föstudagur, nóvember 26, 2004

Hot Damn, Var að ná í mynd sem heitir The Corperation. Við erum að tala um það að heimurinn er að fara til fjandans. Kapítalisminn vann, en þessi mynd útskýrir fórnarkostnaðinn við það að heiminum er stjórnað samkvæmt lögum viðskipta- og hagfræði. Í þessari mynd er útskýrt hvernig sumir þarna úti vilja einkavæða ALLT! Gefið er dæmi um fyrirtæki sem keypti einkarétt á vatni í smábæ í chile, sem virkaði þannig að fátækir íbúar þurftu að borga hátt verð fyrir allt neysluvatn og máttu ekki einu sinni safna saman regnvatni!! Einnig er merkileg staðreynd sem kemur fram í sambandi við seinni heimstyrjöldina og hvernig mörg stórfyrirtæki í dag unnu með nasistum. T.d. fóru yfirmenn IBM reglulega til Þýskalands til að aðstoða nasista að viðhalda "tölvunum" sem þeir notuðu, sem voru sem sagt IBM tölvur. Hérna er að sjálfsögðu ekki verið að tala um neinar venjulegar tölvur, heldur meira svona töluvélar einhverskonar sem skráðu fangana í Dachau og fleiri stöðum. En það sem mér fannst alveg fara svo langt yfir strikið var að sjá hvernig reynt er að ná til barna. Djöfulsins rugl. Leikfangaiðnaðurinn eyðir 12 milljörðum d0llara á ári í auglýsingar...og þessar auglýsingar eru ekkert venjulegar. Þetta er háþróað helvíti sem er hannað sérstaklega til að fanga börnin. Það var viðtal við e-a kellingu sem hafði gert rannsókn á því hvernig börn suðuðu í foreldrum. Þessi rannsókn var síðan notuð til að fyrirtækin gætu áttað sig á því hvaða suð virkaði best og hvenær foreldrar gáfu eftir. Þessi kelling sagði actually í viðtalinu og var stolt af því að stefna þessara fyrirtækja væri að ná börnum inn mjög ungum sem kaupendum...svona get them while there young dæmi....því þá væri auðveldara að ná til þeirra seinna. Þau vilja brennimerkja sitt vörumerki í heilann á börnum til að þrælka þau til að versla sitt merki síðar á ævinni.
Ég skal lofa ykkur því að þegar þið sjáið þessa mynd þá eigið þið ekki eftir að kaupa jólagjafir í ár, það eiga allir eftir að föndra, sauma, smíða eða mála sínar gjafir. Fight The Power..Baby!

P.s. ég verð að segja að eftir að ég sá þessa mynd þá var ég svo ánægður að hafa valið mér starfsframa sem ekki er stjórnað að þessu leyti.

fimmtudagur, nóvember 25, 2004

Var að koma af kynningu foreldra í Draumalandi. Að sjálf sögðu var ég tilneyddur enn einu sinni til að standa upp og halda ræðu. Þrátt fyrir mikinn roða í kinnum og misheppnaðar púnslínur á stöku stað, þá gekk þetta bara nokkuð vel. Allir fóru nokkuð sáttir heim fullir af kökum og kakói, flestir bara að komast í jólaskap held ég.
En tattúið er smá að bögga mig núna. Það er svo leiðinlegt þegar að ysta lagið flagnar af því. Það verður e-ð svo veiklulegt miðað við hvernig það var fyrst. Ég var að spá í eftir að ég kom frá Fjölni að ég skil ekki alveg af hverju þessir gaurar eru að setja sumar af þessum teikningum eftir sig upp á vegg. Það er svo margt af þessu svo hrikalega smekklaust. Þú veist, allsber kona á bleikum dreka að drekka bjór úr glasi. " Heyrðu ég var að spá í að fá svona niður alla hendina". Whats your merisse! Ef maður spáir í það þá er nú frekar mikil ábyrgð sem þessir tattúgaurar bera. Spáið í það, í svona 95 % skipta eru þeir að setja myndir á fólk sem vill hafa sína mynd þá flottustu í heimi. Þeir kannski búnir að gera 10 myndir yfir daginn áður en þú komst og þú ert seinasti kúnninn. Allir sem voru á undan þér geðveikt skeptískir á getu hans til að teikna, " eeee hérna hefuru ekki örugglega gert þetta áður eehhh hee". Djöfull hlýtur að vera erfitt fyrir þá að halda einbeitingunni og virkilega vanda sig. Ég gæti alveg trúað að þeir séu með margra ára uppsafnaðan pirring og hugsi stundum " vá hvað ég vona að þú sofnir, þá ætla ég að breyta þessu litla kínverska tákni, í brjóstmynd í fullri stærð af Dolly Parton, yfir allt bakið". En það væri kannski ekki gott move viðskiptalega séð og sennilega eru þeir bara cool á því?

