum að tala um bakarí þegar við töluðum um kringluna þegar hann var 3 ára! Miðbæjarrottur....
En já er komin í pásu frá skólanum...þá hef ég meiri tíma til að tjútta, not.
ásta: Takk fyrir það, hann Nói er too cool for school.
Þjáningasystir Ösp: LOL, af hverju eru börn svona fyndin þegar þau gera e-ð af sér? og af hverju eru við karlmenn svona þrjóskir og bjartsýnir á eigin getu? Beats me!
Íris: Ég vona að það sé ekki for good. Þú verður þá bara að koma með mér næsta haust ; )
Skrifa ummæli
<< Home