fimmtudagur, maí 26, 2005

Freknufés

Djöfull er maður alltaf búinn á því í steikjarsól sem skín á fésið á manni allan daginn. Ég er orðinn eitt stórt kringlótt rautt freknufés. Ég setti í gær inn link inn á gömlu síðuna mína. Shjjjjiiittt. Mér líður eins og ég sé að sýna öllum gamla dagbók frá því ég var 13. En því miður fyrir mig þá er þetta bara árs gamalt. Skemmtilegar staðreyndir um kvikmyndaáhuga minn. Myndir sem fjalla um andlegan þroska! Damn, skjóttu þig í hausinn túrtappi. En dagurinn í dag byrjaði svona brilliant vel, fór í krús um nauthólsvíkina og alla leið í Kópavog. Það jafnast ekkert við togaralífið. Reyndar var þetta bara árabátur og Jón feiti eða e-ð. En ég segi nú bara rétt upp hend sem eru komnir í sumarfílíng! Þið sjáið mig ekki en ég er með aðra höndina á lofti og hina á djásninu..for the homies. kærlig hilsen.

6 Comments:

Blogger arna said...

sumarið er yndislegt. sólin er yndisleg. freknur eru yndislegar. meira að segja ég er komin með freknur.
ég rétti sko upp hönd!

7:28 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Freknur eru kúl, þú setur bara eggaldin framan í þig til að laga litinn.

Andlegur þroski er kúl :) maður þarf ekki að skammast sín fyrir "gamlar dagbækur", you need that like a shotgun blast in the face.

Nauthólsvík er kúl og hvað betra en árabátur sem er nær okkar víkingauppruna en nokkuð annað.

Örn "kúl" out

8:38 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Eg er þokkalega komin í sumarfíling enda er það komið hingað with a blast! 18°C á miðnæti í nótt og 25° í dag, þannig að það var hjólað á stuttaranum :) Verst að ég neyðist til að hangsa inni í allan dag í störukeppni við Word :(

En hér með er hendin upprétt !
Haukurinn

6:47 f.h.  
Blogger Ásta said...

Ég rétti líka upp hönd! Enda er ég að njóta sama frábæra veðurs og hann Hauksi minn! Ég fór einmitt út að skokka í gær, alls óvitandi um hitastig dagsins og hljóp hreinlega á vegg! En ég hljóp að sjálfsögðu mína 5km á þrjóskunni og koma heim nær dauða en lífi vegna vökvaskorts;)hehe

Ég fæ meira að segja heilan mánuð á íslandi í sumar:) Hvert get ég hringt til að panta gott veður?:)

9:21 e.h.  
Blogger Óli said...

Arna, sumarið er tíminn!
Örn, Kúl.
Hlakka til að sjá ykkur bæði í sumar Ásta og Hawk. Hringið í mig ef það vantar góða veðrið, ég get oftast haft áhrif á veðrið með því að standa úti og múna. Hvítur rassinn endurvarpar sólarljósi í miklum mæli á íslenskan mælikvarða.

5:59 e.h.  
Blogger Ásta said...

Hehehe

6:36 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home