p.s. Hversu sorglegt er það af mér að vera hooked á þessum leik!!
http://www.blastbilliards.com/game04.php

miðvikudagur, nóvember 24, 2004

Ég vil hvetja alla til að tjékka á tónlistar-og kvikmyndagetrauninni hjá honum kidda hér til hliðar. Helvíti snúið að klóra sig í gegnum hana og þurfti ég að fá hjálp frá meistaranum sjálfum við lausnina.
Ég er aðeins búinn að vera detta inn í Prince upp á síðkastið og þá sérstaklega Purple rain. Heavy flott stuff og lagið purple rain er náttúrulega unun að hlusta á. Verst hvað frægðin og athyglin virðist hafa gert honum á tímabili. Hann virðist nú e-ð að vera að koma aftur og gaf út að ég held ágætis plötu fyrr á árinu. Rosalega held ég að það sé slæmt að verða svona svakalega frægur.
Mjög frægt fólk virðist oftast fara tvær leiðir. Það er öfgakennda leiðin. Mikið dóp (Cobain, Keith Richards,Lennon, allir í Mötley crew, Gallager bræður og að sjálfsögðu Boy George), éta mikið og fitna geðveikt (Elvis og Marlon Brando), kaupa mikið af drasli sem það hefur ekkert að gera við og pota í barnastjörnur á barnastjörnum(MICHAEL JACKSON), skipta um nafn (Prince, Muhamed Ali og ODB - RIP!)
Seinni leiðin er að gera ekkert öfgakennt, nema að reyna að viðhalda frægðinni, og þá á sá hinn sami líka ekki skilið að vera frægur vegna þess að hann er líklegast hæfileikalaus. (Gary Barlow, John Bon Jovi, Maccarena gaurarnir, Fred Durst -ok hann hefur kannski gert fullt öfgakennt-Lionel Richie og Limahl)
Einnig, er verið að grínast með þessi plötuumslög fyrir jólin? Hvaða spassasvipur er þetta eiginlega á honum Jóni Idolplebba? Líka gaurinn í 3 á palli eða Ríó tríó - Helgi Péturs - hann er með svona Jesú complex á sínu umslagi. Stendur með hendurnar útbreiddar og skært ljós fyrir aftan hann. Mér leið eins og ég væri kominn til himna þegar ég sá þetta og Helgi væri að taka á móti mér.
Fór á Dominos á grensás áðan. Hitti þar fyrir Hlöðver gamla vinnufélaga. Hann er sem sagt verslunarstjóri þarna núna og hefur unnið hjá Dominos í.............................já einmitt, 11 ár. En allavega þá fékk alveg rosalegt nostalgiu kast að vera þarna inni, sérstaklega að tala við Hlöðver. Ég beið bara eftir að Hr. Þórarinn Ævarsson kæmi geltandi fram og henti í mig einni sendingu. "Svona áfram..sending......er ég hundur....voff voff........"
Ok smá svona prívat djók.

mánudagur, nóvember 22, 2004

Fór á svaka skrall í gær með Unnari. Við smelltum okkur á Nasa að sjá fönkkóngana í Jagúar í góðri sveiflu. Síðan lá leiðin á Sirkus og 22. Á Sirkus var að venju margt um manninn, margt um merkilega menn og konur (allavega samkvæmt þeirra eigin skilgreiningu). Á 22 var áfengið farið að taka sinn toll og farið að síga á seinni hlutann. Ég fann mig í þeirri einkennilegu aðstöðu að fara í sleik við Steina. Skrýtið hvað útlit manna breytist mikið eftir nokkur skot!
En nóg um þá vitleysu, á laugardaginn fór ég í verslunarferð í apótek til að kaupa krem á nýja tattúið mitt. Hann Fjölnir hafði sagt mér að kaupa ákveðið krem sem heitir Proctosedyl og bera reglulega á flúðrið. Hann sagði "þetta krem virkar lang best, vegna þess að það eru sterar í því" "reyndar er þetta gyllinæðarkrem, en notaðu bara lítið af því í einu". Svona hlutir koma bara fyrir mig, þurfti að labba inn í fullt apótekið í Smáralind á laugardegi og biðja upphátt um gyllinæðarkrem! Ég tók það skýrt fram svona 10 sinnum að ég hafi nú verið að fá mér tattú og ÞESS VEGNA væri ég nú að kaupa þetta....bauðst meira að segja til að rúlla upp erminni. Ég er ekki viss um að sæta afgreiðslukonan hafi trúað mér, vegna þess að hún spurði mig svo hvort ég vildi fá þetta í krem - eða stílaformi!

