þriðjudagur, maí 10, 2005

Yfirmaðurinn minn átti barn í gær og fæðingin tók 33 klukkutíma. Út frá því fór ég að spá í allt sem bíður okkar baunamömmu. Hvernig getur fólk meikað það að standa í fæðingu í einn og hálfan sólarhring. Hvernig verða konur eiginlega eftir þetta, tjónaðar á líkama og sál. Ég býst við að ég verði að vera í góðu andlegu ástandi fyrir þetta. Maður verður sennilega að vera batti og stoð fyrir baunamömmu. Ég sé fyrir mér aðstæðurnar. "Ekki standa þarna með myndavélina lúðinn þinn, náðu í ísmola fyrir mig. Þetta er allt þér að kenna, þú gerðir þetta. Hættu að grenja þarna auminginn þinn." En við komumst í gegnum þetta saman. Fyrsta mæðraskoðun á fimmtudag og þá kemur margt í ljós. Þ.e.a.s. hvort að allt sé í lagi. Ég sit með krosslagðar fingur þangað til, en eina sem maður getur gert er að vera bjartsýnn og njóta þess á meðan á því stendur.

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hæ !
Mín fæðing tók rúmar 4 klst og það er bannað að hlusta á þessar horrorsögur. Þetta er bara svo yndisleg að það man engin hvað þetta var erfitt þegar barnið er komið í heiminn ;-) Gangi ykkur vel á fimmtudaginn, það verður æði.
Kveðja María

10:39 e.h.  
Blogger arna said...

en þetta er auðvitað ekkert miðað við að láta plokka á sér augabrúnirnar ;)

1:26 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Númer eitt tvö og þrjú er að gefa skít í nátturfæðingakyrjarana sem hanga í sínum lopapeysum og hippamussum uppi í heilsuhúsi. (Þeirra þankagangur á eftir að enda með því að konu fara aftur út í móa með trékubb milli tannanna). Mænudeyfing, mænudeyfing, frostpinni og svo meira dóp! ;o) Til lykke med det hele!

9:35 e.h.  
Blogger Óli said...

Takk María mín, þetta gengur eflaust eins og í sögu.
Arna, below the belt! Ég var plataður út í það.
Heyr heyr JóJó, mænudeyfing og meira dóp og ekkert kjaftæði!

10:42 e.h.  
Blogger arna said...

hehehe.. sorry, varð bara að segja þetta ;)

11:28 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home