sunnudagur, maí 01, 2005

Ferð til fjár

Fór áðan í mestu makindum niður í bæ að kíkja á borgarbókasafnið til að afla mér heimilda fyrir ritgerð sem ég á að vera löngu byrjaður á. Ég gekk brattur niður laugaveginn í skítakulda og ákvað þegar komið var niður á torg að skella í mig einum tilboðskafbát á subway. Ég fékk mér roastbeef og settist niður til að gæða mér á dýrinu. Við hliðina á mér sat þessi þungarvigtarmaður með mikið skegg og sólgleraugu. Hann leit út alveg eins og Rick Rubin ef það veit e-r hver það er. Nema að þessi maður lyktaði eins og dauðinn sjálfur eftir vikulangt baðleysi. Þegar ég var búinn að gæða mér á helmingnum af bátnum þá rekur gaurinn svona svakalega við að gólfið skalf og nötraði. Ekki miskilja mig, ég er allur fyrir að sleppa einni bombu af og til, þá helst í góðra vina hópi, en þetta. Come on! Á matsölustað í kringum fullt af ókunningjum. Ég er enginn snobbhæna en ég gat nú bara ekki annað en misst matarlystina í gegnum gólfið og þurfti bara að taka með mér hálfa bátinn út í poka. E-ð sem ég hef aldrei gert áður. Síðan var förinni heitið á áðurnefnt bókasafn, sem var síðan að sjálfsögðu lokað sökum þess að í dag er 1. maí. Gáfaði ég hefði getað verið heima, borðað kalda pizzu frá því í gær, prumpufýlulausa og horft á boltann í hlýjunni. Fyrirhyggja ha! Hvar er hún? Þessi helgi er búin að vera mjög spes. Fór vart út úr húsi nema til að leigja mér spólur og kaupa mér óhollustu. Fínt að taka stundum svona afslöppun. Vill óska henni Unu til hamingju með afmælið um daginn. Skonsan orðin 26 ára gömul, prófessor í háskóla og nýbakaður íbúðareigandi!
Að lokum vil ég kasta kveðju á vopnabróður minn, Örn Gunnarsson, I miss u bro. Get ekki beðið eftir að þú komir heim og við tökum rúnt eða djamm old school style!

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

old school djamm hjómar mjög vel :) eitt svona í anda þess þegar Þórarinn Ævars var okkar helst umkvörtunar efni ;)

Haukurinn

7:27 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

svo gröfum við upp vilsælustu tónlistina frá , humm, hvað var það aftur? c.a. 95-97 (fuck 10 ár!)og hvað menn voru að drekka þá :) (amk ekki bjór hjá mér) verður stuð, ég er amk orðin bara spenntur, hehe.

Haukur orðin veikur :)

1:26 e.h.  
Blogger Óli said...

Ég er strax spenntur. Við hringjum í Jóa hnefa og pöntum landa í tilefni þess að við djömmum á 10 ára fresti núorðið

8:02 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home