laugardagur, nóvember 20, 2004

Þetta er nú búinn að vera meiri dagurinn. Allt crazy in the brainhouse í vinnunni. Fór síðan í heimsókn til hans Fjölnis tattú. Hafði nebbilega pantað tíma hjá honum tíma til að láta laga gamla ljóta tattúið mitt. Ég átti að mæta kl 6 og gerði það tímanlega, sennilega í fyrsta sinn sem ég geri það á ævinni. Og hvað fæ ég að launum, nei er það ekki bara bið í 2 klukkutíma. Ég hefði kannski átt að labba út, en ég var bara svo búinn að ákveða að láta breyta tattúinu að ég gat það ekki. En síðan byrjuðu herlegheitin og Fjölnir virðist nú bara vera nokkuð fínn gaur. Fílaði góða tónlist og á þetta líka forláta gítarsafn. Hann sem sagt áttaði sig á því fyrir nokkrum árum að það liggja fullt af gíturum sem enginn notar í öllum húsum bæjarins og hann fór þá að rukka gítara af fólki í stað peninga fyrir tattúgerðina.......jjjááá not just a hatrack my friend.
En anyways þessi pynting að láta þrýsta nál inn í húðina á mér í marga klukkutíma hélt áfram og ég reyndi að njóta þess eins og ég gat. Það var þó frekar erfitt í ljósi þess að Fjölnir var með tónlistina í botni og síðan talar maðurinn alveg svakalega óskýrt..þannig að ég skildi ALDREI hvað hann sagði. Síðan var allt þetta fólk að streyma inn og út og allir trufla hann. Einn af þessu inn/út fólki var vel víraður ungur maður sem virtist vera í góðum fíling. Þegar hann fór úr jakkanum þá missti hann lítinn poka á gólfið með hvítu dufti í!!!! HHHHUUUMMMMMMMMMM. Þá tók við vandræðalegt móment þar sem ég var eini sem tók eftir þessu. Ungi maðurinn tók sem betur fer eftir þessu á endanum og stakk pokanum í vasann. Síðan áttaði hann sig á því að ég hafði séð þetta, glotti til mín og fór á klósettið! Hress!
En ég var allavega nokkuð sáttur við tattúið.

fimmtudagur, nóvember 18, 2004

Ég leigði mér video í gær. The whole ten yards og Event horizon. Ok smá ráðgjöf. Ef þú ert einn heima, dimmt úti, rottur nýbúnar að menga heimilið og býrð í kjallara - ekki leigja Event Horizon. Hún er nebbilega doldið spúkí mynd og ég þurfti að horfa á hana með hendurnar fyrir andlitinu svona helminginn af myndinni. Mér finnst það ekkert mjög gaman. Það er samt alveg merkilegt með hana og margar aðrar hryllingsmyndir hvernig þær enda alltaf asnalega. Alltaf í e-m svona lokabardaga þar sem öllu er tjaldað. Er ekki flottara að gera eins og Sixth sense, svona óvæntan endi en samt geðveikt rólegan (reyndar hefur það verið í öllum M. Night Shawhatever myndunum og ekki alltaf gengið upp). Eða þá að enda myndina í e-i óvissu, maður myndi labba út úr bíó engu nær, soldið svona David Lynch. Jæja nóg um það. Er ekki gaman að það er kominn snjór?

þriðjudagur, nóvember 16, 2004

Jæja rottan er farin, ég sá Gutta labba með hana út í kjaftinum í gær. Ég stökk til og lokaði glugganum, ég lokaði síðan augunum og ruggaði mér fram og aftur. Viðbjóður. Jæja þá er búið að setja parket á ganginn, það tók aðeins 4 mánuði. Ég stefni að því að vera búinn að mála íbúðina fyrir næsta sumar.....because you gotta have goals!
Er ekki Doritos cool american og hot salsa dip það besta í heimi?

