mánudagur, maí 30, 2005

Andvaka

Andvaka andvaka. Á meðan ásarnir sofa liggja spaðarnir andvaka. Nú líkur leiðinlegasta degi í lífi Ólafs. Er búinn að vera í þynnkuástandi í tvo daga þó að ég hafi ekki snert dropa í gær. Ég er kominn á e-ð andvökuskeið. Lá andvaka í gær til 6 eftir ofát á harðfiski. Og nú tekur önnur eins nótt við, en hvað gerir maður þá? Jú, faðmar bestu vini sína hr. Sharp og frk. Samsung. Gæðaþáttur eins og Þak yfir höfuðið er á eftir, sem er náttúrulega sá besti frá upphafi í íslensku sjónvarpi. Er búinn að hlaupa 14x maraþon í dag í hinum ýmsu íþróttagreinum. Alltaf eins og ég sé með 100 kg á bakinu og stórir svartir blettir á sveimi hvert sem ég horfi. Fór í gær á óeðlilega steikta mynd sem er The hitchhikers guide...... Mjög góðir sprettir á tímum og alveg séns að hér sé um að ræða klassíker. Spurning um að horfa á hana í rétta skapinu. Snilldar karekterar, eins og Tim úr The Office sem stendur alltaf fyrir sínu. Jæja fasteignasjónvarpið getur ekki beðið lengur. Gúdddd næd.

laugardagur, maí 28, 2005

Bara forsíðuviðtal í mogganum. Ég er að verða svo frægur að ég höndla þetta ekki. Fyrst Philips og svo þetta. Ooohhhh öll þessi athygli, ég get varla farið út í búð eða hvað þá á klósettið. En það er ekki eins og maður hafi það ekki gott. VIP á Rex, Fazmo búnir að bjóða mér í næstu grillveislu og Frikki Weiss spjallar við mig daglega. Víst að maður er orðinn svona frægur verður að skíra barnið celebnafni, svona eins og Gwyneth og Chris gerðu. Epli Ólafs eða Kúrbítur Ólafs. bara dæmi. Síðan verð ég að gera eins og Beckham og tattúera nafnið á mig. Það er hentugt að geta tattúerað mynd af epli á bakið. Táknrænt og augnakonfekt í senn. Djöfull er ég á leiðinni. En nóg um mig. Nú er nýja/gamla ryðgrillið komið í hús og stendur út í garði eins og Ford pallbíll frá ´65. Best að vígja það í kveld og gæða sér á gómsætu keti. Gerði þau reginmistök í gær að horfa á endann á nýju star wars í tölvunni hjá Gagga. Gáfulegt en eins og maður vissi svo sem ekki hvað gerist. Yo babies, may the force be....já þið vitið.

föstudagur, maí 27, 2005

Búinn að vera brjálaður dagur í dag. Kassabílarallí á Ingólfstorgi með Draumalandi. Brjálaður hiti og börn í yfirliði vegna ofsykursáts. Flestir helstu fjölmiðlar landsins mættu á svæðið og meira að segja tekið viðtal við yours truly í mbl. Maður fylgist spenntur með fréttunum í kvöld á rúv. Nú er það bara að koma sér í sund og hvíla lúinn bein í pottunum. Ég sá alveg magnaðan þátt um daginn um Brian Wilson og Smile ævintýrið allt saman. Mikill snillingur þar á ferð sem tapaði sér í sköpunargleðinni og grænmetisátinu. Í framhaldi af því fór ég að velta fyrir mér hvað gerir mjög gott lag. Ég komst að þeirri niðurstöðu að þessi litlu augnablik séu það sem geri gæfumuninn. Eins og magnaða bassastefið í Some girls are bigger then others með Smiths, lætur mann fá gæsuhúð á rassinn. Og þegar að Prince syngur í Purple rain "If you know what im singing about up here, come on and raise your hands" chillingly gott stuff. Góða helgi og gangið hratt um gleðinnar dyr.

fimmtudagur, maí 26, 2005

Freknufés

Djöfull er maður alltaf búinn á því í steikjarsól sem skín á fésið á manni allan daginn. Ég er orðinn eitt stórt kringlótt rautt freknufés. Ég setti í gær inn link inn á gömlu síðuna mína. Shjjjjiiittt. Mér líður eins og ég sé að sýna öllum gamla dagbók frá því ég var 13. En því miður fyrir mig þá er þetta bara árs gamalt. Skemmtilegar staðreyndir um kvikmyndaáhuga minn. Myndir sem fjalla um andlegan þroska! Damn, skjóttu þig í hausinn túrtappi. En dagurinn í dag byrjaði svona brilliant vel, fór í krús um nauthólsvíkina og alla leið í Kópavog. Það jafnast ekkert við togaralífið. Reyndar var þetta bara árabátur og Jón feiti eða e-ð. En ég segi nú bara rétt upp hend sem eru komnir í sumarfílíng! Þið sjáið mig ekki en ég er með aðra höndina á lofti og hina á djásninu..for the homies. kærlig hilsen.

