Grafarvogur ég verð gráhærður
Við fjölskyldan erum nú alvarlega byrjuð að pæla í flutningum. Við tókum massívan skoðunarrúnt um grafarvoginn í dag. Við mættum kl 5 í veghús með Matthildi ferska af leikskólanum. Við skoðuðum tvær íbúðir í veghúsi sem báðar voru alveg ágætar og þriðja íbúðin var svo í borgarhverfinu. Þetta tókum við allt klukkutíma: 17:10 veghús, 17:30 borgarhverfi og 18:00 veghús. Sem sagt þeytingur á milli hverfa á rauða drekanum. Við vorum búin að skoða þessar íbúðir á netinu og vorum bara nokkuð spennt. En hér vandast málið. Þegar myndir af íbúðum til sölu eru settar á netið þá eru þær oft teknar af svona pro-ljósmyndurum. Sem þýðir að íbúðirnar líta í raun miklu betur út á myndum en þær gera í raunveruleikanum. Oft er notaður svona teygju-effect sem lætur íbúðina líta út fyrir að vera rosalega stóra.
Í öllum þessum tilvikum var þetta málið. Íbúðirnar voru bæði minni og miklu sjoppulegri en við áttum von á. Ég hef skoðað nokkrar íbúðir í fjölbýlishúsum í grafarvogi og ég fæ það alltaf á tilfinninguna að þessi hús séu ekkert allt of vönduð. Ef ég myndi banka í vegginn og segja "er ekki gott í ´essu" þá væri svarið líklegast nei. Að auki fannst mér nágrenni veghús ekki vera mjög spennandi. Við hliðin á er Esso stöð og á tveimur hliðum eru hraðbrautir. Það er kannski ástæðan fyrir lágu verði. Hmmm.
Borgarhverfið leist okkur mun betur á, en það er samt sama dæmið með þá íbúð. Alls konar blettir í steypunni og flekkir á hættulegum stöðum. Samt á tveimur hæðum og tvennar svalir. Not bad.
Eftir allt þetta erfiði fengum við okkur Megapizzu í verðlaun. Nema að það voru ekki mikil verðlaun að standa í biðröð í 45 mín og fá svo vitlausa pizzu í þokkabót.
Eru til meiri vonbrigði en það?
Að keyra heim til sín með ÍSkalt kók og heita pizzu, setjast niður við borðið glorsoltinn og opna kassann...tvær sjávarréttarpizzur. Og eins og það hafi ekki verið nóg að standa í þessari röð heldur þarf maður að horfa upp á fólk sem treður sér fremst. Þetta eru alltaf sömu týpurnar. Svona vel greiddir gæjar með spurningahrukku á enninu. "Uuhh er þetta röðin, eru þið öll búin að borg´eða?" svo standa þeir lúmskir og reyna að blenda inn í röðina. Svo finna þeir móment þar sem enginn er að fylgjast með og skjóta sér fremst. "Ah er komið að mér, já ég var með 2 pizzur....ha eru 10 mínútur í þær, en ég er búinn að bíða geðveikt lengi".
Þegar ég var búinn að borga áðan og var að bíða þá horfði ég á einn gera nákvæmlega þetta. Svo þegar hann endaði við að hneykslast yfir biðinni við afreiðslufólkið, þá sneri hann sér að mér og andvarpaði framan í mig. Um leið horfði hann á mig svona eins og ég og hann værum félagar sem þyrftum ekki orð til að eiga samskipti. Bara andvarp og góðlegt augnaráð. Nema að andvarpið var svo nálægt að hann andaði framan í mig. Sem mér finnst ógeðslegt by the way. Ég vil ekkert að e-r ókunnugur maður sé að anda framan í mig. Ef ég vildi það þá myndi ég sennilega bjóða honum í bíó fyrst. En ég er bara ekki þannig. Allt er þó gott sem endar vel og við fengum inneign vegna mistaka. Góður endir.
9 Comments:
Akranes er líka massagóður staður ;) engir flekkir í steypunni úr sementsverksmiðjunni.
Örugglega hægt að sansa hús fyrir hagamelinn.
já við ættum bara að fjölmenna á Akranes..
gleymdi að setja nafnið mitt Linda heiti ég .. :)
uss uss usss
'eg þekki þig Ólafur minn, Reykjavík (þá meina ég Reykjavík ekki grafarvogur) er staðurinn fyrir þig. skoðið teigana eða þar í kring, frekar!
Kveðja
Garðar
http://mbl.is/mm/fasteignir/fasteign/?eign=273608
þetta er fínt hús...þarna er þetta allt, bílskúr og garður plús risa stórt svefnloft sem er ekki einusinni inní fermetrafjölda..og þetta er ekki í grafarvogi sem hlýtur að teljast sem plús..
Jóhanna: Við og Linda og co. komum árið 2010 þegar Davíð og Ingþór eru komnir í bisniss og ég fæ vinnu sem ritarinn þeirra.
Linda: Hvað segiru um þetta?
Garðar: Hvaða vitleysa, þið verðið komin í sömu hugleiðingar þegar börnin fara að birtast.
Ylfa: Takk fyrir ábendinguna. Við tjékkum á þessu, en hvernig gengur hjá þér. Er bebe ekkert á leiðinni? Ertu hætt að vinna?
það gengur allt vel, bebe væntanlegt eftir 2-6 vikur...vonandi nær 2 vikum :) eins og þú sérð þá nýti ég tímann vel í að skoða fasteignir og svoleiðis hehehe.... en jú ég er ennþá að vinna er í 50 prósent sem munu þó minnka í núll prósent vonandi sem fyrst:) þyrfti nefnilega að fara að læra fyrir próf og svona :P
Ég vildi bara þakka þér fyrir þessar tvær síðustu færslur enda erum við mikið að pæla í þessum málum nú orðið. En orðið VEL þrögnt um okkur i okkar 50m2, sérstaklega eftir að strákarnir urðu mun fyrirferða meiri. Við höfum einmitt líka skoðað GV mikið, sérstaklega borgir og engi, enda skiptir núna aðalmáli að það sé stutt i grunnskóla og íþróttarstarf :).
En í sambandi við við erlend lán má ekki gleyma að ef gengið fer til fjandans þá rís verðbólgan upp líka þannig að þá ertu skrewed either way.
Haukur
Takk fyrir það Haukur. Við verðum vonandi bara nágrannar og hittumst ásamt Kidda í grafarvogslauginni með krakkana. Svo getum við þrír stofnað svona pabbaklúbb grafarvogs. hittumst og étum steikur og drekkum bjór á meðan við skjótum pool eða horfum á Die hard saman.
Skrifa ummæli
<< Home