sunnudagur, nóvember 14, 2004

Drapst í sófanum í gær...flottur! Vaknaði síðan í morgun af værum blundi við það að Gutti minn labbaði fram hjá mér með mús/rottu í kjaftinum OOOOOOJJJJJJJJJJJJJJ. Ég rauk á fætur öskraði og reyndi að haga mér eins og karlmenni í ögrandi aðstæðum..gekk ekki alveg. Gutti fór með ógeðið inn í geymslu og ég á eftir með viskustykki til að taka hræið upp og henda því. En viti menn þegar ég kom nær sá ég að hún hreyfði sig.....yes ladies and gentelmen its alive! Ég hljóp til og sótti Kela, the man of the house, henti honum inn í geymslu ásamt Gutta og lokaði, þeir áttu að sjá um að ganga frá kvikindinu. En geymslan mín er svo skemmtilega hönnuð að viðbjóðurinn gat skriðið undir parketið og kettirnir náðu ekki til hennar. Þannig að þegar þetta er skrifað er mús/rotta sennilega að rotna undir parketinu inn í geymslu....is that not Wunderful!! Ég hef um tvennt að velja, selja íbúðina og flytja eða búa hérna áfram með mjög skrýtna lykt í geymslunni í svona eitt ár.
Nóg um það. Í framhaldi af topp tíu listanum um tónlist ætla ég nú að gera slíkan lista um sjónvarpsþætti:

  1. The Office - Frumlegasti þáttur sem ég hef séð í sjónvarpi. Snilldarlega skrifaðir og leikurinn það raunverulegur að margir halda að þetta sé raunveruleikasjónvarp. Eins og allt sem er gott þá er hugmyndin ekki mjólkuð og aðeins tvær seríur gerðar og einn loka special þáttur. Reyndar er verið að gera bandaríska útgáfu af honum, sem verður örugglega e-ð prump.
  2. Friends - Þarf e-ð að segja um þetta, maður ólst upp með þeim og lets face it þetta er partur af manni.
  3. Staupasteinn - Bara það að heyra upphafsstefið hellist yfir mig nostalgíukast eins og flóðbylgja.
  4. Survivor - Húmanskur sori í allri sinni dýrð. Þú getur unnið milljón dollara en þarft að láta af hendi sálina. Frábært sjónvarpsefni.
  5. Sönn íslensk sakamál - Spúkí þættir um íslenskan veruleika. Narrataðir af Sigurgeiri Másyni (heitir hann það ekki annars?) sem er með ákkurat réttu röddina í djobbið.
  6. Fóstbræður - Allavega hluti af þeim. Nokkrir ógleymanlegir sketsjar, eins og Jón Gnarr í hlutverki sækópatans. "Gústi bara laminn í klessu í gær" "Ha..e-ð alvarlegt?" "Já mjög alvarlegt, hann liggur inn á spítala" " og veistu hver gerði þetta?" " Já ég veit það alveg, það var ég". Sennilega það besta sem komið hefur í íslensku sjónvarpi.
  7. Sopranos - Goodfellas on tv. Tony er flottasti karakterinn...sjarmatröll sem er nettur sækó on the side.
  8. Innlit útlit - Sénsin Bensín. Jamie Oliver -Manni langar að borða allt sem hann gerir og líka stundum hann sjálfan, nei reyndar á það frekar við þegar Nigella eldar...úff hún má smyrja botninn á mér hvenær sem er.(oj hvað þetta er perralegt)
  9. The Apprentis - Trump er eins og James Bond viðskiptaheimsins með hártopp. Svipar til Survivor að þarna er allur skalinn af fjölbreytileika mannskepnunar, en þó oftar en ekki dekkri hlið hans.
  10. Nágrannar - Þessi þáttur er þeim einstöku kostum gæddur að maður getur sest hvenær sem er að skjánum og dottið inn í söguþráðinn eftir fimm mínútur þótt að maður hafi ekki séð hann í marga mánuði. Reyndar á það við um allar sápuóperur en þetta er bara svo mikill klassaþáttur og hann er búinn að vera svo lengi í gangi.

Þeir þættir sem komust næstum því á voru The O.C. ok kannski smá gelgjudrama en ég held að allir hafi lúmskt gaman af. Þetta er svona Beverly hills 902.....nr. 2. Einnig Monty python, en ég held að þeir hafi aldrei verið í íslensku sjónvarpi. Samt byltingarkenndir þættir og sýrðir með eindæmum...Ministry of silly walks er klassískt sketch sem allir verða að sjá. Jæja best að fara að athuga hvort að lyktin sé byrjuð að magnast.