miðvikudagur, maí 25, 2005

Liverpool 6 - 5 Milan

VVVááááá. Ég hef alltaf sagt það. Ef úrslitaleikir eiga að vera skemmtilegir þá verður annað liðið að vera frá Englandi .Djöfulsins geðveiki leikur. Ég hef ekki séð annað eins síðan að Man U tóku nasistana í nösina hér um árið. Maður var búinn að gefa upp alla von fyrir Liverpool menn, en enska ljónið hættir aldrei og uppskáru samkvæmt því. Ekki er það verra að ég þoli ekki ítölsk lið. Ég er ennþá svo spenntur að ég gæti hlupið maraþon án þess að pústa, en ég myndi kannski deyja. Til hamingju allir Liverpool aðdáendur. Á morgun er ekki minni spenningur þar sem að lokaþátturinn af Lost verður líklegast kominn á netið. Ætla ég að ná í hann? Já ég held það bara. Síðan er ég að hugsa um að gerast trekkari á næstu vikum og ná í geimsápuóperur. Síðan ó já síðan ætlar pabbi að arfleiða mig gamla grillinu sínu. Þannig að loksins getur maður grillað almennilega í sumar. Það verður stemming skella dauðu dýri á barbíið fyrir sjálfan mig eða er það bara sorglegt?

þriðjudagur, maí 24, 2005

Til hamingju með daginn hr. Róbert. Takk fyrir lög á borð við Berjandi á himnahurð, Þú ert stór og feit stelpa nú, Heimskingja rok, Leggstu kind leggstu og fleiri og fleiri. Nú verður dagurinn tileinkaður þessu lagaflóði og einungis spiluð lög eftir rottumanninn. Henti nokkrum myndum inn, ég nennti ekki að minnka þær, svo að það eru fáar en góðar í hverju albúmi. Myndir frá Mugison, Trabant, brúðkaupi systu og kirkjugarðadeginum mikla. Ég ætla að halda upp á daginn með því að fara í læri til múter und fater2 og borða á mig gat. Ég á það skilið eftir að hafa, ásamt Ívari, dottið ofan í skítaskurðinn í fótbolta í gær. Ég enda þetta á textabroti frá ammælisdrengnum úr laginu um Heimskingja rokið:

I can't feel you anymore, I can't even touch the books you've read
Every time I crawl past your door, I been wishin' I was somebody else instead.
Down the highway, down the tracks, down the road to ecstasy,
I followed you beneath the stars, hounded by your memory
And all your ragin' glory.

I been double-crossed now for the very last time and now I'm finally free,
I kissed goodbye the howling beast on the borderline which separated you from me.
You'll never know the hurt I suffered nor the pain I rise above,
And I'll never know the same about you, your holiness or your kind of love,
And it makes me feel so sorry.

Idiot wind, blowing like a circle around my skull,
From the Grand Coulee Dam to the Capitol.
Idiot wind, blowing every time you move your teeth,
You're an idiot, babe.
It's a wonder that you still know how to breathe.


mánudagur, maí 23, 2005

Its been a long time since i have rock and rolled. Langt síðan maður hefur látið skáldamjöðin flæða og skrifað e-ð af viti. Margt búið að gerast og ske. Fór á Mugison á laugardag sem er algjört sjarmatröll og mér langar alltaf að kyssa hann þegar ég sé hann á sviði. En ég gat það ekki og kyssti hann baksviðs eftir tónleikana. Brúðkaup á laugardag hjá systu sem var snilld. Helgi Björns fór á ókostum í kirkjunni með falskri falsettu sem stakk mann í hjartastað. En fínasta veisla bætti upp fyrir ósköpin. Loksins loksins er skólinn búinn og flest sem maður þarf að gera í vinnunni. Búið að hanga yfir manni svolítið. Nú getur maður farið að einbeita sér að öðrum hlutum eins og að hanga í tölvunni og skrifa e-a vitleysu.

