lána Berglind msn
Mig langar að þakka Snædísi fyrir að leiðrétta ákveðin misskiling sem kom fram í síðustu færslu. Sem sagt ef maður hefur tekið lán á lágum vöxtum þá má maður taka það með sér yfir á næstu eign. Hitt hefði nú verið ansi hart. Allir fastir og ekkert að gerast.
Það hefur nú ýmislegt breyst á síðustu dögum í viðhorfi okkar Valgerðar og við erum nú farin að hugsa þetta allt upp á nýtt. Við ætlum að fara okkur hægt að skoða vel í kringum okkur. En íbúðaverð er samt svo hátt að manni svimar við að hugsa um þessar tölur. 28 milljónir, 32 milljónir, 40 milljónir. Ef e-r hefði sagt mér fyrir þremur árum að ég myndi alvarlega íhuga að kaupa íbúð fyrir svona upphæðir, þá hefði ég ekki trúað því. Spurningin í þessu máli er hvort á maður að taka stórt skref - meiri áhætta, miklu skemmtilegra og mögulega meiri gróði eða minna skref - öruggara og minni áhætta. Ég held að forsætisráðherra hafi svarað þessu fyrir mig í dag þegar hann bað fólk að halda að sér höndum í fasteignaviðskiptum.
Ég heyrði mjög áhugaverða sögu í gær um nafnið Berglind. Ég hafði alltaf haldið að nafnið væri eldgamalt, svona eins og Bergþóra. En mér var sagt að saga nafnsins sé sú að Charles Lindbergh flugmaðurinn ógurlegi hafi flogið hingað til lands í byrjun síðustu aldar. Koma hans til landsins þótti svo mikið mál að kona ein sem þá var með barni ákvað að skíra í höfuðið á Lindbergh. Konan var alveg viss um að hún gengi með dreng. Síðan liðu vikur og síðan liðu mánuðir og barnið kom í heiminn sem stúlkubarn. Konan dó ekki ráðalaus og skírði hana Berglind í höfuðið á Lindbergh. Get it. Berg - lind öfugt.
Og að lokum MSN. Er ég einn af fáum sem finnst Msn ekki skemmtilegur samskiptamáti. Ok mér finnst alveg ágætt að spjalla á msn en frekar vil ég hringja og tala við viðkomandi. Mér finnst maður vera svo fastur á Msn þegar maður er á annað borð að gera e-ð í tölvunni. Maður er í miðju samtali og svo kemur smá pása sem maður vill nýta sér til að koma e-u í verk. Þá poppar upp næsta setning. Búmm. Halda áfram að spjalla. Mér finnst þetta vera svipað og að vera í símanum og borða á sama tíma. Erfitt.
Auðvitað er Msn frábært til að skiptast á smá upplýsingum eða fyrir stutt spjall. En ég er bara ekki þessi Msn týpa. Meiri svona S&M týpa, eins og Guðmundur í Byrginu. Hann notar samt MMS...min lille ven.
6 Comments:
ÉG elska msn og hata þegar enginn er online þegar ég þarf að spjalla...en það er líka af því að ég bý í útlöndum og get ekki hringt í vini mína þegar mig langar því þeir búa á íslandi...þá yrðu símareikningarnir mínir í líkingu við þessar tölur í færlsunnni...kannnski ekki alveg eins en svimandi háar....en sakn á klakann
Ég er sammála þér með msn! Ég nenni aldrei að opna það, því þegar ég er loksins komin á skrið með verkefni í tölvunni þá byrjar einhver að tala við mig, og búmm -ég er ekki búin að gera nema brot af því sem ég hefði getað náð ef ég hefði ekki kveikt á msn. Þoli það ekki. En það er ágætt ef ég nenni ekki að vinna;)
Fyndið þetta með nafnið. Ekki hafði ég hugmynd um það!
Ég ætla að skjóta á að þetta sé Bibban (.....skriftin ; ) Ég ætlaði einmitt að skrifa það líka að MSN væri auðvitað frábært til að tala við þá sem búa úti. Góður punktur.
Ásta: Gleður mig að heyra að ég sé ekki einn um þetta, þú lýsir þessu mjög vel með verkefnið. Einmitt eins og ég upplifi þetta.
later.
vá ég var alveg utan við mig greinilega en jamm...hvernig þekktiru samt skriftina? skrifaði þetta nebblega með vinstri!! en BIBBAN segir út
Vegna...þess...að...Bibban...skrifar...alltaf...svona: ) Óli segir út : )
stone island outlet
yeezy
off white shoes
pandora charms
jordan shoes
kyrie 6
golden goose
yeezy boost
nike sb dunks
jordan shoes
Skrifa ummæli
<< Home