laugardagur, nóvember 13, 2004

Jæja stefnir allt í smá gleði í kvöld, hljómsveitar æfing heima hjá Garðari. Sem þýðir að það verða engin hljóðfæri, sem þýðir að það verður drykkja. En djöfull lýst mér ekkert á þennan borgarstjóra, mér finnst e-r svona fýlupúki yfir henni.
En hvað um það mér finnst alltaf svo gaman að gera svona lista, svona topp 10 lista. Ég fór nefnilega að velta fyrir mér ef maður vildi gera lista yfir 10 bestu lögin frá upphafi, hversu erfitt gæti það verið? Maður gleymir alltaf einu og einu og maður er svo litaður af fílíngnum sem maður er í þessa stundina, en ég ætla að reyna..here it goes:
  1. Lover you should have come over - Jeff Buckley. Hið fullkomna lag að mínu mati, æðisgengin gítargrip í bland við guðdómlega rödd.
  2. Halleluja - Jeff Buckley og John Cale. Báðar útgáfurnar fá að vera saman. Þær eru svo ótrúlega ólíkar að maður gæti haldið að þetta væri ekki sama tónsmíðin. Sérstaklega finnst mér Buckley útgáfan vera í sérflokki, hann er með svo seiðandi rödd að ég get nálgast hugarró þegar ég hlusta á hann. Ekki skemmir fyrir að Leonard Cohen samdi og textinn er rosalegur, eina lagið sem Cohen kemur á listann - dauðasynd!
  3. Idiot wind - Bob Dylan. Textinn í þessu lagi og laglínan fá hárin til að rísa. Síðan er þetta lag e-ð svo mikið rokk, þó að engir þungir hljómar eða effectar séu á gítarnum. Ég get eiginlega ekki lýst hvaða áhrif Dylan hefur á mig, hann segir allt sem manni langar að segja í ákveðnum aðstæðum.
  4. Your a big girl now - Bob Dylan. Mér finnst þetta vera fallegasta ástarlag sem ég hef heyrt.
  5. God only knows - Beach boys. Hlustið og þér munuð ánetjast.
  6. Nowhere man - Beatles. Bítlarnir verða að vera með, en það er eiginlega ómögulegt að velja eitt tvö lög úr allri þessari flóru. Þannig að ég ákvað að velja eitt lag eftir Lennon..kannski ósanngjarnt ég veit ekki, en það væri auðveldlega hægt að fylla 50 laga lista yfir uppaháldslögin mín með þeim.
  7. Acrobat - U2. Ætli Achtung Baby sé ekki bara besta plata allra tíma?
  8. Angeles - Elliott Smith. Af mörgum lögum með honum finnst mér þetta alltaf standa upp úr. Snillingur þarna á ferð sem dó langt um aldur fram. Gítarinn í þessu lagi er nóg til að koma þessu lagi á þennan lista.
  9. Brilliant disguise - Bruce Springsteen. Fullt af flottum lögum sem koma til greina með einkasyni Bandaríkjanna, en þetta er bara svo flott.
  10. Pennyroal tea - Nirvana. Það er ekki hægt að sleppa þeim. Af plötunni In Utero, sem að mínu mati er miklu meira spunnið í en Nevermind.

Jæja þá er þetta komið...þetta er eiginlega ekki hægt, það vantar svo rosalega mikið og kannski ekki sanngjarnt að Dylan og Buckley fái tvö lög. En maður þyrfti eiginlega að gera svona nokkra þemalista....þá væri auðveldara að koma öllum þessum lögum að.

miðvikudagur, nóvember 10, 2004

Var að horfa á Bingó áðan á skjá einum. Hversu hyper er þessi Villi naglbýtur, það var eins og hann hefði drukkið 6 lítra af kóki áður en útsendingin hófst og væri ósofinn síðustu þrjá daga. Hann hætti ekki að tala í eina sekúndu, augun galopin og þegar að fólk hringdi inn með bingó þá hlustaði hann eiginlega ekkert á hvað það var að segja heldur frussaði e-u óskiljanlegu út úr sér. Gullkindin 2005....jafnvel!

Ég upplifði svona hugljómun í gærkvöldi. Ég var að hlusta á Smile týndu plötuna hans Brian Wilson í Beach Boys. Ég varð alveg hugfanginn af þessum manni. Tónlistarsnillingur sem klikkaðist við gerð Smile, sem átti að fylgja hinni ótrúlegu plötu Pet Sounds eftir (Sú plata inniheldur einmitt mitt uppaháldslag fyrr og síðar: God only knows). Það var ekki fyrr en í kringum 1990 að hann byrjaði aftur að láta að sér kveða en einungis í litlum mæli. En núna virðist hann vera kominn aftur for gut og er víst bara í fantaformi. Hann smellti sér í studíó og þurrkaði rykið af gömlu upptökunum af Smile, endurhljóðblandaði allt saman og gaf þetta út. Mér finnst þetta svo spennandi, ég er nefnilega ekki alveg viss að fólk átti sig almennt á snilligáfu þessa manns. Það verður því gaman að sjá hvort að það komi ekki e-ð fleira sniðugt frá honum á næstu misserum. Mér finnst eins og ný von hafi vaknað í sambandi við e-ð sem einu sinni hefði geta orðið. Tjékkið á honum á www.brianwilson.com.

