mánudagur, maí 09, 2005

Búinn að vera algjör white trash helgi. Við erum að tala um að liggja upp í rúmi allan daginn í náttfötum að horfa á sjónvarpið og borða kalt grillkjöt með puttunum. Damn Samn. Fór í gær og hitti Gutta minn á nýja heimilinu hans upp í grafarvogi. Gott að sjá að honum líður vel kallinum. Vel snyrtur og hreinn í góðu yfirlæti hjá þeim Guggu og Heiðu. Það var ekki að sjá að hann væri illa haldinn þannig að maður þarf nú ekki að vera að hafa áhyggjur af honum. Það er ekki eins og maður sé að fá lítið í staðinn. Eitt sætt kríli í staðinn fyrir sætan nett einhverfan kött. Nú er hægt að skoða íbúðina mína á fasteignavefnum hjá mbl. Kominn á sölu og læti. Fasteignasalinn kom hérna og leit yfir pleisið. Hún sagði síðan pent, "á ég ekki bara að nota myndirnar frá henni Sigrúnu (gamli eigandinn sem ég keypti af), hún var með þetta svo flott". Ég gat nú ekki annað en að take the hint. Fólk vill síður kaupa bachelorpads en dúllerísíbúðir þar sem konur hafa sett mark sitt á. Best að fá konutouch á þetta sem fyrst. Kaupa lítil blóm og mottur út um alla íbúð, í staðinn fyrir skítuga sokka og pissubletti á baðherbergisgólfinu.
Ég braut odd af oflæti mínu í gær og setti mig í spor metróguðsins David Beckham. Sumir voru orðnir þreyttir að horfa á unibrowið mitt. Því var ráðist í það í gær að plokka mann. Stelpur, þið eigið alla mína samúð. Guð minn góður, þvílíkur sársauki. Grátbólgin augu og rauðflekkóttar augnabrýr. Beuty is pain, er það ekki. En ég veit ekki hvort þetta hafi verið beutiful, frekar svona eins og langveikt barn með engar augnabrýr.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home