miðvikudagur, nóvember 21, 2007

Fordómar og fótbolti

Það kom í ljós í kvöld að England verður ekki með á EM 2008. Mér finnst það ömurleg tíðindi, þessi stórmót eru ekki eins þegar það vantar englendingana. Svona svipað eins og box án Mike Tyson. Þetta er bara ekki það sama.
Þar að auki finnst mér enska landsliðið vera svona eins og hitt íslenska landsliðið. Við höfum alist upp með ensku knattspyrnunni og það eiga flestir sín uppahálds lið þar í landi. Við vitum að Ísland á aldrei eftir að komast á stórmót í knattspyrnu og þess vegna er rökrétt að halda með Englandi. Hverjum ættum við svo sem að halda með, dönum? Right.

Ég skal bara segja ykkur það að danir líta svo niður á íslendinga að það hálfa væri nóg. Það er eitt eftirminnilegt atvik sem gerðist þegar ég bjó í danaveldi. Þá var ég í vinnunni og hafði gerst svo kræfur að setja Björk í spilarann. Einn tanaður teknótjúttari vatt sér upp að mér og spurði hvað ég væri að hlusta á. Ég tjáði honum það og að sjálfsögðu vissi hann ekki hver Björk var. Þeir danir sem ég vann með þekktu varla til Bill Clinton en þeir vissu samt alltaf um skóbúð sem seldi buffalo skó til að dansa við Braveheart Theme (techno remix) með Dj Sakin & friends.

En þessi ágæti vinnufélagi fannst tónlistin ofboðslega framandi og hann vissi ekki alveg hvort hann ætti að dansa eða setja meiri strípur í hárið á sér. Hann ákvað bara vera rosa fyndinn og spurði "is it icelandic music? Is it like seals clapping".
Ok nú átta ég mig á því að hér var um tilraun til húmors að ræða en samt sem áður sýndi þetta mér að þegar þessi maður hugsaði um Ísland þá var selur það fyrsta sem honum datt í hug. Svona eins og við íslendingar værum alltaf að fá okkur sundsprett í sjónum með vinum okkar selunum.

En auðvitað skal ég viðurkenna að ég er alveg jafn fordómafullur í garð annarra þjóða eins og t.d. Grænlands. Þegar ég hugsa Grænland þá fæ ég upp mynd í huganum af manni með byssu og ísbirni sitjandi saman við borð að drekka landa. En aftur á móti myndi ég aldrei ætlast til að þeir héldu með okkur á stórmóti í knattspyrnu.

En hvað gera englendingar nú? Þjálfarinn verður rekinn, það er bókað mál. Líklega verður hann ekki bara rekinn heldur útskúfaður úr ensku þjóðarlífi. En ég held að svarið sé Beckham. Þeir ráða Beckham sem þjálfara. Hann hefur reynslu, leiðtogahæfileika og getur reddað geðveikum design landsliðstreyjum frá Armani á allt liðið. Hann gæti fengið Tom Cruise til að vera aðstoðarþjálfara og vísindakirkjan myndi svo blessa allt saman. Þetta er borðliggjandi dæmi. Posh kemur þeim öllum í form á no time með búlemíukúrnum og svo væri auðvitað alltaf gaman á blaðamannafundum vegna þess að hann er með svo asnalega rödd.
Áfram Grænland.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

ég verð aðeins að taka upp hanskannfyrir danann minn....það eru ekki allir danir eins hann á nokkrar plötur með björk og sigurrós og það var langt fyrir mína tíð!!!
og shitt hvað við erum ömulegir í fótbolta...fékk kjánabólur nokkru sinnum og fór að skoða tilboðsbæklinga í staðinn....shitt hætta þessu bara og eyða peningunm í eitthvað sniðugra!
En þeir eru eitthvað hræddir um að við séum að kaupa þá upp og kemur afbrýðissemin út í hroka....ég hef ekki tölu yfir það hversu oft ég hef verið spurð....ok og hvaðan koma allir peningarnir? ég segi bara úr rassgatinu á þér við þann sem spyr og það er útrætt mál....Bibban segir kút

10:30 e.h.  
Blogger Óli said...

Sammála. Ég var að sjálfsögðu ekki að hugsa skýrt þegar ég skrifaði þetta. Vona að ég hafi ekki móðgað Gnúsa og þig. yfir.

1:17 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home