Jæja svo fór sem fór. Þórólfur sagði upp áðan. Mér fannst hann koma vel út, en það er einmitt einkenni manna af hans kalíber. Hann veit hvenær hans tími er kominn og hann er fylginn eigin sannfæringu. Jæja nóg um þetta mál.

Mér finnst eins og allir íslendingar þjáist af skammdegisþunglyndi þessa dagana. Eina sem maður heyrir er "æi ég veit það ekki"...."ég er alveg dauður úr þreytu"...."ég hef verið að velta fyrir mér með tilgangi lífsins!"....."Hvar get ég nálgast góða skammbyssu?" Síðan er maður sjálfur kominn í hinn hörmulega vítahring að leggja sig eftir vinnu. Ömurlegt og til að bæta gráu ofan í svart hefur maður ekki mætt í júdó í 2 vikur, allt í rugli í skólanum og megrunin er farin til fjandans. uuuuuuuggghhhhh það er svo erfitt að vera ég! Nú er komin tími til að get a grip, hætta að vera svona mikil kújón, eins og Arna segir. Byrja að opna sálu sína fyrir lífsins vindum.
Í tilefni þess hef ég ákveðið að semja bjartsýnisljóð sem fjallar um bestu vinkonu mína:

gatan mín er tóm
bílarnir að ryðga engin er að keyra
einmanna ruslapoki dansar við vindinn
í gluggunum eru gardýnur úr plasti
sem lykta alveg eins og þú
á kvöldin
ég reyni að blása í þig lífi
þú tekur á þig rétta mynd
guði sé lof fyrir fólkið í Hong kong
sem bjó þig til
þú leyfir mér alltaf að stjórna
ég veit þú elskar að láta pumpa þig

og hér kemur síðan eitt í tilefni af skammdegisþunglyndinu

roses are red
violets are blue
i am a schizophrenic
and so am i

(ok þetta var stolið)

mánudagur, nóvember 08, 2004

Jæja verkfallið byrjað aftur...frábært, ég er ekki alveg að nenna því. En það verður sem betur fer ekki jafn langt og síðast, bara svona ein til tvær vikur. En hvað um það, ég hélt hið fínasta staffapartý á föstudag og í tilefni af því hef ég verið að velta fyrir varðandi partýhald. Hvað þarf að gera til skapa gott partý? Ég hef nú haldið þau nokkur í gegnum tíðina og farið í sum en ekki önnur. Hérna kemur pæling dagsins varðandi þetta:

