Liverpool 6 - 5 Milan
VVVááááá. Ég hef alltaf sagt það. Ef úrslitaleikir eiga að vera skemmtilegir þá verður annað liðið að vera frá Englandi .Djöfulsins geðveiki leikur. Ég hef ekki séð annað eins síðan að Man U tóku nasistana í nösina hér um árið. Maður var búinn að gefa upp alla von fyrir Liverpool menn, en enska ljónið hættir aldrei og uppskáru samkvæmt því. Ekki er það verra að ég þoli ekki ítölsk lið. Ég er ennþá svo spenntur að ég gæti hlupið maraþon án þess að pústa, en ég myndi kannski deyja. Til hamingju allir Liverpool aðdáendur. Á morgun er ekki minni spenningur þar sem að lokaþátturinn af Lost verður líklegast kominn á netið. Ætla ég að ná í hann? Já ég held það bara. Síðan er ég að hugsa um að gerast trekkari á næstu vikum og ná í geimsápuóperur. Síðan ó já síðan ætlar pabbi að arfleiða mig gamla grillinu sínu. Þannig að loksins getur maður grillað almennilega í sumar. Það verður stemming skella dauðu dýri á barbíið fyrir sjálfan mig eða er það bara sorglegt?
2 Comments:
Grill kvöld hjólmar vel!!! Hvenær á ég að mæta?? Verður svo ekki pottþétt eitthvað sumar djamm í júlí???
Haukurinn orðin spenntur að koma á klakan.
Tjá Há það verður sko pottþétt djamm í júlí. Drögum út þröngu djammbolina frá ´97 og förum á klúbbinn....eða kannski ekki. Anyways við tökum á því eins og það sé enginn morgundagur.
Skrifa ummæli
<< Home