laugardagur, maí 07, 2005

Fjölgun mannkyns; fleiri rauðhærðir; Jibbí

Býst við að tími sé kominn til að segja frá verst geymda leyndarmáli síðan að George Michael kom út úr skápnum. Ég er sem sagt að verða pabbi í fyrsta sinn. Hún baunamamma a.k.a. Valgerður Björg ber litla rauðhærða baun undir belti og eigum við von á að sjá hana/hann í lok nóvember. Loksins loksins ræst úr draumnum, sem er að stofna alveg rauðhært band. Ég sé um söng og gítar, krakkinn um trommurnar og bakraddir. Ég sé þetta allt fyrir mér. Fór í gær með pabba á Apótekið og borðaði og drakk eins og það væri enginn morgundagur. Svaka fínn matur en soldið illa útlátið miðað við að ég þurfti að selja mig fyrir skammtinn. Frekar dýr staður en Nylon stelpurnar björguðu kvöldinu með nærveru sinni og þó ég tali nú ekki um guðinn sjálfan hann Einar Bárða. En sem sagt til að sum up þá er ég að leggja mitt af mörkum til minnihlutahóps rauðhærða með því að bæta einum slíkum í heiminn. Hún/Hann má alveg fá gullfallegt útlit baunamömmu en algjört skilyrði að ég fái háralitinn. Ef þið viljið senda mér gjafir í tilefni þessa þá er heimilisfangið Njálsgata 69. Mig vantar nýjan ísskáp og nýtt sjónvarp. Einnig væri vel þegið að fá utanlandsferð. Bara svona til að gefa ykkur hugmyndir.

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

TILHAMINGJU KARLINN MINN, glæsilegt!! Bestu kveðjur frá öllum hér á Kagså :) Ég hef engar efasemdir um að þú eigir eftir að taka þig stórglæsilega út í þessu nýja hlutverki.

Haukurinn

9:55 f.h.  
Blogger Óli said...

Takk fyrir kveðjuna Haukur og bið að heilsa öllum í Kagsá.
Hobbitahýsill, þú ert velkomin á hljómborðið. En ekki vera reiður rauðhaus. Vertu stoltur rauðhaus. Við erum minnihlutahópur og verðum að standa saman! I´m red and i´m proud.

9:21 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Frábært dæmi! Til hamingju. Þar sem ég er eiginlega ekkert rauðhærður lengur, en var það svo sannarlega skal ég bara vera grúppía.

Bestu kv.
KT

9:37 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

góður...

1:55 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

góður :)

1:55 e.h.  
Blogger Ásta said...

Til hamingju!!! Ég kem alveg af fjöllum! Ég hélt sko að ég yrði á undan:) Þú átt eftir að sæma þér vel í þessu hlutverki eins og Haukur segir, og ég hlakka mikið til að sjá mini-Óla!!:) Rauðhærð börn eru sætust;)

Kærar kveðjur, Ásta

2:02 e.h.  
Blogger Óli said...

Takk ylfa mín, þú ert að sjálfsögðu gjaldgeng í bandið.
Ásta, ég segi bara sömuleiðis. Hlakka til að sjá mini-Jakob/Ásta.

5:28 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home