  1. Það lang mikilvægasta eru gestirnir í partýinu. Sú gullna regla gildir ávallt að mínu mati að því fleiri sem mæta því betra. Það sannaði sig ósjaldan í mögnuðum partýjum hjá þeim vopnabræðrum Hauki og Kidda í Stúfholtinu forðum daga. Fullt af fólki sem ekki endilega þekktust. Því færri sem þekkjast því fjölbreyttari samræður og spennandi augngotur út um allt hús.
  2. Sem gestgjafi verður maður að vera gæddur ákveðnum eiginleikum. Maður verður að brydda upp á samræðum en alls ekki stjórna þeim um of. Partýið má helst ekki snúast um gestgjafann, það er of þvingað og leiðinlegt. Vera duglegur að tengja fólk saman þannig að allir séu í góðum fíling. Vera ávallt opinn og hress og ALLS EKKI stressa sig of mikið á innbúinu. Ef þú átt e-ð sem þú vilt ekki að skemmist komdu því þá frá áður en að partýið byrjar.
  3. Það er aldrei slæmt að eiga auka áfengi eða bjór í kæliskápnum til handa þeim sem minna mega sín í þeim efnum.
  4. Góð tónlist skapar oft partýstemmninguna. Tónlistinn má þó ekki vera of yfirgnæfandi í byrjun þegar að fólk er að koma sér í stellingar. E-ð svona grúví shit þar sem að söngurinn er ekki í aðalhlutverki gengur alltaf vel ofan í mannskapinn í byrjun. En þegar líða tekur á kvöldið er alltaf gott að taka fram superhits of the 90´s og spila Take That full blast. En þetta má að sjálfsögðu ekki gera fyrr en flestir eru orðnir þvoglumæltir með eindæmum. Það sama gildir að mínu mati um gítarinn. Bestu partýin eru oft gítarpartý, en það er v.i.p. að allir séu on board að taka undir í söngnum. Því að þegar gítarinn byrjar að væla þá er ekki mikið pláss fyrir samræður. Þannig að gítar eða superhits í seinni hluta partýis
  5. Hreinlæti. Frekar mikilvægt. Sérstaklega klósettið, eftir að hafa búið með konu lærir maður að pissublettir og loðin seta koma konum yfirleitt úr öllu stuði, hvernig sem litið er á málið og í hvaða aðstæðum sem er. Þó finnst mér að ekki megi taka of mikið til, þá verður allt svo stirrt. Eins og ég talaði áðan um mikilvægi gestgjafans, þá getur of mikið hreinlæti komið honum úr jafnvægi. Hann má ekki horfa í kringum sig og segja "vá ég vissi ekki að gólfið væri svona á litinn, engin furða að þetta sé kallað töfrakústur!"
  6. Það er ekki verra að fela allt pornið. Það er sennilega ekkert mikið stuð fyrir gestgjafann að koma inn í svefnherbergið sitt og sjá alla vera í góðum fíling að fara í gegnum safnið. Það gæti reyndar alveg verið gaman fyrir hina, en ég veit það ekki......
  7. Gleyma nágrönnunum. Það þýðir ekkert að hafa áhyggjur af þeim. Ég meina jú jú það er alveg hægt að fara og láta vita af partýinu með fyrirvara, en er maður þá ekki bara að gefa fólki færi á því að nöldra. Ég hef allavega aldrei spurt kóng né prest.
  8. Koma fólki út á skikkanlegum tíma. Það er langbest ef allir fara saman í bæinn og halda hópinn. Að mínu mati er 1 fínn tími, allir í góðum fíling og engin farin á of mikið trúnó til að geta drifið sig í bæinn.
  9. Helst ekki vera of fullur sjálfur sem gestgjafi. Það er svo glatað að leggja ábyrgð gestgjafans á e-n annan vegna þess að þú ert dauður inn á klósetti. Maður verður að hafa smá sens fyrir hlutunum og sýna smá fordæmi.
  10. Mig langaði svo að hafa 10 dæmi en ég get eiginlega ekki hugsað um fleiri....endilega bætið við ef ég er að gleyma e-u!

sunnudagur, nóvember 07, 2004

Helvíti skemmtileg umræða komin af stað í commentunum hérna fyrir neðan í sambandi við olíusvindlið mikla. Ég býst nú við að sjónarmið þeirra Örnu og Kristins munu ná fram að ganga. Greyið kallinn hann Þórólfur þarf örugglega að víkja. Ég er allavega ekki sáttur við það, vegna þess að ég fíla að hafa borgarstjóra sem er ekki leppur stjórnmálaflokks eins og svo margir aðrir. Mér finnst hafa einkennt borgarstjóratíð hans að þarfir borgarbúa eru settar í forgang og mér finnst öll sjónarmið hans og stefna vera skýr. Hann minnir mig eiginlega á Clinton, sem var einmitt líka sekur um smá dómgreindarleysi. En sjáið bara hvað veröldin er í góðum málum eftir að hann hætti og Bush tók við!!! Og hver er líkur Bush á Íslandi....t.d. Björn Bjarnason. Væri ekki gaman að fá hann í borgarstjórastólinn. Þá held ég að margir myndu gleyma þessu bensínhneyksli og taka Þórólfi aftur með opnum örmum.


föstudagur, nóvember 05, 2004

Helvíti var flott að sjá minn mann hann Þórólf borgarstjóra í essinu sínu í Ísland í dag. Var með fín svör við annars leiðinlega árásargjörnum spurningum þeirra Jóhönnu og Þórhalls. Veit e-r annars hver pabbi hennar Jóhönnu er? Það virtist vera smá hitamál þarna í viðtalinu þegar að Þórólfur minntist á pabba hennar. En varðandi þetta viðtal, ég meina er hann maðurinn sem á að taka allan hitann út af þessu máli? Hvar eru þeir sem stjórnuðu þessum fyrirtækjum? Af hverju eru þeir ekki spurðir? Getur verið að þeir séu komnir í stjórnunarstöður hjá öðrum fyrirtækjum og hafi það fínt í sínu verndaða umhverfi. Ég sá helvíti fína hugmynd í e-u netbréfi sme gengur núna manna á milli. Þar var lagt til að refsing olíurisana yrði að allir myndu nú aðeins kaupa BENSÍN á bensínstöðvunum, ekkert annað! Ekkert nammi eða matvörur, heldur eingöngu bensín. Mér finnst þetta svolítið sniðugt. Fólk kemst ekki af án bensíns, en þetta er ein leið að láta þá finna til tevatnsins.
En ég var að koma úr bíó þar sem að ég sá Niceland eftir Friðrik "ég skulda svo mikla peninga að ég get ekki farið út án þess að vera laminn" þór Friðrikson. Frekar hæg og artí en skoski leikarinn sem leikur Max ( ég man ekki hvað hann heitir - hann lék í Billy elliott) stelur alveg senunni. Hann er frábær, en ég veit ekki með þessa mynd. Hún var ágæt, en engin Blossi eða Opinberun Hannesar.

fimmtudagur, nóvember 04, 2004

Jeg gider ikke mere!

