Orðheppni maðurinn
Ég hef oft verið talin orðheppinn maður með eindæmum. Fólk sem ekki þekkir mig telur mig sennilega hrokafullan eða heimskan. Dæmi um heppni mína með íslenska tungu kom berlega í ljós um daginn þegar ég og baunamamma vorum að tala saman. Hún hafði farið og náð í mat fyrir okkur í veikindum mínum á ónefndum veitingastað niður í bæ. Þar hafði maður útlendur í útliti á fínum bíl gert hosur sínar grænar fyrir henni og henni fannst þetta allt hið furðulegasta mál, í ljósi þess hversu lítil hún er. Þá sagði ég og meinti alls ekkert illt með. "Vá sá hefur verið desperat". Og baunamamma þakkaði mér pent fyrir hrósið. Úff ég trúi varla að það sé komin helgi aftur, maður er nýstiginn upp úr veikindum og þá fær maður bara að sofa aftur út. Helvíti fínt það. Ætli þetta verði ekki helgi hinna miklu lesningar og ritgerðarskrifta. Fór á Barnaspítala Hringsins í dag að heimsækja litlu stúlkuna með lærbrotið. Ekkert smá flott aðstaða. Ég man þegar ég lá ungur að árum útúrgifsaður og kvalin á Landakoti í margar vikur. Þá var ekki mikið um PS2, video eða sjónvarp. Bara gamlar hjúkkur að pota í mann og eitt andrésblað frá 1920 til að lesa. Svona eru tímarnir breyttir.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home