fimmtudagur, maí 12, 2005


Sko baunina. Rauði hárliturinn leynir sér ekki. Posted by Hello

miðvikudagur, maí 11, 2005

Kvartí kvartí kvartí

Rosa hlýtur að vera fínt að vera þingmaður á Íslandi í dag. Best að smella sér bara í 5 mánaða frí. Hver nennir að vera í 5 mánaða fríi. Ég verð geðveikur ef ég er frá vinnu í meira en 2 vikur. En það væri samt alveg gaman að fá allavega 2 vikur í sumarfrí. Fæ ég svoleiðis nei, vegna þess að ég eyddi öllu mínu sumarfríi með því að fá frí í vinnunni vegna skólans. Þess vegna fæ ég ...... 6 daga í sumarfrí. Af hverju er þetta ekki eins og í Danmörku þar sem fólk fær actually greitt fyrir að vera í skóla. Hérna er manni refsað fyrir það. Maður vinnur í tveimur vinnum og er í 75% háskólanámi og fær síðan 6 daga í sumarfrí. Ég sé fyrir mér ef ég fæ ekki lengra sumarfrí, að seint á árinu eigi þið eftir að lesa frétt um mann sem snappaði og fór með haglabyssu að versla í Kringlunni. Það væri sem sagt ég þegar ég hef had it up to here (hönd við kinn). En bráðum fer skólinn að verða búinn, bara ein ritgerð eftir..snökt snökt...grátur gleðinnar. Og þá tekur við sumar og sól, vonandi íbúðarflutningar og sólstrandarlega á fjarlægum stað, þar sem bjórinn flýtur eins og vín og hákarlar synda í rifinu.

þriðjudagur, maí 10, 2005

Yfirmaðurinn minn átti barn í gær og fæðingin tók 33 klukkutíma. Út frá því fór ég að spá í allt sem bíður okkar baunamömmu. Hvernig getur fólk meikað það að standa í fæðingu í einn og hálfan sólarhring. Hvernig verða konur eiginlega eftir þetta, tjónaðar á líkama og sál. Ég býst við að ég verði að vera í góðu andlegu ástandi fyrir þetta. Maður verður sennilega að vera batti og stoð fyrir baunamömmu. Ég sé fyrir mér aðstæðurnar. "Ekki standa þarna með myndavélina lúðinn þinn, náðu í ísmola fyrir mig. Þetta er allt þér að kenna, þú gerðir þetta. Hættu að grenja þarna auminginn þinn." En við komumst í gegnum þetta saman. Fyrsta mæðraskoðun á fimmtudag og þá kemur margt í ljós. Þ.e.a.s. hvort að allt sé í lagi. Ég sit með krosslagðar fingur þangað til, en eina sem maður getur gert er að vera bjartsýnn og njóta þess á meðan á því stendur.

Phuff, nú get ég sofið rólegur!


I am 7% loser. What about you? Click here to find out!

mánudagur, maí 09, 2005

Búinn að vera algjör white trash helgi. Við erum að tala um að liggja upp í rúmi allan daginn í náttfötum að horfa á sjónvarpið og borða kalt grillkjöt með puttunum. Damn Samn. Fór í gær og hitti Gutta minn á nýja heimilinu hans upp í grafarvogi. Gott að sjá að honum líður vel kallinum. Vel snyrtur og hreinn í góðu yfirlæti hjá þeim Guggu og Heiðu. Það var ekki að sjá að hann væri illa haldinn þannig að maður þarf nú ekki að vera að hafa áhyggjur af honum. Það er ekki eins og maður sé að fá lítið í staðinn. Eitt sætt kríli í staðinn fyrir sætan nett einhverfan kött. Nú er hægt að skoða íbúðina mína á fasteignavefnum hjá mbl. Kominn á sölu og læti. Fasteignasalinn kom hérna og leit yfir pleisið. Hún sagði síðan pent, "á ég ekki bara að nota myndirnar frá henni Sigrúnu (gamli eigandinn sem ég keypti af), hún var með þetta svo flott". Ég gat nú ekki annað en að take the hint. Fólk vill síður kaupa bachelorpads en dúllerísíbúðir þar sem konur hafa sett mark sitt á. Best að fá konutouch á þetta sem fyrst. Kaupa lítil blóm og mottur út um alla íbúð, í staðinn fyrir skítuga sokka og pissubletti á baðherbergisgólfinu.
Ég braut odd af oflæti mínu í gær og setti mig í spor metróguðsins David Beckham. Sumir voru orðnir þreyttir að horfa á unibrowið mitt. Því var ráðist í það í gær að plokka mann. Stelpur, þið eigið alla mína samúð. Guð minn góður, þvílíkur sársauki. Grátbólgin augu og rauðflekkóttar augnabrýr. Beuty is pain, er það ekki. En ég veit ekki hvort þetta hafi verið beutiful, frekar svona eins og langveikt barn með engar augnabrýr.