Topp 5 hlutir sem fara í taugarnar á mér þessa dagana

  1. Þröstur 3000. Hvaða ógeð er þessi maður? Maður sér það bara á allri líkamstjáningu hans að egóið svoleiðis lekur út um eyrun á honum. Þetta er svona týpa sem glottir stöðugt að eigin ágæti og dreymir um að verða kosin ferskleiki ársins á FM.
  2. Emax nettenging. Hvað er málið með þessar tengingar. Ég og Örn töluðum saman áðan í 3 tíma á Msn og Skype (aaahh maður hefur svo gott að svona góðu spjalli!!) og ég held að tengingin hafi slitnað svona 100 sinnum. Síðan er þetta rándýrt. Skamm skamm.
  3. Kennaraverkfallið. Plís ekki segja mér að þetta helv.... verkfall sé að byrja aftur í næstu viku. Ef það gerist þá er ég farin á sjóinn.
  4. Peningagræðgi. Fólk sem talar stöðugt um laun og launahækkanir má loka munninum fyrir mér. Ég skil ekki fólk sem velur sér atvinnu og frama í e-u sem það hefur engan áhuga á en gefur af sér ágætis laun. Ekki misskilja mig maður þarf ekki alltaf að vera að deyja úr ástríðu í vinnunni en hún verður allavega að skilja e-ð eftir sig í lok dagsins annað en feitari bankareikning.
  5. Idol stjörnuleit. Lágkúran í öllu sínu veldi. Þá sérstaklega þessir þrír fábjánar í dómnefndinni. Komið aðeins niður af ykkar háa stalli og snertið jörðina. Hvað er pointið með þessum þætti? Að búa til fleiri Kalla Bjarna og e-ð í lýkingu við Nylon. Til hvers? Hverjum finnst þetta flott? Og þessi Þorvaldur Bjarni Besserwisser. OOOhhhh hann hefði örugglega hvatt Bob Dylan til að leggja frá sér gítarinn og hætta að syngja "sorry, bob þú ert bara ekki nógu góður....ég segi nei". Ok ég skil alveg af hverju það er gaman að horfa á þetta. Þetta er eins og með alla aðra raunveruleikaþætti...maður heldur að maður megi ekki missa neinum þætti. En í rauninni skiptir þetta ekki nokkru máli. Það sem vantar í dag er önnur svona Nirvana sprengja eins og var hérna um árið. E-r sem er alveg skítsama um frægð og frama, en langar að búa til góða tónlist. Barnalegt...kannski...en ég bíð og vona.

mánudagur, nóvember 01, 2004

Ég lá andvaka í alla nótt. Djöfull er það pirrandi þegar það gerist. Ég lá með augun þrýst saman í svona 3 tíma. Geðveikt þrjóskur að ætla að sofna. En ég horfði bara á tvo sopranos þætti....æi hvað hann Tony my friend er alltaf svalur á því. Kemur manni alltaf í gott skap. Síðan var allt á rúi og stúi í dag...eftir mikil rólegheit í vinnuni voru bara fullt af fólki inn á kaffistofu í morgun. Usss friðurinn er úti. Eftir langan og erfiðan dag var komið að uppáhaldinu mínu á mánudögum....skúringar jíbbbí. Ég keyrði upp í blokk og hallaði mér aðeins í sætinu til að hlusta á fréttirnar áður en ég myndi byrja...en hvað þá....haldiði að ég hafi ekki bara sofnað í svona 10 mín. Það var ekki mjög þægilegt að vakna þarna í bíldruslunni innan um allan fancy og flottu bílana...ég vona bara ekki að hið mjög svo snobbaða lið í blokkini hafi ekki gengið fram hjá mér. Þau hefðu nú örugglega hringt á lögguna.."já það er e-r handrukkara dópisti dauður út á bílastæði..getið þið vinsamlegast komið og hirt hann". Nei þau eru kannski ekki alveg svo slæm.