Hópastarf
Núna stendur vettvangsnámið hjá mér sem hæst og nóg að gera. Þetta eru auðvitað töluverð viðbrigði fyrir mig að fara að vinna aftur á leikskóla. Ég vann síðast árið 2004 á Hagaborg, þeim frábæra leikskóla. Svo er auvitað skrýtið að koma inn sem nemi og vera svona hálfpartinn á the bottom of the food chain...eins og þeir segja, eftir að hafa starfað sem yfirmaður síðustu ár.
En það sem er erfiðast af þessu öllu er án efa HÓPASTARF. Fyrir þá sem ekki hafa unnið á leikskóla er hópastarf bara það sem orðið segir að vinna í hóp. Vaninn er að það séu í kringum 7 eða 8 börn í hóp og unnið er með sama barnahópinn yfir veturinn.
Ég var bara búinn að gleyma hvað þetta var erfitt. Þegar ég vann á Hagaborg man ég hvað mér kveið alltaf fyrir hópastarfinu, vegna þess að ég er svo hugmyndasnauður og geldur þegar það kemur að föndri og myndlist. Ég tók upp á því að fara bara út með krakkana á Hagaborg. "Jæja krakkar hvað eigum við að gera....göngutúr??" Alltaf það sama. Og svo þegar ég reyndi að gera e-ð föndur með þeim þá var það svo ljótt! Ég er ekki að meina það sem börnin gerðu, heldur hvernig þetta leit út upp á vegg. Ég held að þetta sé e-ð svona guy thing. Ég man að aðrir karlmenn á Hagaborg töluðu um að lenda í sömu erfiðleikum. Let´s face it, konur eru bara betri í svona skreytingum og svoleiðis - ekki nema þú heitir Bergþór Pálsson. Stelpurnar gerðu alltaf svona flotta ramma í kringum verkin og merktu myndirnar geðveikt flott. Ég er náttúrulega hálf litblindur og skrifa eins og ég sé alltaf staddur í jarðskjálfta. Þar af leiðandi eru börnin sem lenda í mínum hóp geðveikt óheppin. Alltaf verið að senda þau í greiningu vegna þess að myndirnar þeirra eru svo skrýtnar. "Hvað er að vinur, ertu að reyna að segja okkur e-ð með þessari mynd?". Nei nei við skulum ekki fara yfir strikið.
En sem sagt í þessu vettvangsnámi á ég að sjá um hópastarfið í mínum hóp og í raun stjórna hópastarfi á deildinni í nokkrar vikur. Who are we kidding?
Augnablikið þar sem ég sit á móti börnunum og allir eru að bíða eftir að ég segi hvað eigi að gera næst, er svo slæmt og hryllilegt að ég get ekki lýst því. Ég ætti þessa stundina að vera að skipuleggja e-ð fyrir morgundaginn. En...í staðinn þá bloggvæli ég um málið.
5 Comments:
heheh, finnst þessi lýsing fyndin og man hvað mér leið illa fyrst og geri enn smá í þessari aðstöðu. En þá er bara að muna að útkoman er ekki málið heldur ferlið;)
haha, i feel your pain!
Þetta er einmitt það erfiðasta við starfið hjá mér líka, blessað hópastarfið. Er einmitt frekar hugmyndasnauð, en reyndar eru listasmiðjudagar í hópastarfi hjá mér skemmtilegustu,
góða skemmtun;)
Ösp
Gott að ég er ekki einn um þetta stelpur ; ) En Íris er það satt sem maður heyrir. Ertu hætt í vettvangsnáminu???
hahahahhaha...
bakaðu bara kókoskúlur með krökkunum... það klikkar aldrei og útkoman verður öll borðuð :)
kveðja á famelíuna
ylfa
Góð hugmynd, Ylfa. Refir - kókoskúlur, það hlýtur að vera tenging ; )
Skrifa ummæli
<< Home