mánudagur, maí 23, 2005

Its been a long time since i have rock and rolled. Langt síðan maður hefur látið skáldamjöðin flæða og skrifað e-ð af viti. Margt búið að gerast og ske. Fór á Mugison á laugardag sem er algjört sjarmatröll og mér langar alltaf að kyssa hann þegar ég sé hann á sviði. En ég gat það ekki og kyssti hann baksviðs eftir tónleikana. Brúðkaup á laugardag hjá systu sem var snilld. Helgi Björns fór á ókostum í kirkjunni með falskri falsettu sem stakk mann í hjartastað. En fínasta veisla bætti upp fyrir ósköpin. Loksins loksins er skólinn búinn og flest sem maður þarf að gera í vinnunni. Búið að hanga yfir manni svolítið. Nú getur maður farið að einbeita sér að öðrum hlutum eins og að hanga í tölvunni og skrifa e-a vitleysu.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

11 dagar Óli! Ég sem var búinn að hengja upp myndir af þér á ljósastaura og halda hverfisfund um hvarf þitt. Jæja, ég læt þá lögguna vita að við séum hætt við að slægja höfnina.


KT

8:12 f.h.  
Blogger arna said...

já þú ert alls ekki nógu aktívur..
en til hamingju með systu. ég geri ráð fyrir að þetta hafi verið marta..

5:56 e.h.  
Blogger Óli said...

Takk fyrir umhyggjuna Kiddi og Arna. Nú er maður kominn aftur á ról og lofa að uppfæra nánast daglega!

6:43 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home