mánudagur, maí 30, 2005

Andvaka

Andvaka andvaka. Á meðan ásarnir sofa liggja spaðarnir andvaka. Nú líkur leiðinlegasta degi í lífi Ólafs. Er búinn að vera í þynnkuástandi í tvo daga þó að ég hafi ekki snert dropa í gær. Ég er kominn á e-ð andvökuskeið. Lá andvaka í gær til 6 eftir ofát á harðfiski. Og nú tekur önnur eins nótt við, en hvað gerir maður þá? Jú, faðmar bestu vini sína hr. Sharp og frk. Samsung. Gæðaþáttur eins og Þak yfir höfuðið er á eftir, sem er náttúrulega sá besti frá upphafi í íslensku sjónvarpi. Er búinn að hlaupa 14x maraþon í dag í hinum ýmsu íþróttagreinum. Alltaf eins og ég sé með 100 kg á bakinu og stórir svartir blettir á sveimi hvert sem ég horfi. Fór í gær á óeðlilega steikta mynd sem er The hitchhikers guide...... Mjög góðir sprettir á tímum og alveg séns að hér sé um að ræða klassíker. Spurning um að horfa á hana í rétta skapinu. Snilldar karekterar, eins og Tim úr The Office sem stendur alltaf fyrir sínu. Jæja fasteignasjónvarpið getur ekki beðið lengur. Gúdddd næd.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Erfið helgi hjá þer!?

Ég fór á djammið með mjög erfiðum einstakling um helgina, og hann sýndi mér hvernig maður fer að því að vera fullkomnlega óþolandi svartsýnn, fúll, pirrandi og hrokafullur, en það opnaði augu mín fyrir því hversu gott líf mitt er og er ég því afar kátur og þakklátur :)

Lifi Hrólfur!

Á ég að biðja hann að kikja á þig?

KT

10:29 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hehehe

Alltaf nice þegar maður fær nýtt viðmið og getur fangað yfir því sem maður á en ekki svekt sig yfir því sem maður á ekki. :)

hawk

9:33 f.h.  
Blogger Óli said...

Endilega biddu hann að kíkja á mig. Alltaf gott að hafa e-n sem lætur mann sjá lífið með bjartsýnisgleraugunum.

11:54 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home