laugardagur, maí 07, 2005

Fjölgun mannkyns; fleiri rauðhærðir; Jibbí

Býst við að tími sé kominn til að segja frá verst geymda leyndarmáli síðan að George Michael kom út úr skápnum. Ég er sem sagt að verða pabbi í fyrsta sinn. Hún baunamamma a.k.a. Valgerður Björg ber litla rauðhærða baun undir belti og eigum við von á að sjá hana/hann í lok nóvember. Loksins loksins ræst úr draumnum, sem er að stofna alveg rauðhært band. Ég sé um söng og gítar, krakkinn um trommurnar og bakraddir. Ég sé þetta allt fyrir mér. Fór í gær með pabba á Apótekið og borðaði og drakk eins og það væri enginn morgundagur. Svaka fínn matur en soldið illa útlátið miðað við að ég þurfti að selja mig fyrir skammtinn. Frekar dýr staður en Nylon stelpurnar björguðu kvöldinu með nærveru sinni og þó ég tali nú ekki um guðinn sjálfan hann Einar Bárða. En sem sagt til að sum up þá er ég að leggja mitt af mörkum til minnihlutahóps rauðhærða með því að bæta einum slíkum í heiminn. Hún/Hann má alveg fá gullfallegt útlit baunamömmu en algjört skilyrði að ég fái háralitinn. Ef þið viljið senda mér gjafir í tilefni þessa þá er heimilisfangið Njálsgata 69. Mig vantar nýjan ísskáp og nýtt sjónvarp. Einnig væri vel þegið að fá utanlandsferð. Bara svona til að gefa ykkur hugmyndir.

föstudagur, maí 06, 2005

Orðheppni maðurinn

Ég hef oft verið talin orðheppinn maður með eindæmum. Fólk sem ekki þekkir mig telur mig sennilega hrokafullan eða heimskan. Dæmi um heppni mína með íslenska tungu kom berlega í ljós um daginn þegar ég og baunamamma vorum að tala saman. Hún hafði farið og náð í mat fyrir okkur í veikindum mínum á ónefndum veitingastað niður í bæ. Þar hafði maður útlendur í útliti á fínum bíl gert hosur sínar grænar fyrir henni og henni fannst þetta allt hið furðulegasta mál, í ljósi þess hversu lítil hún er. Þá sagði ég og meinti alls ekkert illt með. "Vá sá hefur verið desperat". Og baunamamma þakkaði mér pent fyrir hrósið. Úff ég trúi varla að það sé komin helgi aftur, maður er nýstiginn upp úr veikindum og þá fær maður bara að sofa aftur út. Helvíti fínt það. Ætli þetta verði ekki helgi hinna miklu lesningar og ritgerðarskrifta. Fór á Barnaspítala Hringsins í dag að heimsækja litlu stúlkuna með lærbrotið. Ekkert smá flott aðstaða. Ég man þegar ég lá ungur að árum útúrgifsaður og kvalin á Landakoti í margar vikur. Þá var ekki mikið um PS2, video eða sjónvarp. Bara gamlar hjúkkur að pota í mann og eitt andrésblað frá 1920 til að lesa. Svona eru tímarnir breyttir.

sunnudagur, maí 01, 2005

Ferð til fjár

Fór áðan í mestu makindum niður í bæ að kíkja á borgarbókasafnið til að afla mér heimilda fyrir ritgerð sem ég á að vera löngu byrjaður á. Ég gekk brattur niður laugaveginn í skítakulda og ákvað þegar komið var niður á torg að skella í mig einum tilboðskafbát á subway. Ég fékk mér roastbeef og settist niður til að gæða mér á dýrinu. Við hliðina á mér sat þessi þungarvigtarmaður með mikið skegg og sólgleraugu. Hann leit út alveg eins og Rick Rubin ef það veit e-r hver það er. Nema að þessi maður lyktaði eins og dauðinn sjálfur eftir vikulangt baðleysi. Þegar ég var búinn að gæða mér á helmingnum af bátnum þá rekur gaurinn svona svakalega við að gólfið skalf og nötraði. Ekki miskilja mig, ég er allur fyrir að sleppa einni bombu af og til, þá helst í góðra vina hópi, en þetta. Come on! Á matsölustað í kringum fullt af ókunningjum. Ég er enginn snobbhæna en ég gat nú bara ekki annað en misst matarlystina í gegnum gólfið og þurfti bara að taka með mér hálfa bátinn út í poka. E-ð sem ég hef aldrei gert áður. Síðan var förinni heitið á áðurnefnt bókasafn, sem var síðan að sjálfsögðu lokað sökum þess að í dag er 1. maí. Gáfaði ég hefði getað verið heima, borðað kalda pizzu frá því í gær, prumpufýlulausa og horft á boltann í hlýjunni. Fyrirhyggja ha! Hvar er hún? Þessi helgi er búin að vera mjög spes. Fór vart út úr húsi nema til að leigja mér spólur og kaupa mér óhollustu. Fínt að taka stundum svona afslöppun. Vill óska henni Unu til hamingju með afmælið um daginn. Skonsan orðin 26 ára gömul, prófessor í háskóla og nýbakaður íbúðareigandi!
Að lokum vil ég kasta kveðju á vopnabróður minn, Örn Gunnarsson, I miss u bro. Get ekki beðið eftir að þú komir heim og við tökum rúnt eða djamm old school style!