föstudagur, maí 27, 2005

Búinn að vera brjálaður dagur í dag. Kassabílarallí á Ingólfstorgi með Draumalandi. Brjálaður hiti og börn í yfirliði vegna ofsykursáts. Flestir helstu fjölmiðlar landsins mættu á svæðið og meira að segja tekið viðtal við yours truly í mbl. Maður fylgist spenntur með fréttunum í kvöld á rúv. Nú er það bara að koma sér í sund og hvíla lúinn bein í pottunum. Ég sá alveg magnaðan þátt um daginn um Brian Wilson og Smile ævintýrið allt saman. Mikill snillingur þar á ferð sem tapaði sér í sköpunargleðinni og grænmetisátinu. Í framhaldi af því fór ég að velta fyrir mér hvað gerir mjög gott lag. Ég komst að þeirri niðurstöðu að þessi litlu augnablik séu það sem geri gæfumuninn. Eins og magnaða bassastefið í Some girls are bigger then others með Smiths, lætur mann fá gæsuhúð á rassinn. Og þegar að Prince syngur í Purple rain "If you know what im singing about up here, come on and raise your hands" chillingly gott stuff. Góða helgi og gangið hratt um gleðinnar dyr.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home